Morgunblaðið - 14.12.2021, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.12.2021, Blaðsíða 23
ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2021 Í vikunni munu meðlimir í samtökum íþróttafréttamanna skila inn sínum atkvæðum í kjör- inu á íþróttamanni ársins og liði ársins. Þegar líða fór á sumarið fór maður að velta fyrir sér kjörinu eins og gengur og gerist en árið í ár, og auðvitað í fyrra, hefur ver- ið afar krefjandi fyrir íslenskt íþróttafólk vegna kórónuveiru- faraldursins. Þrátt fyrir það eigum við íþróttafólk í fremstu röð í mörg- um greinum og Kristín Þórhalls- dóttir blandaði sér af alvöru í umræðuna um íþróttamann árs- ins um nýliðna helgi þegar hún varð Evrópumeistari í þríþraut, fyrst Íslendinga, í Västerås í Sví- þjóð en hún setti einnig tvö Evr- ópumet á mótinu og fjögur Ís- landsmet. Það verður einnig verðugt verkefni að útnefna lið ársins enda nokkur sem koma til greina. Kvennalið KA/Þórs í handknattleik vann allt sem hægt var að vinna á árinu, karla- lið Reykjavíkurvíkinga í knatt- spyrnu unnu tvöfalt í fyrsta sinn í sögu félagsins og þá varð karla- lið Vals í handknattleik Íslands- og bikarmeistari á árinu. Svo má auðvitað ekki gleyma íslenska kvennalandsliðinu í hóp- fimleikum sem varð Evrópu- meistari á dögunum í fyrsta sinn í níu ár. Þrátt fyrir erfitt ár, þar sem stjórnmálamenn hafa ekki beint staðið með íslensku íþróttalífi, eru íþróttir á Íslandi í miklum blóma, sem er mikið fagnaðar- efni. Svo bíðum við bara spennt eftir því að kommentakerfin fari á fullt á vefsíðum fréttamiðlanna þegar valið hefur verið tilkynnt. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is NOREGUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Alfons Sampsted varð á sunnudaginn fimmti Ís- lendingurinn í sögunni til að verða norskur meistari í knattspyrnu oftar en einu sinni á ferl- inum. Hann lauk þá sínu öðru tímabili með Bodö/ Glimt og í bæði skiptin hefur landsliðsbakvörð- urinn unnið meistaratitilinn með liðinu. Bodö/ Glimt vann þá Mjöndalen 3:0 í lokaumferðinni og fékk þremur stigum meira en helstu keppinaut- arnir í Molde. Alfons á enn langt í að ná sigursælasta Íslend- ingnum, Árna Gauti Arasyni, fyrrverandi lands- liðsmarkverði, sem varð norskur meistari sex ár í röð með Rosenborg og krækti síðan í sjöunda tit- ilinn sem markvörður Vålerenga. Matthías Vilhjálmsson vann titilinn fjögur ár í röð með Rosenborg og Hólmar Örn Eyjólfsson tvisvar, og þá varð Guðbjörg Gunnarsdóttir tvö ár í röð norskur meistari í kvennaflokki með Lille- ström. Kristinn fyrsti meistarinn Kristinn Björnsson varð fyrstur Íslendinga norskur meistari árið 1981. Alls hafa tólf íslenskir karlar og fimm íslenskar konur unnið norska meistaratitilinn í knattspyrnu en í tímaröð eru ís- lensku sigurvegararnir eftirtaldir: 1981 Kristinn Björnsson, Vålerenga. 1987 Gunnar Gíslason, Moss. 1998 Árni Gautur Arason, Rosenborg. 1999 Árni Gautur Arason, Rosenborg. 2000 Árni Gautur Arason, Rosenborg. 2001 Árni Gautur Arason, Rosenborg. 2002 Árni Gautur Arason, Rosenborg. 2002 Katrín Jónsdóttir, Kolbotn. 2003 Árni Gautur Arason, Rosenborg. 2005 Árni Gautur Arason, Vålerenga. 