Morgunblaðið - 14.12.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.12.2021, Blaðsíða 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2021 Ítalía Roma – Spezia .......................................... 2:0 Staða efstu liða: Inter Mílanó 17 12 4 1 43:15 40 AC Milan 17 12 3 2 36:19 39 Atalanta 17 11 4 2 37:20 37 Napoli 17 11 3 3 34:13 36 Fiorentina 17 10 0 7 31:22 30 Roma 17 9 1 7 26:19 28 Juventus 17 8 4 5 23:17 28 Empoli 17 8 2 7 27:29 26 >;(//24)3;( HM kvenna Leikið á Spáni: MILLIRIÐILL 1: Pólland – Svartfjallaland ..................... 33:28 Serbía – Slóvenía .................................. 31:25 Rússland – Frakkland ......................... 28:33 Lokastaðan: Frakkland 10, Rússland 7, Serbía 6, Pól- land 4, Slóvenía 3, Svartfjallaland 0. MILLIRIÐILL 2: Púertó Ríkó – Kasakstan..................... 30:27 Svíþjóð – Rúmenía................................ 34:30 Holland – Noregur ............................... 34:37 Lokastaðan: Noregur 9, Svíþjóð 8, Holland 7, Rúmenía 4, Púertó Ríkó 2, Kasakstan 0, Í 8-liða úrslitum mætast: 14.12. Danmörk – Brasilía 14.12. Spánn – Þýskaland 15.12. Frakkland – Svíþjóð 15.12. Noregur – Rússland Coca Cola-bikar karla 32ja liða úrslit: Fram – ÍBV........................................... 25:29 Svíþjóð Skövde – Lugi ...................................... 30:30 - Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði fimm mörk fyrir Skövde. E(;R&:=/D VÍS-bikar karla 8-liða úrslit: Keflavík – Haukar .............................. 101:92 Valur – Njarðvík................................... 72:71 1. deild karla Höttur – Fjölnir.................................... 93:78 Staðan: Haukar 12 10 2 1223:919 20 Álftanes 12 9 3 1133:985 18 Höttur 11 9 2 1086:929 18 Sindri 12 7 5 1094:1045 14 Selfoss 12 7 5 1040:1021 14 Fjölnir 12 6 6 1058:1102 12 Skallagrímur 13 5 8 1099:1110 10 Hrunamenn 11 4 7 961:1061 8 Hamar 12 2 10 934:1112 4 ÍA 11 0 11 810:1154 0 Ítalía Fortitudo Bologna – Trieste .............. 96:61 - Jón Axel Guðmundsson skoraði sjö stig fyrir Fortitudo, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar á 18 mínútum. NBA-deildin New York – Milwaukee...................... 97:112 Detroit – Brooklyn ........................... 104:116 Oklahoma City – Dallas ..................... 84:103 San Antonio – New Orleans .............. 112:97 Portland – Minnesota .......................111:116 LA Lakers – Orlando ......................... 106:94 >73G,&:=/D Alls hafa 42 leikmenn og starfs- menn liða í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu greinst með kór- ónuveiruna undanfarna sjö daga sem er metfjöldi í deildinni. 40 leik- menn og starfsmenn liða í deildinni greindust með veiruna í janúar á þessu ári og var það mesti fjöldi smita sem greinst höfðu fyrir dag- inn í gær. Fjöldi leikmanna og starfsmanna Tottenham er með veiruna og þá hafa Manchester United, Brighton, Leicester, Aston Villa og Norwich öll staðfest smit í sínum herbúðum. Alls fóru 3.805 leikmenn og starfsmenn í kórónu- veirupróf dagana 6.-12. desember. Metfjöldi smita á Englandi HANDKNATTLEIKUR Coca Cola-bikar karla, 32ja liða: Ísafjörður: Hörður – Fjölnir ............... 19.30 TM-höllin: Stjarnan – Afturelding ..... 