Morgunblaðið - 14.12.2021, Blaðsíða 21
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2021
Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes
www.gaeludyr.is
Ekki láta gæludýrið
fara í jólaköttinn
„ÞÚ GETUR EKKI HÆTT NÚNA. EKKI
ÁÐUR EN VIÐ ERUM BÚIN AÐ ÞJÁLFA
EFTIRMANN ÞINN.“
„EKKI REYNA AÐ LAUMAST FRAMHJÁ,
HERRA MINN.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... sæludraumur.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
TOMMI DATT AFTUR
Í BRUNNINN!
GERIST
VIKULEGA
TOMMI! ÞÚ MÁTT
EKKI FARA ÚT!
LOKSINS!
EINMITT, GÓÐI! MÁTTI REYNA!
FLAUT
Þetta var fyrsta limran til hennar
en nú á hún nokkur hundruð slíkar.
Með Helgu minni fylgdi yndisleg
fjölskylda, börn hennar þrjú, barna-
börnin eru orðin 10 og langömmu-
börnin þrjú. Við Helga höfum notið
lífsins saman, notið þess að fara í
gönguferðir í kringum Grindavík og
víða um land og áttum góð en erfið
sumur sem staðarhaldarar í Kerling-
arfjöllum. Við höfum einnig ferðast
mikið til útlanda, meðal annars til sól-
arlanda, Spánar og Kanaríeyja og
eigum að baki tvær ferðir til Balí,
sem eru ógleymanlegar. Fram undan
hjá okkur eru fleiri ferðalög í sólina.
Kuldinn og gigtin fara illa í okkur.
Við vonumst til að eiga mörg góð ár
eftir þó að aldurinn sé farinn að
færast yfir okkur.“
Fjölskylda
Eiginkona Hjartar er Helga Þór-
arinsdóttir, f. 1.10. 1952, húsfreyja.
Þau búa á Höskuldarvöllum 17 í
Grindavík. Foreldrar Helgu eru
hjónin Þórarinn Ingibergur Ólafsson
skipstjóri, f. 24.8. 1926, d. 4.8. 2009,
og Guðveig S. Sigurðardóttir hús-
freyja, f. 9.12. 1931, d. 17.6. 2020.
Fyrri eiginkona Hjartar er Jóhanna
Margrét Einarsdóttir, f. 15.11. 1959.
Sonur Hjartar með Guðrúnu Guð-
mundsdóttur, f. 20.8. 1954, 9.3. 2019,
er 1) Sveinn Viðar, f. 26.2. 1974. Son-
ur Hjartar með Jóhönnu Margréti er
2) Jón Einar, f. 17.12. 1985, grafískur
hönnuður.
Systkini Hjartar: Arnfríður Gísla-
dóttir hjúkrunarfræðingur, f. 21.5.
1953, María Gísladóttir bókmennta-
fræðingur, f. 15.12. 1954, Soffía Gísla-
dóttir bankastarfsmaður, f. 26.10.
1956, Guðrún Gísladóttir kennari, f.
26.5. 1960, Ingibjörg Gísladóttir
verslunarmaður, f. 17.5. 1961, Jón
Gíslason, kennari og sjómaður, f.
26.4. 1965, d. 8.3. 2015. Foreldrar
Hjartar eru Hervör Ásgrímsdóttir
húsfreyja, f. 29.6. 1929, d. 29.10. 1971,
og Gísli Jónsson, f. 14.9. 1925, d.
26.11. 2001. Þau bjuggu á Akureyri.
Hjörtur Gíslason
Margrét Sigurðardóttir
húsfreyja á Grenivík og síðar hjú
á Lómatjörn í Grýtubakkahreppi
Guðmundur Jónasson
vinnumaður og síðar bóndi í
Pálsgerði í Grýtubakkahreppi
María Guðmundsdóttir
húsfreyja á Akureyri
Ásgrímur Pétursson
yfirfiskimatsmaður á Akureyri
Hervör Ásgrímsdóttir
húsfreyja á Akureyri
Guðrún Þorsteinsdóttir
húsfreyja á Grund
Pétur Frímann Jónsson
bóndi á Grund í Svínadal, A-Hún.
Soffía Jónsdóttir
húsfreyja á Urðum
Sigurhjörtur Jóhannesson
símavörður og bóndi
á Urðum í Svarfaðardal
Arnfríður Anna Sigurhjartardóttir
húsfreyja á Hofi
Jón Gíslason
bóndi á Hofi í Svarfaðardal
Ingibjörg Aðalrós Þórðardóttir
húsfreyja á Hofi
Gísli Jónsson
bóndi á Hofi í Svarfaðardal
Ætt Hjartar Gíslasonar
Gísli Jónsson
menntaskólakennari á Akureyri
Guðni Ágústsson framsendi til
mín póst frá Guðjóni Ragnari
Jónassyni þar sem efniviðurinn var:
„Vísan“:
„Magnús Magnússon prestur á
Hvammstanga hafði ráðið séra
Hjálmar Jónsson til að flytja hug-
vekju á aðventuhátíð í kirkjunni á
Hvammstanga. Nú gerðist það að
Hjálmar forfallaðist og Guðni
Ágústsson frá Brúnastöðum hljóp í
skarðið. Hjálmar hvatti séra Magn-
ús til að ráða Guðna í sinn stað og
sendi honum þessa frægu vísu um
hæfileika þess síðarnefnda sem
ræðumanns:
Það sem Guðni gerir best
gleður þjóðarmúginn.
En þar fór efni í afbragðsprest
algjörlega í súginn.
Guðni féllst á að fara en bað
Hjálmar veita sér kraft og styrk
með góðri vísu. Rétt áður en hann
steig í predikunarstólinn barst hon-
um þessi hvatningarvísa frá séra
Hjálmari.
Á aðventuhátíð í huganum dvel
í Húnaþing sendi ég kveðju til gamans.
Þú ert prúðasti drengur sem predikar
vel
og prestlegri en Magnús og ég til
samans.“
Dagbjartur Dagbjartsson skrif-
ar: „Stundum kemur upp þetta
óöryggi hver hafi ort hvað. Reynd-
ar skiptir það kannski ekki svo
miklu máli þegar upp er staðið því
ekki eru nú STEF-gjöldin sem gera
mann feitan jafnvel þótt ein-
hverjum verði það á að hafa yfir
vísu sem maður gæti kannski hafa
ort. Ja eða að minnsta kosti dottið í
hug. Svo er vísan náttúrlega þjóð-
areign. Þar með lýsi ég yfir:
Allt sem kemur upp úr þér
og er í fjórum línum
er þjóðareign og þar með er
þetta ein af mínum.“
Guðmundur Arnfinnsson yrkir
limru um nef:
Tröllvaxið nef, sem á Tótu er,
við tær hennar strýkst, en sem betur
fer,
þá leigði hún kellu
með kraftadellu,
sem kippti því upp á herðar sér.
Benedikt Jóhannsson yrkir:
Á þingi menn pískra og plotta
í púltinu hrekkir forn skotta.
Sumir óbreyttir
eru vel þreyttir
og duga helst til þess að dotta.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vísan flýgur
landshorna milli