2007 Ármann Smári Björnsson, Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason, Brann. 2008 Pálmi Rafn Pálmason og Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk. 2013 Telma Hjaltalín Þrastardóttir, Stabæk. 2014 Björn Bergmann Sigurðarson, Molde. 2014 Guðbjörg Gunnarsdóttir, Lilleström. 2015 Guðbjörg Gunnarsdóttir, Lilleström. 2015 Hólmar Örn Eyjólfsson og Matthías Vilhjálmsson, Rosenborg. 2016 Guðmundur Þórarinsson, Hólmar Örn Eyjólfsson og Matthías Vilhjálmsson, Rosenb. 2017 Matthías Vilhjálmsson, Rosenborg 2018 Matthías Vilhjálmsson, Rosenborg. 2018 Sigríður Lára Garðarsdóttir, Lilleström. 2020 Ingibjörg Sigurðardóttir, Vålerenga. 2020 Alfons Sampsted, Bodö/Glimt. 2021 Alfons Sampsted, Bodö/Glimt. Einn Íslendingur hefur tekið þátt í að vinna norska meistaratitilinn sem þjálfari. Karl Guð- mundsson var þjálfari Lilleström fyrri hluta tíma- bilsins 1958-1959. Sá fimmti sem vinnur aftur Ljósmynd/BodöGlimt Meistarar Alfons Sampsted og félagar í Bodö/Glimt fagna titlinum eftir sigurinn í Mjöndalen. - Alfons Sampsted í hópi þeirra sem hafa unnið norska meistaratitilinn oftar en einu sinni - Árni Gautur vann titilinn sjö sinnum og Matthías fjórum sinnum Atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Keili, og Haraldur Franklín Magnús, GR, hafa verið útnefnd kylfingar ársins 2021. Þetta er í annað sinn sem Guðrún Brá er útnefnd kylfingur ársins og í þriðja sinn sem Haraldur Franklín er útnefndur. Guðrún Brá hækkaði sig um tæplega 255 sæti á heimslist- anum en hún er í dag í 620. sæti á listanum. Haraldur Franklín endaði í 48. sæti á stigalista Áskorenda- mótaraðar Evrópu á tímabilinu en hann endaði í 85. sæti á listanum í fyrra. Útnefnd kylfingar ársins 2021 Ljósmynd/GSÍ 75 Guðrún hafnaði í 75. sæti á stiga- lista LET-Evrópumótaraðarinnar. Andri Rúnar Bjarnason, knatt- spyrnumaður frá Bolungarvík, er á heimleið eftir fjögur ár í atvinnu- mennsku og hefur samið við ÍBV til þriggja ára. Andri, sem er 31 árs framherji, lék með BÍ/Bolungarvík til 2014, þá með Víkingi R. og Grindavík, en hann jafnaði marka- met efstu deildar árið 2017 með því að skora 19 mörk fyrir Grindvík- inga. Frá þeim tíma hefur hann leikið með Helsingborg í Svíþjóð, Kaiserslautern í Þýskalandi og Esb- jerg í Danmörku. Andri hefur skor- að eitt mark í fimm A-landsleikjum. Andri Rúnar samdi við ÍBV Morgunblaðið/Stella Andrea 19 Andri Rúnar Bjarnason varð markakóngur árið 2017. Argentínski knattspyrnumað- urinn Sergio Agüero mun á næstu dögum leggja skóna á hilluna. Spænski blaðamaðurinn Emilio Pérez de Rozas greindi frá þessu í útvarpi Marca á Spáni í gær. Framherjinn, sem er 33 ára gamall, lék síðast með Barcelona hinn 30. október gegn Alaves í spænsku 1. deildinni en honum var skipt af velli undir lok fyrri hálfleiks eftir að hann átti erfitt með and- ardátt. Hann var í kjölfarið greindur með óreglulegan hjartslátt en hinn 1. nóvember sendi Barcelona frá sér fréttatilkynningu þess efnis að Agüero yrði frá keppni í að minnsta kosti þrjá mánuði á meðan hann gengist undir frekari rannsóknir. Framherjinn gekk til liðs við Barce- lona síðasta sumar á frjálsri sölu frá Manchester