Morgunblaðið - 14.12.2021, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2021
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:00-12:30, nóg pláss - Boccia
kl.10:00 - Jólabíó kl.10:15: Four Christmases -Tálgað í tré kl.13:00 -
Jólasöngstund með Hannesi Guðrúnarsyni kl.14:00, randalínukaffi í
boði fyrir þá sem koma og hlusta -
Nánari upplýsingar í síma 411-2702 - Allir velkomnir
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Opin vinnustofa kl. 9-12.
Leikfimi m. Milan kl. 10.30. Leshringur kl. 11.15 Handavinna kl. 12-16.
Bridgehópur kl.12:30. Karlakórsæfing kl. 12:45. Hádegismatur kl.
11.30-12.30. Heitt á könnunni. Kaffisala kl. 14.45-15.30.
Allir velkomnir. Sími: 411-2600.
Boðinn : Ganga/stafganga með leiðsögn kl. 10:00. Bridge og Kanasta
kl. 13:00. Sundlaugin er opin frá kl. 13:30-16:00.
Fella og Hólakirkja Jólastund eldriborgar hefst með stund í kir-
kjunni kl. 12 í umsjá Kristínar Kristjánsdóttur djákna. Félagar úr kór
kirkjunnar syngja jólalög undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur
organista. Hlökkum til að sjá ykkur. Verið velkomin
Garðabær Poolhópur í Jónshúsi kl. 9:00. Gönguhópur fer frá
Jónshúsi kl. 10:00. Qi-Gong í Sjál kl. 9:00 jólafrí. Stólajóga kl. 11:00 í
Jónshúsi. Leikfimi í Ásgarði kl. 12:15. Boccia í Ásgarði kl. 13:10.
Smíði kl. 9:00 og 13:00 í Smiðju Kirkjuhv
Gjábakki kl. 8.30 til 11.30: Opin handavinnustofa og verkstæði.
Heilsu-Qigong er komið í jólafrí en byrjar aftur strax í janúar!
Grafarvogskirkja Þriðjudaginn 14. desember verður vetrarferð eldri
borgara í Grafarvogskirkju. Rúta fer frá Grafarvogskirkju kl. 13:00
farið verður í Fly over Iceland/Canada. Ferðin kostar kr. 6,500.-
Innifalið er rútuferð, sýningin, kaffi og kaka. Skráning er hjá
Grafarvogskirkju í síma 587 9070 Umsjón hefur Sigrún Eggertsdóttir
Hraunsel Brigdge kl. 13:00.
Korpúlfar Morgunleikfimi kl. 9:45 í Borgum , Boccia í Borgum kl.
10:00, Helgistund á vegum Grafrvogskirkju kl. 10:30 í Borgum. Leikfi-
mishópur Korpúlfa í Egilshöll kl. 11:00 í umsjón Margrétar Eiríksd.,
Spjallhópur í Borgum kl. 13. Margrét í Logy verður í Borgum kl. 13-15
í dag að selja margvíslegan fatnað. Sundleikfimi með Brynjólfi kl.
14:00 í Grafarvogssundlaug. Allir hjartanlega velkomnir.
Samfélagshúsið Vitatorgi Bútasaumshópur hittist kl. 9-12 í
handavinnustofu 2. hæð. Milli kl. 10:30-11:00 verður hópþjálfun í
setustofu 2. hæð. Bókband verður á sínum stað í smiðju milli kl.
13:00-16:30.Tónmenntaskóli Reykjavíkur kemur og spilar fyrir okkur
jólatóna kl. 14:30. Hlökkum til að sjá ykkur á Lindargötu 59.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 07.10. Kaffikrókur
kl. Pútt í Risinu kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 11.30. Karla-
kaffi í safnaðarheimilinu kl. 14.00. Örnámskeið á neðri hæð félagsh.
kl. 15.30. Á morgun miðvikudag kl. 15.00 verður aðventustund í
salnum á Skólabraut. Söngur og súkkulaði. Hvetjum fólk til að mæta
og njóta samverunnar í aðdraganda jólanna.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
Verð kr. 6.500
Stærð 6 - 24
netverslun www.gina.is
Sími 588 8050.
