Morgunblaðið - 14.12.2021, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.12.2021, Blaðsíða 25
Kvikmynd bosníska leikstjórans Jasmilu Zbanic, Quo Vadis, Aida?, hreppti Evrópsku kvikmyndaverð- launin í ár sem besta mynd, og var Zbanic valin besti leikstjórinn. Jasna Duricic sem fer með aðalhlutverk myndarinnar var valin besta leik- konan. Kvikmyndin fjallar um mis- heppnaðar tilraunir gæsluliðs Sam- einuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir fjöldamorðin í Srebrenica í Bosníustríðinu árið 1995. Íslenska kvikmyndin Dýrið, eftir leikstjórann Valdimar Jóhannsson, var tilnefnd til nokkurra verðlauna og hreppti ein, Peter Hjorth og Fredrik Nord fyrir tæknibrell- urnar. Kvikmynd Florians Zeller, The Father, hreppti verðlaun fyrir besta handrit og þá fékk aðalleik- arinn Anthony Hopkins verðlaun fyrir bestan leik í karlhlutverki. Hann hafði þegar hreppt Óskars- og Baftaverðlaun fyrir leik sinn. Evrópska kvikmyndaakademían veitti í aðeins annað sinn sérstök verðlaun fyrir frumlega frásagnar- list í kvikmyndum og hlaut þau breski leikstjórinn og myndlistar- maðurinn Steve McQueen fyrir Small Axe, fimm kvikmynda röð sína um upplifanir innflytjenda frá eyjum í Karíbahafi í Lundúnum. Danski leikstjórinn Susanne Bier fékk verðlaun fyrir athyglisverðan árangur á alþjóðavettvangi með myndir sínar og hinn níræði ung- verski leikstjóri Márta Mészáros fékk verðlaun fyrir ævistarfið en í sex áratugi hefur hún bæði gert merkar heimildarkvikmyndir um stöðu kvenna og framsæknar leiknar kvikmyndir. Ninja Baby var síðan valin besta gamanmyndin og Flee besta heimildarkvikmyndin. Annað árið í röð voru Evrópsku kvikmyndaverðlaunin afhent í beinni útsendingu úr myndveri í Berlín, þar sem aðeins tilnefndir listamenn voru viðstaddir. Quo Vadis, Aida? sú besta AFP Heiðursverðlaun Danski leikstjórinn Susanne Bier, til vinstri, tekur við verðlæaunagrip sínum fyrir góðan árangur mynda hennar alþjóðlega. Sagnamaður Steve McQueen fékk verðlaun fyrir Small Axe. - Dýrið verð- launað fyrir tæknibrellur MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ @CliffordMovie CliffordMovie.com #CliffordMovie ÞVÍ MEIRA SEM ÞÚ ELSKAR HANN ÞVÍ STÆRRI VERÐUR HANN. KEMUR Í BÍÓ MEÐ ÍSLENSKU TALI 10. DESEMBER 94% Frábær ný Fjölskyldumynd frá Disney sýnd með Íslensku og Ensku tali SÝNDMEÐ ÍSLENSKU, ENSKU OG PÓLSKU TALI JÓLAMYND Fimm glæpasögur hafa verið til- nefndar til Blóðdropans, verðlauna sem veitt eru fyrir bestu íslensku glæpasöguna. Að baki verðlaun- unum stendur Hið íslenska glæpa- félag og segir dómnefnd að ljóst sé að íslensk glæpasagnaritun sé í miklum blóma. Dómnefnd Hins ís- lenska glæpafélags las sig og hlust- aði í gegnum þær 23 glæpasögur sem lagðar voru fram í keppnina í haust. „Óhjákvæmilega lentu marg- ir eðalfínir krimmar í þeim hremm- ingum að komast ekki á topp fimm,“ segir í tilkynningu frá að- standendum verðlaunanna. Bloðdropanum hefur verið út- hlutað síðan árið 2007 en þetta er í fyrsta sinn sem tilkynnt er fyrir fram hvaða sögur eru tilnefndar en það eru Horfnar eftir Stefán Mána, Lok, lok og læs eftir Yrsu Sigurð- ardóttur, Farangur eftir Ragnheiði Gestsdóttur, Náhvít jörð eftir Lilju Sigurðardóttur og Út að drepa túr- ista eftir Þórarin Leifsson. Fimm bækur