Morgunblaðið - 14.12.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.12.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2021 Löggiltur heyrnarfræðingur Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Hljóðmagnarar Hljóðmagnari hentar vel þeim sem þurfa að heyra betur og er einfaldur í notkun. Þægilegt samskiptatæki. Með margmiðlunarstreymi tengist hann þráðlaust við sjónvarp og önnur tæki. Vekjaraklukka fyrir þá sem sofa fast eða heyra illa Að vakna á réttum tíma hefur aldrei verið auðveldara. Vekur með ljósi, hjóði og/eða tirtingi svo að maður þarf ekki að sofa yfir sig. Verð frá kr. 19.800 Verð frá kr. 58.800 Þessar vörur ásamt öllum helstu rekstrarvörum og aukahlutum fyrir heyrnartæki fást í vefverslun heyrn.is 14. desember 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 131.11 Sterlingspund 173.16 Kanadadalur 103.07 Dönsk króna 19.876 Norsk króna 14.585 Sænsk króna 14.425 Svissn. franki 141.79 Japanskt jen 1.1529 SDR 183.07 Evra 147.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 179.781 « Gróa Björg Bald- vinsdóttir, fram- kvæmdastjóri stjórnarhátta og gæðamála hjá Skeljungi, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Þetta var tilkynnt til Kauphallar Ís- lands í gær. Gróa hóf störf hjá fyrir- tækinu árið 2017 og gegndi þar ýmsum störfum, m.a. sem yfirlögfræðingur þess. Árið 2019 tók hún sæti í fram- kvæmdastjórn. Árni Pétur Jónsson, for- stjóri Skeljungs, þakkar henni í tilkynn- ingunni fyrir samstarfið og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Gróa Björg lætur af störfum hjá Skeljungi Gróa Björg Baldvinsdóttir STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Hugbúnaðarfyrirtækið Andes varð á dögunum fyrsta íslenska fyrirtækið til að fá svokallaða Advanced Part- ner-vottun hjá AWS, skýjaþjónustu bandaríska risafyrirtækisins Ama- zon. Eins og Ari Viðar Jóhannesson framkvæmdastjóri fyrirtækisins út- skýrir í samtali við Morgunblaðið eru fleiri fyrirtæki með slíka vottun hér á Íslandi, fyrirtæki eins og Crayon og Deloitte, en þau eru ekki íslensk að uppruna eins og Andes og vottanir þeirra ekki fengnar hér á landi, að sögn Ara. Þegar Morgunblaðið ræddi við Ara var hann nýkominn úr ferð um landið með fulltrúum AWS sem hér voru til að fagna samkomulaginu og hitta viðskiptavini. „Við erum lítið tólf manna fyrir- tæki en erum farin að vinna mjög ná- ið með EMEA-skrifstofum (Evrópa, Mið-Austurlönd og Afríka) AWS í Svíþjóð og Madríd.“ Yfirleitt mun stærri fyrirtæki Eins og Ari útskýrir er forsagan sú að félaginu var hleypt inn í sérstakt prógramm á vegum AWS fyrir lítil fyrirtæki, sem heitir Think Big Small Business. Vottunin hafi komið upp úr því. „Fyrirtæki sem fá svona vottun eru yfirleitt mun stærri en við erum.“ Starfsemi Andes gengur í stuttu máli út á að færa tölvuinnviði fyrir- tækja og stofnana yfir í AWS-skýið, en þar er einkum átt við gagna- grunna og miðlara (e. servers). „Við erum að upplifa eitt af þessum stóru augnablikum í tæknisögunni þegar verið er að færa tölvuinnviði úr „kjallaranum“ og upp í skýið. Vél- búnaður verður hugbúnaður. Allt tölvukerfi fyrirtækis er því orðið for- ritað og hægt er að taka það niður og setja upp annars staðar eftir hentug- leika og afrita mörgum sinnum.“ Stærsta þjónusta í heimi Eins og Ari útskýrir er AWS stærsta skýjaþjónusta í heimi. Aðrar stórar slíkar þjónustur eru Azure- ský Microsoft, Google Cloud og Ali Cloud, sem er aðallega í Asíu. „Þegar menn heyra nafnið Ama- zon dettur þeim fyrst í hug netbóka- búð, en staðreyndin er sú að 58% af hagnaði Amazon koma frá AWS. Tekjur AWS eru um 12% af tekjum Amazon, eða 45,5 milljarðar banda- ríkjadala af 386 milljarða dala heild- artekjum.“ Íslenska ríkið er stór viðskiptavin- ur Andes í gegnum verkefnið Staf- rænt Ísland sem vinnur að margvís- legum verkefnum sem stuðla að því að gera opinbera þjónustu skilvirkari og notendavænni. Þjónusta Stafræns Íslands er einmitt komin í AWS-ský- ið fyrir tilstilli Andes. Meðal annarra viðskiptavina AWS á heimsvísu er til dæmis streymis- risinn Netflix. „Við höfum aðgang að nákvæmlega sömu tólum og tækjum í AWS-skýinu og Netflix til að byggja upp tölvuinnviði fyrir Ísland.