19.30 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Kaplakriki: FH – ÍR............................. 19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Akranes: ÍA – Hrunamenn.................. 19.15 Í KVÖLD! KÖRFUBOLTIN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Kristófer Acox átti stórleik fyrir Val þegar liðið sló ríkjandi bikarmeist- ara Njarðvíkur úr leik í átta liða úr- slitum bikarkeppni karla í körfu- knattleik, VÍS-bikarnum, í Origo-- höllinni á Hlíðarenda í gær. Leiknum lauk með eins stigs sigri Vals, 72:71, en Kristófer skoraði 25 stig í leiknum og tók tólf fráköst. Njarðvíkingar leiddu 44:40 í hálf- leik en Valsmenn byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og voru sex stigum yfir fyrir fjórða leikhluta, 64:58. Njarðvíkingum tókst að minnka muninn í eitt stig, 71:72, þegar 45 sekúndur voru til leiks- loka. Valsmenn reyndu þriggja stiga skot sem geigaði og Nicolas Ric- hotti fékk gullið tækifæri til að tryggja Njarðvík sigur þegar fimm sekúndur voru til leiksloka en skot hans undir körfunni missti marks. Pablo Bertone skoraði 21 stig fyr- ir Val og Callum Lawson skoraði 12 stig og tók sex fráköst. Dedrick Basile var stigahæstur Njarðvíkinga með 24 stig og sex fráköst, Fotios Lampropoulos skor- aði 13 stig og tók sextán fráköst. _ Þá fór Dominkykas Milka á kostum fyrir Keflavík þegar liðið vann níu stiga sigur gegn fyrstu- deildarliði Hauka í Blue-höllinni í Keflavík. Leiknum lauk með 101:92-sigri Keflavíkur en Mikla gerði sér lítið fyrir og skoraði 30 stig, tók sjö frá- köst og gaf tvær stoðsendingar í leiknum. Haukar byrjuðu leikinn betur og leiddu með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta, 32:28, en Keflvík- ingar sneru leiknum sér í vil í öðr- um leikhluta og litu aldrei um öxl eftir það. Calvin Burks skoraði 18 stig fyrir Keflavík og Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 13 stig og gaf ellefu stoðsendingar. Jeremy Smit var stigahæstur Hauka með 23 stig og sjö stoðsendingar. _ Það eru því Valur, Keflavík, Stjarnan og Þór frá Þorlákshöfn sem verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin í dag. Undan- úrslitin verða leikin dagana 11. og 12. janúar og úrslitaleikurinn fer fram í Smáranum í Kópavogi laug- ardaginn 15. janúar. Valur sló meist- arana úr leik - Keflavík örugglega í undanúrslit Morgunblaðið/Árni Sæberg Tvenna Fyrirliðinn Kristófer Acox átti stórleik fyrir Valsmenn og skoraði 25 stig, ásamt því að taka tólf fráköst, gegn bikarmeisturum Njarðvíkur. Knattspyrnuþjálfarinn Milos Miloj- evic hefur látið af störfum sem þjálf- ari sænska úrvalsdeildarfélagsins Hammarby. Þetta kom fram í frétta- tilkynningu sem félagið sendi frá sér í gær. Milos, sem bjó lengi á Íslandi og þjálfaði bæði Víking R. og Breiðablik, var samningsbundinn fé- laginu út keppnistímabilið 2024. Mi- los fór í viðræður við norska félagið Rosenborg á dögunum en upp úr þeim slitnaði fyrir helgina. Milos tók við liði Hammarby í júní 2021 og endaði liðið í 5. