Morgunblaðið - 14.12.2021, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2021
✝
Svanhildur
Svansdóttir
fæddist 25. mars
1947 í Reykjavík.
Hún lést á hjarta-
deild Landspítalans
2. desember 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Svanur
Steindórsson, f.
10.11. 1918, d. 8.12.
1989, og Hulda
Karlsdóttir, f. 2.10.
1918, d. 1.12. 1980. Eftirlifandi
bróðir Svanhildar er Þórir, f.
16.5. 1944, giftur Matthildi Þór-
arinsdóttur, f. 30.11. 1943.
Svanhildur giftist Svani Þor-
steinssyni, f. 2.10. 1947, hinn
14.10. 1972. Foreldrar hans voru
Þorsteinn Ólafsson, f. 24.6. 1896,
d. 13.4. 1967, og Gíslný Jóhanns-
dóttir, f. 3.7. 1911, d. 14.1. 1993.
Börn Svanhildar og Svans
eru: 1) Hulda Björk, f. 6.12. 1973,
Eftir að skólagöngu lauk hóf
hún störf sem læknaritari á
Landakoti og vann við það í yfir
40 ár á hinum ýmsu stöðum, að
síðustu hjá röntgendeild Domus
Medica.
Hún kynntist manni sínum ár-
ið 1971 og giftust þau ári síðar.
Svanhildur átti viðburðaríkt líf
með Svani, manni sínum. Bjuggu
þau á ýmsum stöðum ásamt
börnum sínum, bæði á Horna-
firði, Bakkafirði og í Bandaríkj-
unum, en komu sér að endanum
fyrir í Kópavogi þar sem þau
bjuggu í yfir 20 ár.
Utan fjölskyldu og vinnu naut
hún þess að dansa, syngja og
spila á píanó. Svanhildur var
virk í kórastarfi alla sína ævi.
Eftir að hún lauk störfum sinnti
hún barnabörnum sínum.
Útförin verður frá Linda-
kirkju í dag, 14. desember 2021,
klukkan 13.
Vegna aðstæðna í samfélag-
inu verða einungis nánustu að-
standendur og þeir sem er boðið
viðstaddir útförina.
Hlekkir á streymi:
https://www.lindakirkja.is
https://www.mbl.is/andlat
gift Sævari Rafni
Guðmundssyni, f.
20.3. 1972. Börn
þeirra eru Hafdís
Ýr, f. 29.5. 2001,
Dagur Freyr, f.
29.5. 2001, og Ægir
Þór, f. 26.11. 2011.
2) Gísli Svanur, f.
4.11. 1975, giftur
Sigríði Björk Hall-
dórsdóttur, f. 3.2.
1976. Börn þeirra
eru Brynjar Daði, f. 21.10. 2001,
Svandís Helga, f. 24.7. 2004, og
Telma Sóley, f. 9.1. 2009. 3) Erla,
f. 5.12. 1979, gift Gunnari Má Jó-
hannssyni, f. 13.6. 1976. Börn
þeirra eru Fálki Víðar, f. 27.7.
2011, og Ugla Sif, f. 1.2. 2015.
Svanhildur ólst upp á Ásvalla-
götunni og gekk í Melaskóla og
Gagnfræðaskóla Vesturbæjar.
Hún stundaði einnig nám við
Húsmæðraskóla Reykjavíkur.
Elsku mamma mín, það er svo
sárt að kveðja þig en yndislegar
minningar fljúga um hugann og
svo margt sem ég get þakkað þér
fyrir. Fyrstu minningarnar mínar
eru frá Ásvallagötunni þar sem þú
ólst upp. Þér þótti alltaf vænt um
Ásvallagötuna þrátt fyrir að
æskuárin þar hafi ekki alltaf verið
þér auðveld.
Þegar við krakkarnir vorum
lítil og við fluttum í Dúfnahólana
þá varst þú svo dugleg að fara
með okkur út að leika. Meðan
pabbi var á sjónum sinntir þú
okkur og heimilinu af myndar-
skap og lagðir mikinn metnað í
það. Ein af dýrmætustu minning-
um mínum er þegar þú söngst
fyrir mig á kvöldin. Þú hafðir svo
fallega söngrödd og það var svo
róandi að hlusta á þig.
Þú kynntir mér tónlistina og
hvattir mig til dáða þar og seinna
börnin mín líka. Þú elskaðir að
spila á píanóið og það var ósjaldan
sem maður sofnaði við fallega
sönginn þinn og ljúfa píanótóna.
Þú varst svo einstaklega gest-
risin og tókst vel á móti öllum.
Það brást ekki þegar við Sævar
komum til Reykjavíkur með
krakkana að þú varst búin að
henda í skonsur með rækjusalati,
pönnukökur eða annað góðgæti.