tilnefndar til Blóðdropans Tilnefnd Þrír af glæpasagnahöfundunum og útgefendur tveggja bókanna. Bandaríski metsöluhöfundurinn Anne Rice er lát- in, áttræð að aldri. Rice skrifaði meira en 30 skáldsögur en var hvað þekktust fyrir þá fyrstu, Interview With the Vampire, sem kom út árið 1976. Eftir henni var seinna gerð vinsæl kvik- mynd með Tom Cruise, Brad Pitt og Kirsten Dunst í aðalhlutverkum. Rice sendi alls frá sér 13 bækur um vampírur í ritröðinni „Vampire Chronicles“ og nutu þær mikilla vinsælda. Önnur sagnaröð Rice, Sleeping Beauty, var með erótískum undirtóni og líka vin- sæl, rétt eins og sögur sem hún skrifaði um Jesú Krist og engla eftir að hún tók upp kaþólska trú. Seinna sagði hún aftur skilið við kristni og hafn- aði því, í nafni Krists, að vera á móti samkyn- hneigð, femínisma og fóstureyðingum, eins og margir landar hennar væru í nafni trúarinnar. Vampíruhöfundurinn Anne Rice látin Vinsæl Anne Rice skrifaði um vampírur, erótík og engla. Gagnrýnendur ítalska bókmennta- tímaritsins L’indiscreto hafa birt lista sína yfir bestu bækur í ýmsum flokkum sem komu út þar í landi á árinu. Á listanum yfir bestu þýddu ljóðabækurnar er í fimmta sæti þýðing Silviu Cosimini á ljóðasafni Jóns Kalmans Stefánssonar, La prima volta che il dolore mi salvóla vita, sem kom út hér á landi í fyrra undir heitinu Þetta voru bestu ár ævi minnar, enda man ég ekkert eftir þeim. Í bókinni eru fyrstu þrjár ljóðabækur skáldsins, Með byssuleyfi á eilífðina, Úr þotu- hreyflum guða og Hún spurði hvað ég tæki með mér á eyðieyju. Sú síð- astnefnda kom út fyrir 28 árum og sendi Jón Kal- man ekki aftur frá sér nýja ljóðabók fyrr en nú á dögunum. Þess má geta að bækur Jóns Kal- mans í þýðingu Cosimini hafa notið mikilla vin- sælda á Ítalíu. Fleiri þekktir höfundar eiga ljóðabækur á lista tímaritsins, þar á meðal Anne Sex- ton, Anne Carson, Margaret At- wood og Cesar Vallejo. Í efsta sæti listans er bók með ljóðum eftir Thierry Metz. Ljóð Jóns Kalmans á ítölsku á topplista Jón Kalman Stefánsson Skærasta stjarna indversks arki- tektúrs, Balkrishna Doshi, hlýtur hin virtu bresku RIBA-arkitektúr- verðlaun í ár fyrir „ánægjulega nytsamlegar byggingar“, eins og segir í texta valnefndar. Doshi hreppti þekktustu verðlaunin í fag- inu, Pritzker-verðlaunin, fyrir þremur árum. Balkrishna Doshi er orðinn 93 ára gamall en starfrækir enn öfl- uga arkitektúrstofu í borginni Ah- medabad. Doshi er oft sagður síð- asta tengingin við helstu stjörnur módernismans á fyrri hluta 20. ald- ar en hann vann náið með bæði Le Corbusier og Louis Kahn að hönn- un og byggingu nokkurra þekkt- ustu verkefna þeirra á Indlandi á sínum tíma. Á þeim sjö áratugum sem hann hefur starfað að hönnun bygginga hafa yfir eitt hundrað slíkar eftir Doshi verið reistar, allt frá fjöl- býlishúsum fyrir efnalítið fólk, til opinberra skrifstofubygginga og menningarhúsa. Byggingar hans eru sagðar alltaf tengjast samfélag- inu í kring og taka mið af umhverfi og veðurfari. Þá er Doshi þekktur fyrir að nýta sér vel þekkingu handverksmanna á hverjum stað og gera ráð fyrir framlagi þeirra við hönnun húsa. Doshi hlaut RIBA-verðlaunin Stjarna Indverski stjörnuarkitekt- inn Balkrishna Doshi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.