City þar sem hann skor- aði 260 mörk í 390 leikjum en hann er markahæsti leikmaður í sögu enska félagsins. Þá varð hann fimm sinnum Englandsmeistari með City, sex sinnum deildabikarmeistari og einu sinni bikarmeistari. Hann varð Suður-Ameríkumeistari með Arg- entínu síðasta sumar. Agüero að leggja skóna á hilluna? Sergio Agüero Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Í tæpan klukkutíma í hádeginu í gær voru skrifaðar fréttir í óðaönn um að fjandvinirnir Lionel Messi og Cris- tiano Ronaldo hefðu dregist saman í sextán liða úrslitum Meistaradeild- arinnar í fótbolta. París SG dróst gegn Manchester United og viðureignir þeirra Messi og Ronaldo með Barcelona og Real Madrid voru rifjaðar upp hver á fæt- ur annarri. En síðan kom í ljós að mistök höfðu verið gerð í drættinum, tækni- leg mistök þar sem nýr tölvubún- aður virkaði ekki sem skyldi. Því var dregið að nýju þremur tímum síðar. Þá lentu Messi og Ronaldo ekki saman en Messi og félagar í París SG fengu líklega enn erfiðara verk- efni því þeir mæta Real Madrid. Þessi viðureign verður að teljast stærsta einvígi sextán liða úr- slitanna, ekki síst vegna þess hve mjög Kylian Mbappé framherji PSG er orðaður við Real Madrid. Þessi lið drógust saman: Salzburg – Bayern München Sporting Lissabon – Manch. City Benfica – Ajax Chelsea – Lille Atlético Madrid – Manch. Utd Villarreal – Juventus París SG – Real Madrid Inter Mílanó – Liverpool Fyrri leikir liðanna fara fram dag- ana 15.-23. febrúar og seinni leik- irnir dagana 8.-16. mars. Nýtt fyrirkomulag Nýtt fyrirkomulag er í Evrópu- deildinni þar sem sigurvegarar riðl- anna átta fara beint í sextán liða úr- slit. Liðin í öðru sæti fara í 1. umferð og drógust gegn þeim átta liðum sem enduðu í þriðja sæti riðlanna í Meistaradeildinni. Þar drógust þessi lið saman: Zenit Pétursborg – Real Betis Barcelona – Napoli Dortmund – Rangers Atalanta – Olympiacos RB Leipzig – Real Sociedad Sheriff Tiraspol – Braga Porto – Lazio Seville – Dinamo Zagreb Ögmundur Kristinsson leikur með Olympiacos. Liðin sem sitja hjá eru Lyon, Mónakó, Spartak Moskva, Eintracht Frankfurt, Galatasaray, Rauða stjarnan, Leverkusen og West Ham. Íslendingalið mætast Sambandsdeildin nýja er leikin á sama hátt og þangað fóru liðin sem enduðu í þriðja sæti riðla Evrópu- deildar. Sigurlið riðla Sambandsdeildar sitja hjá í 1. umferð en það eru: Köbenhavn (Ísak B. Jóhannesson, Andri Fannar Baldursson og Hákon Arnar Haraldsson), AZ Alkmaar (Albert Guðmundsson), LASK Linz, Gent, Roma, Feyenoord, Rennes og Basel. Liðin sem mætast eru þessi: Marseille – Qarabag PSV – Maccabi Tel Aviv Fenerbahce – Slavia Prag Midtjylland – PAOK Saloniki Leicester – Randers Celtic – Bodö/Glimt Sparta Prag – Partizan Belgrad Rapid Vín – Tottenham eða Vi- tesse Íslendingaliðin Midtjylland (Elías Rafn Ólafsson) og PAOK (Sverrir Ingi Ingason) drógust saman og Alf- ons Sampsted og félagar í Bodö/ Glimt eiga fyrir höndum áhugaverða leiki gegn Celtic frá Skotlandi. Messi fékk Real í stað Ronaldo AFP Evrópumeistari Chelsea dróst gegn Lille frá Frakklandi í 16-liða úrslitum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.