Alltaf fengu börnin mín pakka
þegar þú komst til okkar eða þeg-
ar við komum í Jörfalindina og
fékkstu því gælunafnið amma
pakki. Það þurfti ekkert tilefni til
að gleðja barnabörnin þín.
Þú vildir alltaf gleðja aðra og
það eru til svo margar skemmti-
legar vísur sem þú samdir við hin
ólíklegustu tilefni. Sérstaklega er
mér minnisstæð vísan sem þú
samdir um Hafdísi okkar þegar
hún útskrifaðist, þá var nú mikið
hlegið. Þú hafðir svo marga hæfi-
leika þó þú ættir stundum erfitt
með að sjá þá sjálf. Þú hafðir
mikla tónlistargáfu og gast spilað
nánast hvað sem var eftir eyranu.
Þú varst svo fyndin, mamma mín,
og ógleymanleg er sagan af því
þegar þú varst að fræða hana
Gundu um jólasveinana og sagðir
: „did you know that if you put yo-
ur skú in the glugg the julesven-
ner will kom and put dót in your
skú“. Eins tókst þú upp á ótrúleg-
ustu hlutum eins og að sofa með
kökukefli undir koddanum til að
verjast innbrotsþjófum. Við gerð-
um stólpagrín að þessu uppátæki
og spurðum hvort þú ætlaðir að
baka fyrir þjófana. Þú hlóst
manna mest að þessu en en áfram
var kökukeflið samt undir kodd-
anum.
Þó þú hafir lifað góðu lífi þá
kvaldi kvíðinn þig alla þína ævi og
varð til þess að þú þróaðir með
þér þunglyndi og áfengisvanda
seinustu árin. Það var svo sárt að
sjá hvað þér leið illa oft á tíðum og
geta ekkert gert. Ég þráði ekkert
heitar en að geta hjálpað þér en
þú ein hafðir það vald í hendi þér.
Við hin stóðum bjargarlaus hjá en
reyndum að styðja þig eins og við
gátum.
Hvíldu í friði elsku mamma
mín, nú líður þér betur. Takk fyrir
allt. Takk fyrir allar sögurnar,
sönginn og hlýjuna en mest af öllu
takk fyrir að vera mamma mín.
Ég elska þig svo mikið
Nú kveð ég þig í hinsta sinn,
hugsa til þín með hlýju.
Þó tárin renni um vanga minn
ég veit við sjáumst að nýju.
Í hjarta mér ætíð munt eiga stað
elsku mamma mín.
Ég elska þig og þakka fyrir það
að ég var dóttir þín.
(Hulda Björk)
Meira á www.mbl.is/andlat
Þín
Hulda Björk.
Elsku mamma.
Nú á kveðjustund er mér hugs-
að til þess hve þú hefur mótað mig
og líf mitt á ótal vegu. Ég minnist
barnæsku með ljúfum píanótón-
um á háttatíma sem fylgdu manni
inn í draumalandið. Þú skapaðir
okkur systkinunum nærandi um-
hverfi með söng og hlýju. Minn-
isstæð eru kvöldin þar sem við
sátum við eldhúsborðið í Brekku-
bænum yfir heitu súkkulaði með
rjóma og kökubita og ræddum um
það sem drifið hafði á daga okkar.
Á kvöldin gafstu þér alltaf tíma til
að lesa fyrir okkur kvæði eða sög-
ur úr H.C. Andersen-bókinni sem
þú fékkst að gjöf sem barn. Bókin
sú bar nafn þitt „Svana“ gylltum
stöfum á horni bókarkápunnar og
var hún hafsjór ævintýra í mínum
augum. Þú varst félagsvera innan
þíns hóps og naust að fá vinkonur
þínar í heimsókn og hlæja með
þeim þínum smitandi hlátri. Er
systkini ykkar pabba eða vinir
komu í hús raðaðir þú fram veislu-
kostum og settist svo við píanóið
og spilaðir fyrir allan mannskap-
inn líka. Að veislu lokinni var ekki
slakað á heldur gengið frá öllu og
þrifið fyrir svefninn, því snyrti-
mennska var eitt af þínum aðals-
merkjum. Oft var barningur að fá
þig til að setjast niður við borð-
haldið á aðfangadagskvöld því þú
bara varðst að ganga frá öllu í eld-
húsinu áður en þú gætir tyllt þér
niður. Heimilið og fjölskyldan var
þinn griðastaður, stolt og prýði.
Þú lagðir mér lífslexíurnar
margar sem fylgja mér enn í dag.
