Morgunblaðið - 14.12.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.12.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2021 Glöggur skríbent Viðskiptablaðs fylgist með eins og fyrri dag- inn: - - - Týr tók eftir því að Gísli Marteinn Baldursson, skemmtikraftur á Ríkissjónvarpinu, sá nýlega ástæðu til að hrósa sérstaklega handritshöf- undum að bröndurum sínum í viku- legum spjallþætti sínum. - - - Eins og Týr hefur áður fjallað um er hluti þáttarins, sem sýndur er á einum besta útsendingartíma í línulegri dagskrá, iðulega nýttur til að skjóta á þá sem skilgreina sig til hægri í stjórnmálum. - - - Bergsteinn Sigurðsson, annar starfsmaður RÚV, er aðalhöf- undur og nýtur aðstoðar Gísla Mar- teins og fjögurra annarra starfs- manna RÚV. - - - Allir vita að það þarf auðvitað sex manna teymi ríkisstarfsmanna til að skrifa þriggja mínútna brand- araseríu í hverri viku, sem yfirleitt vekur mikla lukku … á twitter.“ - - - Fjölmiðlar hafa óskað skýringa á óskiljanlegum belgingi fjár- austurs til „RÚV“, sem snýttur er út úr nefi þjakaðra skattgreiðenda. - - - Fátt er um svör og verður ekki betur ráðið í það en að stjórn- málamenn sem að þessum ósköpum koma skammist sín. Það er betra en ekkert. - - - Bergsteinn, Marteinn og Stak- steinn gætu þó deilt um það. Pínulítil skýring á austri peninga STAKSTEINAR DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Nánast allur uppsjávarflotinn er byrjaður á loðnu- veiðum. Skipin, um 20 talsins, voru í gær að veið- um í tveimur hópum úti af Norðausturlandi. Erfitt veður var á laugardag þó skipin væru að kasta og draga flottrollið, en skaplegra vinnuveður var á sunnudag og í gær. Að sögn Ingimundar Ingimundarsonar, útgerð- arstjóra uppsjávarskipa hjá Brimi hf., hafa skipin verið að fá 100-400 tonn í holi, mest fyrri hluta dags. Þau hafa oft fyllt sig á 4-5 dögum. Fyrir skip Brims er 7-8 tíma sigling til hafnar á Vopnafirði. Búið er að landa rúmlega 35 þúsund tonnum af loðnu í haust, samkvæmt yfirliti á vef Fiskistofu, en í hlut íslenskra skipa koma 662 þúsund tonn á vertíðinni. Fram kom á vef Síldarvinnslunnar á fimmtudag að þá kom Börkur NK með um 2.900 tonn til Seyðisfjarðar til vinnslu í fiskimjölsverk- smiðjunni þar. Þá hafði loðna ekki borist þangað í tæp fjögur ár, en 2017 tók verksmiðjan á móti 18.600 tonnum. Hoffell SU var í gær á leið af Færeyjamiðum til Fáskrúðsfjarðar með kolmunna. Alls er kol- munnaafli ársins orðinn um 190 þúsund tonn. Flest uppsjávarskipin á loðnu - Í tveimur hópum úti fyrir Norðausturlandi Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Vertíð Venus NS á loðnuveiðum í Breiðafirði. Helgi Ólafsson, stórmeistari í skák, bar sigur úr býtum í Friðriksmóti Landsbankans um helgina, sem jafnframt er Íslandsmótið í hrað- skák. Var þetta 18. Friðriksmótið, kennt við Friðrik Ólafsson. Helgi er 65 ára að aldri en á vef Skáksambandsins, skak.is, kemur fram að hann sé líklega sá elsti til að verða Íslandsmeistari í skák í opnum flokki. Þetta var í sjöunda sinn sem Helgi sigrar í Friðriks- mótinu en fyrst varð hann Íslands- meistari í hraðskák árið 1974. Á skak.is er því haldið fram að aldrei áður hafi 47 ár liðið frá fyrstu Ís- landsmeistaratign í opnum flokki til síðasta sigurs. Keppni var hörð á mótinu. Hjörv- ar Steinn Grétarsson var efstur eft- ir níu umferðir en Helgi sigldi fram úr á lokasprettinum, fékk níu vinn- inga en Hjörvar 8½. Alls tóku 40 keppendur þátt í mótinu en vegna samkomutak- markana var ekki hægt að hafa það opið. Meðal keppenda voru sjö stór- meistarar og fimm alþjóðlegir meistarar. Lenka Ptácníková hlaut sérstök kvennaverðlaun mótsins. Helgi meistari í sjö- unda sinn og sá elsti Ljósmynd/Skák.is – Birgir Ísleifur Gunnarsson Sigurvegari Helgi Ólafsson með Gunnari Björnssyni hjá Skáksambandinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.