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Milos lætur af störfum í Svíþjóð Morgunblaðið/Eggert Svíþjóð Serbinn Milos Milojevic tók við þjálfun Hammarby í júní 2021. Handknattleikskonan Auður Ester Gestsdóttir hefur framlengt samn- ing sinn við Val til næstu þriggja ára. Þetta kom fram í fréttatilkynn- ingu félagsins á Facebook í gær. Samningurinn gildir út keppnis- tímabilið 2025 en Auður, sem er 21 árs, er uppalin hjá Val og hefur leikið með félaginu allan sinn feril. Hægri hornamaðurinn hefur skor- að 32 mörk í níu leikjum á tíma- bilinu en Valur er í öðru sæti deild- arinnar með 16 stig, stigi minna en topplið Fram. Valskonur eiga hins vegar leik til góða á Framara. Framlengdi á Hlíðarenda Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hlíðarendi Auður Ester framlengdi samning sinn til ársins 2025. Björn Viðar Björnsson fór á kostum í marki ÍBV þegar liðið vann fjög- urra marka sigur gegn Fram í 32- liða úrslitum bikarkeppni karla í handknattleik, Coca-Cola- bikarnum, í Framhúsi í Safamýri í gær. Leiknum lauk með 29:25-sigri ÍBV en Björn Viðar varði sautján skot í markinu og var með tæplega 44% markvörslu. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik en Frömurum tókst að laga stöðuna og ÍBV leiddi 12:10 í hálfleik. ÍBV var með yfirhöndina allan síðari hálfleikinn og Fröm- urum tókst ekki að snúa leiknum sér í vil. Rúnar Kárason var markahæstur Eyjamanna með átta mörk og Ás- geir Snær Vignisson skoraði fjög- ur. Vilhelm Poulsen skoraði átta mörk í liði Framara og Stefán Darri Þórsson skoraði fimm. ÍBV er því komið áfram í sextán liða úrslit keppninnar en Framarar eru úr leik. Morgunblaðið/Árni Sæberg Markvarsla Frömurum gekk illa að finna leið fram hjá Birni Viðari Björns- syni í marki Eyjamanna en hann gerði sér lítið fyrir og varði 17 skot. Björn lokaði markinu Henny Reistad var markahæst í liði Noregs þegar liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum heimsmeistara- móts kvenna í handknattleik eftir dramatískan þriggja marka sigur gegn heimsmeisturum Hollands í lokaleik liðanna í milliriðli 2 á Spáni í gær. Leiknum lauk með 37:34-sigri norska liðsins en Reisted skoraði níu mörk fyrir Noreg. Hollenska liðið byrjaði leikinn mun betur og náði sex marka for- skoti eftir tíu mínútna leik, 11:5. Þá hrökk norska liðið í gang og tókst að jafna metin í 17:17 og þannig var staðan í hálfleik. Liðin skiptust á að skora í upp- hafi síðari hálfleiks en þegar tutt- ugu mínútur voru eftir af leiknum náðu Norðmenn fjögurra marka forskoti, 24:20. Hollendingum tókst að minnka muninn í 27:28 og liðin skiptust á að skora eftir það. Bæði lið fóru illa með nokkur dauðafæri á lokamínútunum en Hollendingum tókst aldrei að jafna metin það sem eftir lifði leiks og heimsmeistararnir eru því úr leik í keppninni í ár. Nora Mörk skoraði átta mörk fyrir Norðmenn og Camilla Herrem sjö. Silje Solberg varði þrettán skot í markinu. Noregur, undir stjórn Þóris Her- geirssonar, endaði í efsta sæti milli- riðils 2 með níu stig og er því komið áfram í átta liða úrslitin þar sem liðið mætir Rússlandi. Frakkar, sem fögnuðu sigri í milliriðli 1, mæta Svíþjóð sem endaði í öðru sæti milliriðils 2 en leikirnir fara fram á morgun. Þá mætast Danmörk og Brasilía annars vegar og Spánn og Þýska- land í hinum leikjum átta liða úr- slitanna en þeir leikir fara fram í dag. Noregur mætir Rússlandi á HM Ljósmynd/IHF 8 Nora Mörk var næstmarkahæst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.