Er mér þar minnisstæðust hóg-
værð þín, dugnaður og hugulsemi
í garð annarra. Ekki náðir þú allt-
af að sjá þína eigin verðleika en
varst glögg á að lesa karakter
fólks, sem birtist svo skýrt í ljóð-
unum þínum. Máttum við fjöl-
skylda þín og vinir eiga von á
góðri vísu við hin ýmsu tækifæri
og jafnvel kunningjar ef vel lá á.
Við munum varðveita þann dýr-
mæta fjársjóð. Þú fannst vettvang
fyrir tónlistaráhuga þinn bæði í
kórastarfi og við píanóið heima.
Ekki varð nú af draumaáætlun
þinni um að ég yrði píanókennari
en endastaður minn í sálfræðinni
var nú samt sem áður mótaður af
þér. Fátt þótti mér meira spenn-
andi á yngi árum en að heimsækja
þig í vinnuna á heilsugæslunni og
fá að kíkja á bakvið. Þar fékk ég að
upplifa töfraheim heilbrigðisvís-
inda sem þú ritaðir svo listilega um
og ég hef gert að starfi mínu. Þú
varst mér fyrirmynd í lifanda lífi á
svo margan hátt. Mikið er ég þakk-
lát að þú varst mamma mín og ég
er stolt af því að vera dóttir þín.
Að lokum vil ég kveðja þig með
ljóði, sem var ætíð okkar háttur.
Álftamóðir
Þú gefur hefur mér svo margt
á lífsleið þinni langri
og kennt mér bæði ljóst og leynt
að drasl veldur þér hugarangri
Fagra tónlist þú laðaðir fram
með fingrum þínum fimum.
Rödd þín ómaði allt í kring
syngjandi með okkur hinum.
Þú lagðir mér snemma lífsreglurnar
og hvattir mig alltaf til dáða.
Kenndir mér bæði hógværð og styrk
og að leyfa hjartanu för að ráða.
Með heilræði þín góð í farteskinu
ég fundið hef mína lífsins leið
en syrgi á sama tíma fjarveru þína,
leið þín var ekki alltaf greið.
Ég varðveita mun minningu þína
við mínar dýpstu hjartarætur.
Hvíl þú í frið móðir mín góð,
nú er þú byrðar lífsins frá þér lætur.
Þín,
Erla.
Elsku amma mín. Þú varst allt-
af mjög fyndin, skemmtileg, ljúf
og góð. Ég vona að guð passi þig
af öllu hjarta á góða staðnum sem
þú ert á núna. Ég á eftir að sakna
þín alla ævi og hugsa til þín hve-
nær sem er.
Þú kær mér varst alla ævi.
Ég elska þig af öllu hjarta
amma mín.
Þinn
Ægir Þór Sævarsson.
Elsku vinkona mín, Svanhildur
Svansdóttir, hefur nú í byrjun að-
ventu kvatt þennan heim.
Dýrmætar minningar leita á
hugann. Má þar nefna dagsferð til
Grænlands 1970. Ferðin okkar til
Vestmannaeyja á þjóðhátíð þar
sem kynni Svönu og Svans hófust
með ævintýralegum hætti. Í þeirri
ferð voru örlög þeirra ráðin og þar
voru stigin mikil og góð gæfuspor.
Börnin urðu þrjú, hvert öðru efni-
legra. Síðar bættust við tengda-
börn og sólargeislar þeirra, þ.e.
barnabörnin, sem komu hvert á
fætur öðru.
Fjölskyldan var Svönu minni
kærust af öllu. Svana skilur eftir
sig fallegar og góðar minningar
hjá vinum og samferðafólki. Hún
var traust og góð vinkona, hlý og
einlæg, vildi öllum allt það besta.
Hún var sérlega gestrisin og feng-
um við vinafólk hennar svo sann-
arlega að njóta þess gegnum tíð-
ina. Já, ógleymanlegar stundir á
glæsilegu heimili Svönu og Svans.
Svana hafði einstakt lag á því að
yrkja ljóð við hin ýmsu tækifæri,
auk þess sem hún naut þess að
spila á píanó og syngja. Hún hafði
lært píanóleik og söng, verið í kór
sjálfri sér og öðrum til gleði og
ánægju. Taktviss var hún mjög og
það nýttist henni vel í dansinum
sem þau hjónin iðkuðu mikið.
Elsku Svönu minni þakka ég
samfylgdina. Ég bið þess að ljúfir
englar ljóss og friðar leiði hana
áfram yfir í æðri heima. Með eft-
irfarandi ljóði Tómasar Guð-
mundssonar vil ég kveðja vinkonu
mína:
Ég kveð þig ljóð mitt, í ljóði –
Þú líður ennþá um bláinn
sem söngur úr skógi, sem blærinn ber
með blómilmi út yfir sjáinn.
