Morgunblaðið - 14.12.2021, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.12.2021, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2021 Aðdráttarafl Ferðamenn gera sér gjarnan ferð upp á Þúfuna á Norðurgarði, listaverk Ólafar Nordal. Vinsælt myndefni allt árið um kring, í myrkasta skammdeginu eða á miðju sumri. Eggert Sjálfstæðisflokk- urinn er byggður á skýrri stefnu um frelsi einstaklings- ins. Forræðis- hyggja er andstæða hennar. Ég trúi því að nú verði að hverfa af braut for- ræðishyggju í borg- armálunum. Mikil tæknibylting er að verða í samgöngumálum. Við eig- um að nýta hana til fulls og greiða fyrir umferðinni í stað þess að þrengja að henni. Ekki breyta ferðahegðun fólks með þreng- ingum heldur með því að bæta valkostina sem fólkið hefur til að komast á milli staða. Þess vegna þarf að endurskoða útfærslu borgarlínu í borginni. Og þess vegna þarf að koma Sundabraut á kortið í sumar að afloknum borg- arstjórnarkosningum. Og einmitt þess vegna þarf að fækka hættu- legum ljósastýrðum gatnamótum en núverandi ástand hefur tafið þær framfarir í 10 ár. Þak yfir höfuðið Strax næsta vor þarf að skipu- leggja nýtt og hagstætt bygging- arland. Innviðir í Úlfarsárdal nýt- ast vel í uppbyggingu þúsunda íbúða. Keldnalandið er risastórt tækifæri upp á milljón fermetra fyrir stofnanir, fyrirtæki og fjöl- skyldur. Með upp- byggingu við Keldur tökum við stórt stökk sem höfuðborg. Hús- næðiskrísan í borg- inni er bein afleiðing af skömmtunarstefnu í lóðamálum. Hana eigum við að leysa á nýja árinu. Að vinna með fólki Sjálfstæðismenn eiga að vinna með fólki. Lækka álögur á fólk og fyrirtæki. Vinna með rekstrar- aðilum í Reykjavík, hvort sem er um að ræða nýsköpunarfyrirtæki eða verslunarmenn á Laugavegi. Þeir sem skapa störf og þjónustu vita best hvað þarf. Ég trúi því að borgarfulltrúar hafi aðeins einn starfa: Að þjóna fólkinu í borg- inni. Við þurfum breytingar í vor þar sem sjálfstæðisstefnan víkur forræðishyggjunni burt. Skýr stefna um breytingar á slíkum grunni er forsenda þess að vel takist. Eftir Eyþór Arnalds » Við þurfum breytingar í vor þar sem sjálfstæðis- stefnan víkur forræð- ishyggjunni burt. Eyþór Arnalds Höfundur er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Sjálfstæðisstefnan í borginni Frammi fyrir næstu eldgosum í jökulþöktu eldfjöllunum okkar eru flóðavarnir mikilvægar. Vatnsflóð verða líka vegna mikillar skyndiúr- komu, leysinga, jökul- hlaupa úr lónum og jarð- hitakerfum undir ís og fleiri orsaka. Þessu til viðbótar er það eðli jök- ulfljóta að flæmast und- an upphleðslu eigin framburðar og þá geta þau valdið land- broti. Landgræðsla ríkisins hefur það hlutverk, samkvæmt lögum, að draga úr eða koma í veg fyrir landbrot og annað tjón á landi eða mannvirkjum af völdum fallvatna, með fyrirhleðslum, varnargörðum eða bakkavörnum. Flóðavarnir við stórfljót landsins eru fyrirferðarmestu framkvæmdir við varnir gegn landbroti. Við Markarfljót eru t.d. 40 varnargarðar sem eru sam- anlagt um 40 km langir. Landgræðslan á samstarf við Vegagerðina um varnir gegn niðurbroti gróðurlendis og til varnar samgöngumannvirkjum, svo