Morgunblaðið - 14.12.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2021
TIL SÖLU/LEIGU
Völuteigur 17, 270 Mosfellsbæ
Stærð: 2.092,2 m²
Gerð: Iðnaðarhúsnæði
Verð: 430.000.000
Bergsveinn
S. 863 5868
Sigurður J. Helgi Már
S. 897 7086
Magnús
S. 861 0511
Ólafur
S. 824 6703
Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is - Sími 534 1020
Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði
Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is
Húsnæðið skiptist í 1.200 m² vinnusal með mikilli lofthæð
með öflugu loftræstikerfi. Innangengt er úr vinnusal í 736
m² vörugeymslu með mikilli lofthæð og tveimur háum
innkeyrsluhurðum. Salerni og starfsmannaaðstaða er
á jarðhæð við hlið aðalinngangs. Skrifstofa er á 2. hæð
sem er skráð 143,1 m² og er nýstandsett að miklu leyti og
skiptist í opið rými, 5 lokaðar skrifstofur, kaffiaðstöðu og
Wc. Parket á gólfum í skrifstofuhluta.
Gott malbikað athafnasvæði er við húsið með góðri
aðkomu s.s. fyrir stór tæki, bíla og gáma.
Laust frá 1. febrúar 2022
Nánari upplýsingar um eignina veitir
Helgi Már Karlsson löggiltur fasteignasali
og leigumiðlari í s. 897 7086 helgi@jofur.is
Siðanefnd Háskóla Íslands mun
taka fyrir mál rithöfundarins Berg-
sveins Birgissonar en hann hefur
sakað Ásgeir Jónsson seðlabanka-
stjóra um ritstuld. Skúli Skúlason,
formaður siðanefndar, segir að
nefndin muni nú afla nauðsynlegra
gagna til þess að hún geti komist að
niðurstöðu. Hann segir allan gang
vera á því hversu langan tíma það
taki nefndina að veita álit sitt og
ekki sé búið að ákveða tímasetn-
ingu næsta fundar.
Gjörólíkar bækur
Ásgeir segir það gott að nefndin
taki málið fyrir og hann vinni nú að
því að útskýra sína hlið málsins. Þá
segist hann einnig vera byrjaður á
að lesa bók Bergsveins Leitin að
svarta víkingnum.
Inntur eftir viðbrögðum um bók
Bergsveins segist Ásgeir ítreka að
um sé að ræða gjörólíkar bækur
með ólíkar niðurstöður. „Ég held
að allir sem hafa lesið bókina sjái
það,“ segir Ásgeir en bókin Eyjan
hans Ingólfs kom út fyrir stuttu.
Spurður hvort hann geri athuga-
semd við það að siðanefnd HÍ taki
málið fyrir þegar hvorki Ásgeir né
Bergsveinn starfa fyrir skólann
segir Ásgeir það vera athyglisverða
spurningu en hann vill ekki tjá sig
um það að öðru leyti. Hann ítrekar
að bók hans sé ekki hugsuð sem
fræðirit heldur bók fyrir almenn-
ing. urdur@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Háskóli Bergsveinn hefur kært meintan ritstuld Ásgeirs til siðanefndar.
Siðanefnd tekur fyr-
ir meintan ritstuld
- Gefa sér tíma til að afla gagna
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sveitarfélögum landsins fækkar um
sex eftir sveitarstjórnarkosningar á
vori komanda, ef íbúar viðkomandi
sveitarfélaga samþykkja samein-
ingu. Stykkishólmsbær og Helga-
fellssveit eru meðal þeirra svæða
sem stefna að sameiningu. Þar var
skráð saga misheppnaðrar samein-
ingar á árunum 1994 og 1995.
Íbúar Skútustaðahrepps og Þing-
eyjarsveitar hafa samþykkt samein-
ingu og tekur hún gildi við sveitar-
stjórnarkosningar. Á þremur
svæðum verða greidd atkvæði um
miðjan febrúar en óákveðið er hve-
nær kosið verður á því fjórða.
Skrautleg saga
Nú hafa Stykkishólmsbær og
Helgafellssveit tekið upp formlegar
sameiningarviðræður og skipað í
samstarfsnefnd. Þar er stefnt að at-
kvæðagreiðslu í mars.
Íbúar Helgafellssveitar og
Stykkishólmsbæjar samþykktu í at-
kvæðagreiðslu 16. apríl 1994 að sam-
einast og bæjarstjórn var kjörin í
kjölfarið. Sú kosning var úrskurðuð
ógild vegna formsatriða, sameining
hafði verið auglýst eftir að framboðs-
frestur rann út. Kosið var að nýju en
sú atkvæðagreiðsla var einnig úr-
skurðuð ógild þar sem upphafleg at-
kvæðagreiðsla um sameiningu var
úrskurðuð ógild vegna þess að
atkvæðaseðlarnir þóttu of þunnir.
Lögmaður íbúa í Helgafellssveit sem
var á móti sameiningu fór með málið
alla leið í Hæstarétt og hafði þar sig-
ur. Í endurteknum sameiningar-
kosningum í apríl 1995 féll samein-
ing á jöfnum atkvæðum í
Helgafellssveit, 25 greiddu atkvæði
með og jafnmargir á móti. Í fram-
haldi af því þurfti að kjósa að nýju í
bæjarstjórn og hreppsnefnd og kom-
ust forystumenn hjá því að efna til
fimmtu kosninganna með því að ein-
um lista var stillt upp í hvoru sveitar-
félagi og voru þeir sjálfkjörnir.
Þar fyrir utan hafa íbúar greitt at-
kvæði um stóra sameiningu á Snæ-
fellsnesi en sú hugmynd var felld.
Jakob Björgvin Jakobsson, bæjar-
stjóri í Stykkishólmi, segir að ferlið
nú hafi hafist með samtölum hans og
oddvita Helgafellssveitar.
Það er talið auðvelda sameiningu
að allir helstu málaflokkar eru rekn-
ir sameiginlega, það er að segja að
Helgafellssveit kaupir þjónustu
grunnskóla, leikskóla, tónlistarskóla,
slökkviliðs og stjórnsýslu skipulags-
og byggingarmála og félagsmála af
Stykkishólmsbæ. Einnig er horft til
hvatningar ríkisins um fækkun
sveitarfélaga og 600 milljóna sam-
einingarframlags úr Jöfnunarsjóði
sem þessi sveitarfélög eiga kost á.
Fernar kosningar
ógiltar í fyrri tilraun
- Helgafellssveit og Stykkishólmsbær taka upp þráðinn á ný
Atkvæðagreiðslur um sameiningu
sveitarfélaga í febrúar og mars 2022
Íbúafjöldi
Sveitarfélagið Skagafjörður 4.084
Akrahreppur 210
Samtals 4.294
Snæfellsbær 1.679
Eyja- og Miklaholtshreppur 119
Samtals 1.798
Blönduósbær 950
Húnavatnshreppur 372
Samtals 1.322
Stykkishólmsbær 1.196
Helgafellssveit 66
Samtals 1.262 Langanesbyggð 504
Svalbarðshreppur 94
Samtals 598