- vertu vinur
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
✝
Sigmundur
Tómasson
fæddist í Reykjavík
13. janúar 1940.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Eiri
2. desember 2021.
Foreldrar hans
voru Tómas Magn-
ússon, f. 10.2. 1897,
d. 29.5. 1975, og Ól-
ína Eyjólfsdóttir, f.
15.12. 1902, d. 8.9.
1981.
Simmi, eins og hann var kall-
aður, var áttundi í röðinni af níu
systkinum sem öll eru látin nema
yngsta systirin, Sigríður Magn-
ea.
Simmi var stóran hluta af
barnæsku sinni í sumardvöl á
arsson, börn þeirra eru Alex-
andra Rós, f. 2016, og Ómar
Mikael, f. 2019. b) Sveinn Atli, f.
1995, sambýliskona Amalía Ósk
Sigurðardóttir. 3) Tómas Jón, f.
11.5. 1977, kvæntur Ingu Dóru
Björnsdóttur, f. 8.7. 1983. Börn
þeirra eru: a) Sigmundur Nói, f.
2001. b) Benedikt Snær, f. 2004.
c) Óskar Tumi, f. 2008.
Simmi lærði trésmíði við Iðn-
skólann í Reykjavík og starfaði
við það á fyrri hluta starfsævinn-
ar, síðar starfaði hann við eft-
irlitsstörf hjá Gúmmíbátaþjón-
ustunni í Reykjavík.
Simmi var Valsari og var for-
maður skíðadeildar Vals í nokk-
ur ár. Simmi var einnig félagi í
Kiwanisklúbbnum Elliða í 47 ár
og gegndi margvíslegum störf-
um innan hreyfingarinnar.
Sigmundur verður jarðsung-
inn frá Grafarvogskirkju í dag,
14. desember 2021, klukkan 13.
Streymt verður frá útförinni:
http://mbl.is/go/gabjv
www.mbl.is/andlat
Selkoti undir Eyja-
fjöllum.
Sigmundur
kvæntist 28.5. 1966
Önnu Sigríði Ólafs-
dóttur Jensen, f.
18.12. 1944. For-
eldrar hennar voru
Ólafur Jónsson, f.
2.12. 1923, d. 1.1.
2013, og Jóhanna
Margrét Jóhannes-
dóttir, f. 28.2. 1921,
d. 8.6. 1972. Börn þeirra eru: 1)
Ólafur, f. 10.9. 1965, börn hans
eru a) Alexander, f. 2000, b)
Tanja Ósk, f. 2003. 2) Margrét, f.
23.2. 1969, gift Árna Viðari
Sveinssyni, f. 24.12. 1957, börn
þeirra eru: a) Anna Sigríður, f.
1990, sambýlismaður Sævar Óm-
Það er eitthvað mjög óraun-
verulegt að sitja og skrifa minnig-
argrein um pabba sinn.
Ég var mjög heppinn að hafa
getað eytt miklum tíma með
pabba. Ég vann með honum mörg
sumur í Gúmmó. Þar lærði maður
að vinna. Pabbi var með eindæm-
um vandvirkur og það voru ekki
til nein vandamál, bara lausnir.
Mínar bestu minningar af mér
og pabba eru úr sumarferðunum
með Kiwanis sem við fórum í þeg-
ar ég var krakki, þar var mikið
fjör. Pabbi var meðlimur í Kiw-
anis í 47ár.
Ferðirnar okkar um verslunar-
mannahelgar í Neðri-Dal þar sem
öll fjölskyldan kom saman koma
líka í hugann. Við fórum nokkrum
sinnum til útlanda saman og þá
minnist ég mest ferðarinnar til
Kaliforníu með mömmu, Ingu og
strákunum og svo þegar við
mættum óvænt til Kanarí 2019 til
að halda upp á 80 ára afmælið
hans pabba, hann hafði mikið
gaman af því að fá okkur öll þang-
að.