sem vegum og brúm, og geta stofn- anirnar skipt með sér kostnaði. Allar stærri framkvæmdir eru unnar eftir útboð. Landgræðslunni er heimilt að styrkja minni framkvæmdir sem ætl- aðar eru til að vernda mannvirki eða land í einkaeign. Mörg verkefni Á hverju ári hafa margir tugir slíkra umsókna borist. Undanfarin 10 ár hef- ur fjárveiting til landbrots af völdum fallvatna samt haldist óbreytt um 70 milljónir króna á ári. Að- kallandi verkefni eru við vatnsföll víða um land auk þess sem brýnu viðhaldi eldri varnargarða verður að sinna. Á það hefur skort undanfarin ár. Ekki er unnt að verða við nema hluta þeirra beiðna sem berast um margvíslegar aðgerðir. Við forgangs- röðun verkefna er lögð áhersla á varnaraðgerðir þar sem ræktuðu landi, byggingum eða öðrum mannvirkjum stafar hætta af ágangi straumvatna. Meðal stærstu og þýðingarmestu verkefna eru viðhald og viðbætur við flóðavarnir við Markarfljót, Héraðsvötn, Skaftá, Kúðafljót og vatnsföll í Öræfum og á Mýrum eystra, ásamt í Hornafirði, Jökulsá á Fjöllum og Jökulsá í Lóni. Þegar kemur að mati á mikilvægi verk- efna í flóðavörnum ber að hafa hliðsjón af áhættumati vatnsflóða sem unnið er á Veðurstofu Íslands. Jökulhlaup og loftslagsbreytingar Jökulhlaup geta verið lítil og með- alstór, með rennsli líkt og þrjár til fimmtán Ölfusár í meðalrennsli. Þau geta orðið stór eða mjög stór, 15- til 70- falt rennsli Ölfusár. Nú sýna stórar eldstöðvar á borð við Kötlu, Bárð- arbungu og Öræfajökul merki þess að kvika safnist til þeirra. Grímsvötn, virkasta megineldstöð landsins, eru kunn að jökulhlaupum, eins og því ný- liðna. Katla er með hættulegri eld- stöðvum landsins. Nú er nýbúið að reisa nýjan varnargarð alllangt vestan við Höfðabrekku. Hann er nær Vík en sá minni og austari. Nokkrar byggðir landsins eru í sérstakri hættu vegna ágangs árkvísla og flóða í stórám. Má þar t.d. nefna Landeyjar, Álftaver, land við Hvítá í Árnessýslu og í Keldu- hverfi, allt byggðir við jökulár. Einnig land og byggðir við dragár á borð við Stóru-Laxá eða Fnjóská þurfa á bætt- um flóðavörnum að halda. Verk að vinna Loftslagsbreytingar og reynsla af skyndilegum vatnavöxtum vegna auk- innar skammtímaúrkomu, og í kjölfar aukins rennslis frá minnkandi jöklum, valda áhyggjum samhliða skorti á fé til viðhalds og endurnýjunar flóðavarna. Bættar varnir gegn náttúruvá eru ákaflega mikilvægur samfélagsþáttur á Íslandi vegna náttúrufarsins. Það er nauðsynlegt að vinna endurgreiningu á stöðu í málaflokknum með fullri sam- vinnu við Landgræðsluna. Ég talaði fyrir, og fagna, nýja varnargarðinum hjá Vík. Lagði einnig þrisvar fram þingsályktunartillögu um endurskoðun flóðavarna en hún náði ekki afgreiðslu. Tel brýnt að það gerist fyrr en síðar. Skora á stjórnarflokkana að taka hana upp á sína arma. Eftir Ara Trausta Guðmundsson » Loftslagsbreytingar og reynsla af skyndi- legum vatnavöxtum vegna aukinnar úrkomu, og í kjölfar aukins rennslis frá minnkandi jöklum, valda áhyggjum. Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er jarðvísindamaður. Brýnar flóðavarnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.