Við sungum það eina sumarnótt –
Við syngjum það aftur við djúpið rótt
Þegar dagurinn hinzti er dáinn.
Elsku fjölskylda! Missir ykkar
er mikill, megi ljósið og almættið
fylgja ykkur og styrkja í sorginni.
Guðrún Norðfjörð og
fjölskylda.
Svanhildur
Svansdóttir
HINSTA KVEÐJA
Amma góða amma var
alltaf góð við mig og aldrei
vond. Hún nennti alltaf að
spila og hún bakaði ilmandi
og súpergóðar kökur. Ég
mun sakna að spila við þig,
sjá þig baka og borða góðu
kökurnar þínar. Ég sakna
þín svo mikið og elska þig.
Þinn
Fálki.
- Fleiri minningargreinar
um Svanhildi Svans-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Útför í kirkju
Upprisa, von
og huggun
utforikirkju.is
Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi,
ARNÓR GUÐMUNDSSON,
Austurvegi 5, Grindavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð
fimmtudaginn 9. desember.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju
fimmtudaginn 16. desember klukkan 14.
Systkini hins látna
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓNÍNA JAKOBSDÓTTIR
frá Kvíum í Jökulfjörðum,
lést á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði
þriðjudaginn 7. desember.
Útför hennar verður gerð frá Ísafjarðarkirkju föstudaginn
17. desember klukkan 14. Gestir vinsamlegast framvísi gildu
hraðprófi. HVEST býður upp á hraðpróf milli kl. 10 og 12 á
útfarardag (skráning á heilsuvera.is). Hlekk á streymi má nálgast
á www.mbl.is/andlat
Björn Garðarsson Margrét Sverrisdóttir
Jakob Falur Garðarsson Vigdís Jakobsdóttir
Atli Garðarsson
Sverrir Falur Björnsson Anna Fríða Gísladóttir
Kristín Björg Björnsdóttir Jón Árni Sigurðsson
Dagur Jakobsson
Júlía Jakobsdóttir
Björn Helgi Sverrisson
Okkar einstaki bróðir, mágur og frændi,
GUÐJÓN ÓLASON
frá Sandgerði,
lést á heimili sínu í Ási Hveragerði
sunnudaginn 5. desember. Útförin fer fram
frá Garðakirkju föstudaginn 17. desember.
Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu ástvinir viðstaddir.
María Guðbjörg Óladóttir Flóvent Elías Johansen
Sigurlaug Maren Óladóttir Smári Hauksson
frændsystkini
Okkar ástkæri
GUÐJÓN INGVI STEFÁNSSON
verkfræðingur
lést á hjartadeild Landspítalans
laugardaginn 4. desember.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
föstudaginn 17. desember klukkan 13. Gestir eru beðnir að
framvísa neikvæðu Covid-prófi sem er ekki eldra en tveggja
sólarhringa gamalt. Athöfninni verður streymt á slóðinni
www.streyma.is.
Elín Guðjónsdóttir Stefán Arnarson
Þorbjörn Guðjónsson Þórdís Bragadóttir
Stefán Broddi Guðjónsson Þuríður Anna Guðnadóttir
Guðrún Broddadóttir
Heba Björk, Tómas, Stefanía Bergljót, Friðrik Þjálfi,
Guðni Snær, Ingvi Freyr og Óskar Máni
Ástkær móðir, systir, vinkona... Þessi orð
eru ekki nóg til að lýsa þeirri konu sem
kveður okkur nú.
SIGRÚN ELÍN BIRGISDÓTTIR
lagði af stað á nýjar slóðir laugardaginn
12. desember. Þeim áhrifum sem hún hefur
haft á fólk í kringum sig er ómögulegt að lýsa í svona stuttum
orðum. Hennar ást og umhyggja mun fylgja okkur um ókomna
tíð. Hún kvaddi í svefni með bros á vör, róleg í þeirri þekkingu
að hún kveður heim, sem er þeim mun fyllri af kærleik, ást og
væntumþykju, en sá heimur sem við henni tók 64 árum áður.
Birgir Sveinn Jakobsson
Sigríður Ósk Birgisdóttir
Bogi Örn Birgisson
Kristján Einar Birgisson
Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir,
tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR STEFÁNSSON
hljóðfærasmíðameistari,
Sléttuvegi 17,
lést laugardaginn 11. desember.
Útförin verður auglýst síðar.
Sigríður Guðmundsdóttir
Ragnar Daníel Guðmundsson
Björn Eysteinsson Guðbjörg Birna Guðmundsd.
Örn Eysteinsson Margrét Sverrisdóttir
og barnabörn