Pabbi var harður Valsari og
fylgdist vel með fótboltanum.
Stærsta afrekið hans pabba var að
eignast barn á stofndegi Vals, 11.
maí. Því miður fyrir hann þá er ég
KR-ingur því pabbi, þessi mikli
Valsari, byggði hús fjölskyldunnar
nánast ofan í KR-vellinum.
Mamma og pabbi fylgdu mér í
gegnum íþróttirnar og komu á
flesta leiki sem ég spilaði, þau
fylgdu barnabörnunum sínum líka
í gegnum þeirra íþróttir og áhuga-
mál. Pabbi lét veikindi sín ekki
stoppa sig í að mæta á leiki eða
tónleika eða hvað það sem krakk-
arnir tóku sér fyrir hendur. Eftir
að hann var komin inn á Eir þá
voru strákarnir mínir duglegir að
sýna honum myndir og myndbönd
af leikjum og æfingum svo hann
gæti haldið áfram að fylgjast með
þeim.
Elsku pabbi, ég sakna þín mik-
ið, ég veit að það er búið að taka vel
á móti þér.
Takk fyrir allt,
Þinn sonur
Tómas Jón.
Ó, elsku pabbi, ég enn þá er
aðeins barn, sem vill fylgja þér.
Þú heldur í höndina mína.
Til starfanna gekkstu með glaðri lund,
þú gleymdir ei skyldunum eina stund,
að annast um ástvini þína.
Þú farinn ert þangað á undan inn.
Á eftir komum við, pabbi minn.
Það huggar á harmastundum.
Þótt hjörtun titri af trega og þrá,
við trúum, að þig við hittum þá
í alsælu á grónum grundum.
Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt,
um þrautir og baráttu ræddir fátt
og kveiðst ekki komandi degi.
(Hugrún)
Elsku pabbi minn, þú sem alltaf
varst til staðar fyrir okkur.
Góða ferð í draumalandið.
Þín dóttir
Margrét.
Elsku tengdapabbi minn Sig-
mundur lést 2. desember eftir erfið
veikindi.
Eftir standa minningar um ynd-
islegan, þrjóskan, skemmtilegan og
hlýjan mann sem elskaði fjölskyld-
una sína framar öllu.
Þegar við Tommi áttum von á
elsta syni okkar þá kom ekkert ann-
að nafn til greina en Sigmundur á
barnið. Hann nafni minn, eins og
Simmi kallaði Simma Nóa, alla tíð.
Við bjuggum fyrsta árið hans
Simma Nóa heima hjá Önnu og
Simma og Simmi eldri fór varla út í
búð nema að kaupa eitthvað handa
litla prinsinum. Síðar bættust Benni
og Óskar Tumi í hópinn, janúarbörn
eins og afi sinn og voru því afmæl-
isgjafirnar hans.
Strákarnir mínir eiga allir ynd-
islegar minningar af afa sínum. Afa
með endalausa þolinmæði og þvílíkt
jafnaðargeð. Afa sem mætti meðan
heilsan leyfði á öll íþróttamót, allar
skólaskemmtanir og var með á nót-
unum hvað þeir voru að gera í lífinu.
Hann var svo stoltur af strákunum
sínum.
Árið 2013 fórum við fjölskyldan í
þriggja vikna ferð til Bandaríkjanna
að heimsækja Lóu stóru systir hans
Simma og hennar fólk. Anna og
Simmi komu með okkur og við átt-
um yndislegar stundir saman. Þeg-
ar kom að heimferðinni þá föðmuð-
ust þau systkini lengi vitandi að þau
myndu líklega ekki hittast aftur
hérna megin.
Simmi var mikill fjölskyldumaður
og naut sín allra best með allan hóp-
inn sinn hjá sér. Hann var klettur-
inn þegar örlögin ætluðu okkur erf-
iðari leiðir í lífinu og gladdist manna
mest yfir öllum okkar sigrum.