“ Auðveldara og auðveldara Spurður hversu vel gangi að fá fyrirtæki og stofnanir til að færa sig yfir í skýið segir Ari að það verði æ auðveldara. Frá því Andes var stofn- að fyrir tveimur árum hafi orðið al- gjör sprenging í yfirfærslu yfir í ský- ið. „Þetta hefur gengið hraðar en ég ímyndaði mér og sérstaklega hafa ýmsar opinberar stofnanir verið fljótari að færa sig yfir í skýið en ég bjóst við.“ Um þróun í skýjaþjónustu á kom- andi misserum segir Ari að ein breyt- ing sé sú að skýið sé að þróast til baka í ákveðnum skilningi. Eins kon- ar útibú skýjaþjónustunnar getur verið vistað hjá viðskiptavinum, sem forriti beint inn í það. Ákveðið hag- ræði fylgi því. Það henti líka þeim sem vilja ekki geyma gögn sín í gagnaverum AWS erlendis. „Þetta er eins konar smækkuð útgáfa af AWS í þínu eigin gagnaveri, sem er samt sem áður tengt AWS. Þessi möguleiki verður vonandi í boði hér á landi fljótlega. Við erum að þrýsta á um það.“ Færa tölvuinnviði upp úr kjallaranum yfir í skýið Morgunblaðið/Unnur Karen Samstarf Nafn fyrirtækisins, Andes, dregur nafn sitt af upptökum Amazon- fljótsins að sögn Ara Viðars Jóhannessonar framkvæmdastjóra félagsins. Tölvukerfi » Allt tölvukerfi fyrirtækis orðið forritað og hægt er að taka það niður og setja upp annars staðar eftir hentugleika og afrita mörgum sinnum. » 58% af hagnaði Amazon koma frá AWS. » Tekjur AWS eru um 12% af tekjum Amazon. » Íslenska ríkið er stór við- skiptavinur Andes í gegnum verkefnið Stafrænt Ísland. - Andes er fyrsta íslenska fyrirtækið með Advanced Partner-vottun frá AWS Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að tólf mánaða verðbólga mælist 4,8% nú í desember en Hagstofan birtir mælingu sína fyrir mánuðinn í næstu viku. Hagfræðideild Landsbankans er eilítið svartsýnni og telur verðbólg- una munu mælast 4,9%. Í síðastliðn- um mánuði mældist verðbólgan 4,8% og reyndist nokkuð minni en bank- arnir höfðu gert ráð fyrir. Báðir telja bankarnir að tólf mánaða taktur verð- bólgunnar muni gefa eftir á komandi mánuðum. Þannig gerir Landsbank- inn ráð fyrir að hún muni mælast 4,5% í mars næstkomandi. Íslands- banki gerir ráð fyrir að hún muni á þeim tíma standa í 4,6% og að hún verði ekki komin í markmið, þ.e. 2,5%, fyrr en á fyrsta ársfjórðungi 2023. Sem fyrr er það húsnæðisliður vísi- tölu neysluverðs sem knýr vagninn áfram og gerir Landsbankinn ráð fyr- ir að reiknuð húsaleiga hækki um 0,79% milli mánaða. Bendir Íslands- banki á að hún hafi hækkað um 12% það sem af er ári. Spá Íslandsbanka gengur út frá því að hækkunin á þess- um lið verði 0,8% milli mánaða sem er minni hækkun en verið hefur og spyr bankinn sig hvort inngrip Seðlabank- ans, bæði með vaxtahækkunum og öðrum ákvörðunum er varða aðgengi að lánsfé, séu farin að hafa áhrif á íbúðamarkaðinn. Bankana greinir á í því að Íslands- banki telur að matar- og drykkjar- vörur muni hækka talsvert í verði milli mánaða eða um 0,8%. Rekur bankinn það til heildsöluverðshækk- ana á mjólk og mjólkurafurðum. Landsbankinn telur hins vegar að matur og drykkur muni lækka eilítið í mánuðinum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Íbúðamarkaður Reiknuð húsaleiga mun sem fyrr hafa mest áhrif. Telja toppinum náð nú um jólin - Bankanir spá tæplega 5% verð- bólgu í desember « Arion banki lækkaði um 2,4% í Kaup- höll Íslands í gær. Var talsverð velta með bréf félagsins eða 829 milljónir króna. Bréf Íslandsbanka stóðu næst- um í stað og nam velta með bréf hans 119 milljónum. Kvika banki lækkaði um 0,77% í 184 milljóna króna viðskiptum. Hagar lækkuðu um 2,25% í afar tak- mörkuðum viðskiptum og þá lækkaði Iceland Seafood um 1,94% í mjög tak- mörkuðum viðskiptum sömuleiðis. Aðeins fjögur fyrirtæki hækkuðu á markaðnum. Það voru Eimskipafélagið, Skeljungur, Sýn og fasteignafélagið Reitir. Arion banki lækkaði í ríflegum viðskiptum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.