Morgunblaðið - 14.12.2021, Blaðsíða 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2021
120 OG 200 LJÓSA
INNI- OG ÚTISERÍUR
Við Fellsmúla | Reykjavík | Sími: 585 2888 | rafmark.is
Kíktu á nýju vefverslunina okkar
rafmark.is
40 ÁRA Rúnar er uppalinn í Hafnarfirði en
er búsettur í Vogum á Vatnsleysuströnd.
Hann er flugvirki að mennt frá TEC í Kaup-
mannahöfn og starfar hjá Icelandair. „Áhuga-
mál mín eru nánast allt með mótor, hef átt
nokkur hundruð misgóða bíla og eitthvað af
torfæru- og fjórhjólum. Einnig þykir mér
gaman að ferðalögum og þá helst utan land-
steinanna, ásamt samveru með fjölskyldu og
vinum.“
FJÖLSKYLDA Dóttir Rúnars er Rakel
Máney, f. 2012. Foreldrar Rúnars eru Anna
Þórný Annesdóttir, f. 1958, húsmóðir, og Þor-
geir Pétur Svavarsson, f. 1947, rennismiður.
Þau eru búsett í Hafnarfirði.
Rúnar Pétur Þorgeirsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Daður, skemmtun og græskulaust
gaman mun einkenna þennan dag. Búðu
þig undir að sjá ný andlit og kynnast glæ-
nýju fólki.
20. apríl - 20. maí +
Naut Mundu að þótt allt gangi þér í haginn
eina stundina, er lánið fallvalt og betra að
vera við öllu búinn. Passaðu þig á ein-
hverjum sem reynir að slá ryki í augun á
þér.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú skalt fara eftir ráðum góðs
vinar í samskiptum við ættingja þinn í dag.
Heimurinn gengur ekki jafn hratt og þér
þætti æskilegt.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Hafðu allan fyrirvara á fólki sem þú
þekkir engin deili á og reynir að hafa áhrif á
þig gegn vilja þínum. Leitaðu aðstoðar ef
eitthvað vefst fyrir þér.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Ekki hafa neinar áhyggjur þó að þú
sért ekki alveg með á nótunum í dag. Vertu
harður á þínu og það mun afla þér virð-
ingar annarra.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú hefur haldið þér til hlés í
ákveðnu máli en nú kemstu ekki lengur hjá
því að taka afstöðu. Vertu vakandi fyrir alls
kyns möguleikum.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú gerir þér grein fyrir því að sam-
band þitt við einhvern þarf að breytast. Nú
er komið að því og ekki um annað að ræða
en ganga til þess opnum hug.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú ert loksins að uppskera ár-
angur erfiðis þíns og ert svo sannarlega vel
að því kominn. Í dag er gott að ræða við
maka og nána vini um framtíðaráform.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Ekki kikna undir vandasömum
ákvörðunum því vinir eru á næsta leiti til-
búnir til þess að aðstoða.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Vertu fyrst og fremst sannur í
samskiptum þínum við aðra og gættu þess
að lofa ekki upp í ermina á þér. Mundu að
þolinmæði þrautir vinnur allar.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú þarft á öllu þínu að halda til
þess að taka skynsamlega ákvörðun varð-
andi sérstök viðskipti.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi,
þótt eitt og annað gangi á í kringum þig.
Hugsaðu fyrst og fremst um heilsuna.
Síðan stundaði Hjörtur ritstörf og
blaðamennsku og frá árinu 2013 hef-
ur hann verið ritstjóri fréttaveit-
unnar kvotinn.is og síðar audlindin.is.
„Eftir veruna á Mogganum var ég í
lausamennsku, meðal annars fyrir
LÍÚ, og fór einn róður á hrefnuveið-
ar til að kynna mér þær. Ég stundaði
ritstörf á þessum tíma og endaði á
netinu. Nú hef ég skrifað um sjávar-
útveg í 40 ár. Ég hef setið í siðanefnd
Þessu fylgdu töluverð ferðalög til
útlanda og nefna mætti Svalbarða,
Japan, Nýja-Sjáland, Síle, Perú,
Mexíkó, Bandaríkin og Nýfundna-
land auk fleiri nálægari landa í Evr-
ópu. Það voru mér gríðarleg von-
brigði árið 2008, þegar Morgunblaðið
taldi ekki þörf fyrir sérhæfðan blaða-
mann í sjávarútvegi, enda skipti sú
atvinnugrein litlu máli í þjóðfélaginu.