Simmi reyndist mér alla tíð ein-
staklega vel. Söknuðurinn er mikill
og þetta er svo sárt. Sumarlandið
bíður okkar allra, ég treysti því að
vel hafi verið tekið á móti honum
þar.
Elsku Simmi minn, takk fyrir
mig.
Betri fyrirmynd í gegnum lífið er
ekki hægt að finna.
Þín
Inga.
Sigmundur
Tómasson
- Fleiri minningargreinar
um Sigmund Tómasson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝
Ingólfur Jón-
asson fæddist í
Koti í Svarfaðardal
14. janúar 1943.
Hann lést á heimili
sínu á Dalvík 4. des-
ember 2021.
Foreldrar hans
voru Guðrún Magn-
úsdóttir, f. 30. nóv-
ember 1908, d. 18.
september 1984, og
Jónas Þorleifsson, f.
2. september 1911, d. 19. sept-
ember 1985, bændur í Koti í Svarf-
aðardal.
Ingólfur var fæddur fyrir miðju
í sjö systkina hópi. Systkini hans
eru Sveinfríður, f. 9. maí 1936, Er-
lingur, f. 11. desember 1937, Jón-
ína Þórdís, f. 8. ágúst 1939, Hall-
dór, f. 8. apríl 1946, Friðrikka
Elín, f. 27. mars 1949, og Magnús
Þorsteinn, f. 26. júní 1951.
Ingólfur kvæntist 31. desember
1978 Guðrúnu Ingvadóttur, f. 12.
Ingólfur ólst upp í Koti fremst í
Svarfaðardal í stórri fjölskyldu.
Fyrstu fjórtán árin hans bjuggu
þau í torfbæ en fluttu svo inn í
steinsteypt hús sem þau byggðu.
Formleg skólaganga var stutt og
Ingólfur byrjaði snemma að létta
undir með foreldrum sínum við bú-
störfin. Hann sótti vinnu til Dalvik-
ur, vann í sláturhúsi KEA á haustin
og vann lengi í gluggaverksmiðju
sem þar var starfrækt. Ingólfur fór
á vertíð suður til Keflavíkur í
nokkur skipti, tók svo meirapróf
og vann töluvert við akstur flutn-
inga- og vörubíla eftir það. Ing-
ólfur og Guðrún hófu búskap í
Syðra Garðshorni í Svarfaðardal
árið 1977 en fluttu svo til Dalvíkur
þar sem þau bjuggu alla tíð. Ing-
ólfur vann við löndun eftir að börn-
in fæddust og endaði síðan starfs-
ævina sem starfsmaður Hitaveitu
Dalvíkur síðustu fimmtán árin.
Útför Ingólfs fer fram frá Dal-
víkurkirkju í dag, 14. desember
2021, klukkan 13.30.
Hlekkir á streymi:
https://youtu.be/omZdX7Aug4I
https://mbl.is/andlat
september 1956.
Foreldrar hennar
eru Helga Þórs-
dóttir, f. 27. apríl
1927, d. 13. ágúst
2008, og Ingvi Krist-
inn Baldvinsson, f. 7.
október 1934.
Börn Ingólfs og
Guðrúnar eru: 1)
Helga Íris, f. 20. apr-
íl 1978. Eiginmaður
hennar er Helgi Ein-
arsson, f. 8. ágúst 1983. Barn
hennar með Helga Magnúsi Valdi-
marssyni er Hugi Baldvin, f. 28.
september 2004. Börn Helgu og
Helga eru Eyrún Hekla, f. 30.
mars 2010, Ingólfur Oddi, f. 12.
janúar 2012, og Edda Sóley, f. 20.
júní 2017. 2) Ingibjörg Ösp, f. 15.
apríl 1980. 3) Jónas Rúnar, f. 29.
mars 1987. Eiginkona hans er
Bergljót Halla Kristjánsdóttir, f.