Annað átti nú eftir að koma í ljós.“
H
jörtur Gíslason fæddist
14. desember á Akur-
eyri. „Ég átti að fæð-
ast 7. janúar 1952 og
kom í heiminn þremur
vikum fyrir tímann og fæddist því ári
fyrir tímann.“ Hjörtur ólst upp á
Akureyri með sumardvöl fram undir
fermingu á Hofi í Svarfaðardal.
„Ég átti yndislega æsku í faðmi
yndislegra foreldra og stórs systk-
inahóps, en það var mikið áfall þegar
móðir mín féll frá árið 1971 langt um
aldur fram. Það var erfiður tími fyrir
okkur systkinin og pabba. Ég var
mikið í íþróttum á yngri árum og lék
knattspyrnu með KA og ÍBA á Akur-
eyri, Þrótti Neskaupstað og Sanda-
vágs Ítróttafelagi í Færeyjum, en þar
var ég spilandi þjálfari 1978 og 1979.
Dvölin í Færeyjum var virkilega
skemmtileg og lærdómsrík, enda
þurfti ég að læra færeysku til að hafa
eðlileg samskipti við leikmenn og
aðra landsmenn. Ég lék blak með
Íþróttafélagi Menntaskólans á Akur-
eyri, ÍMA, og urðum við Íslands-
meistarar árið 1972 ef ég man rétt.
Ég reyndi einnig fyrir mér í hand-
bolta og körfubolta en ekki með
miklum árangri.“
Hjörtur gekk í Barna- og Gagn-
fræðaskóla Akureyrar, lauk gagn-
fræðaprófi frá Héraðsskólanum í
Reykjadal, S-Þing., landsprófi frá
Gagnfræðaskólanum á Akureyri og
stúdentsprófi frá Menntaskólanum á
Akureyri. Hann stundaði nám í ís-
lensku við Háskóla Íslands á árunum
1975 til 1980, en lauk ekki prófi. „Með
námi kenndi ég í stundakennslu, með-
al annars í Vörðuskóla og sótti sjó til
að afla tekna, fór meðal annars
nokkra jólatúra á togurum, þann
fyrsta á síðutogaranum Sléttbak EA
árið 1972.“
Hjörtur var lausapenni við Morg-
unblaðið 1976 til 1980 og fastráðinn
frá 1980 til 2008. Var þar ritstjóri sér-
blaðs Morgunblaðsins um sjávar-
útveg, Úr verinu, og fréttastjóri sjáv-
arútvegsmála. „Ég var eiginlega
sjálfkjörinn í þessa sérhæfingu, þar
sem ég var eini blaðamaðurinn sem
hafði migið í saltan sjó og unnið í fiski.
Það voru góð ár undir handleiðslu rit-
stjóranna Matthíasar og Styrmis.
Blaðamannafélags Íslands frá árinu
1990 og er nú formaður nefndar-
innar. Þarf höfum við fengist við
margvísleg mál og sum ansi erfið.“
Hjörtur ritaði fjórar viðtalsbækur
við sjómenn og útgerðarmenn, ævi-
sögu Soffaníasar Cecilssonar, sögu
Fiskifélags Íslands ásamt Jóni
Hjaltasyni, var einn af þýðendum
Perestrojku eftir Mikhail Gorbatsjov
og sat í ritnefnd Síldarsögu Íslands.
Hann vann fyrir Matvæla- og land-
búnaðarstofnun Sameinuðu þjóð-
anna, FAO, eitt sumar í Róm og rit-
aði greinar í innlend og erlend
tímarit um sjávarútveg.
„Árið 1996 kynnist ég núverandi
eiginkonu minni, Helgu Þórarins-
dóttur, úr Grindavík. Það var mikið
gæfuspor því hún er einstaklega góð
manneskja:
Hún Helga er heillandi kona,
ég hef aldrei séð neina svona
hennar bros er svo blítt
hennar viðmót svo hlýtt,
Hún er drottning og dís minna vona.
Hjörtur Gíslason blaðamaður – 70 ára
Fæddist ári fyrir tímann
Á Balí Hjónin að skoða dæmigert þorp heimamanna.
Hjónin Hjörtur og Helga í sjóstangaveiði frá Stykkishólmi.
Afmælisbarnið Á góðri stundu.
Til hamingju með daginn
Guðmundur Franz Jónasson
er sextugur í dag, fæddur 14.
desember 1961 í Reykjavík.
Hann ólst upp í Keflavík og
er eigandi Hótels Voga.
Hann mun halda afmælis-
veislu í dag fyrir vini og
vandamenn.
Árnað heilla