19. apríl 1989. Dóttir þeirra er
Elsa Guðrún, f. 28. febrúar 2020.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um huga minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Takk fyrir samfylgdina elsku
Ingólfur minn og hún Gaua þín
mun passa upp á alla gullmolana
sem við áttum saman og ég veit þú
gerir það líka.
Þín
Guðrún.
Mig langar til þess að minnast
tengdaföður míns í nokkrum orð-
um. Ingólfur var vandaður, góður
og skemmtilegur maður. Hann
var einstakur afi og með eindæm-
um þolinmóður, það sem hann
nennti að bralla með barnabörn-
unum. Þau nutu þess að leita til
afa og ömmu í Skógarhóla, en þar
fengu þau auðvitað að gera allt
það sem þau vildu, smíða í bíl-
skúrnum, leika í garðinum og hvað
eina. Það sem amma og afi hafa
passað blessuð börnin mín mikið,
en alltaf var það sjálfsagt og ég
veit að allir nutu þess að vera sam-
an. Ef langt leið á milli heimsókna
þá hafði hann áhuga á að vita hvar
þau væru og hvað þau væru að
bralla. Í uppáhaldi hjá þeim var að
fá afasúkkulaði, sem var nú einfalt
suðusúkkulaði eða ís, en Ingólfi
fannst ís nú vera fínasta máltíð.
Hann var duglegur, mikill
snyrtipinni og fór vel með hlutina
og sást það m.a. á garðinum, bíln-
um og öllu viðhaldi. Ekki leist hon-
um nú alltaf vel á rólegheitin hjá
okkur þegar hann kom í heimsókn
og aðkoman kannski illa mokuð á
veturna og hvað þá þegar grasið
var ekki vel slegið á sumrin. Þá
vissi ég að maður þyrfti að standa
sig betur. Fyrir fimm árum fórum
við, stórfjölskyldan, saman til
Barcelona í tilefni 60 ára afmælis
Guðrúnar. Sú ferð skapaði margar
minningar hjá okkur öllum sem
við munum aldrei gleyma.
Í dag kveð ég Ingólf með trega
en þakklæti fyrir allt sem hann
hefur gert fyrir okkur og börnin
mín.
Helgi Einarsson.
Elsku besti afi Ingólfur
Takk fyrir allt. Við eigum eftir
að sakna þín svo mikið því þú varst
frábær afi og einn af bestu vinum
okkar allra. Það var svo gott að sjá
þig og heimsækja af því þú varst
alltaf jafn glaður að sjá okkur, al-
veg sama hvernig við létum, hvað
við sögðum eða hvernig okkur leið.
Við fórum saman í göngutúra,
unnum eitthvað úti eða í bílskúrn-
um, horfðum saman á sjónvarpið,
fengum okkur ís eða suðusúkku-
laði og spjölluðum endalaust. Við
fengum líka alltaf að brasa með
þér í garðinum á sumrin; vökva,
slá, klippa, tína orma, keyra trak-
torinn (í óþökk mömmu) og taka
upp kartöflur. Á veturna fengum
við að vera með þér að moka snjó,
sanda, skafa og gefa fuglunum
sem þér þótti svo rosalega vænt
um.
Þegar við fengum að gista hjá
ykkur ömmu eða þegar þið voruð
að passa okkur þá var alltaf partí
og þið gerðuð allt fyrir okkur. Þið
buðuð okkur líka á nánast hverju
sumri með ykkur í bústaðarferðir
sem voru alltaf mjög skemmtileg-
ar, spennandi og fræðandi. Við
vorum mjög spennt fyrir hverjum
degi í þessum ferðum.
Elsku afi Ingólfur. Þú varst
okkar besti maður. Hvetjandi,
skemmtilegur og umfram allt hlýr
og góður karl. Við munum alltaf
minnast þín með endalausri hlýju
og gleði í hjarta.
Hugi Baldvin, Eyrún Hekla,
Ingólfur Oddi og Edda Sóley.
Ingólfur Jónasson