Morgunblaðið - 14.12.2021, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Margvíslegt
og mis-
gott end-
urflutt efni er að
finna á þingmála-
skrá nú við upphaf
nýs kjörtímabils. Sumt mætti
missa sín, eins og gengur, ann-
að mætti fá gott brautargengi.
Ekki er þó víst að öll mál verði
metin að verðleikum frekar en
stundum áður.
Eitt mál mætti gjarnan taka
til jákvæðrar meðferðar en það
er tillaga til þingsályktunar um
tímasetta aðgerðaáætlun um
einföldun regluverks. Þar er á
ferðinni endurflutt mál þing-
manna Miðflokksins, sem vilja
að Alþingi feli forsætisráð-
herra að vinna að þessu verk-
efni og kynni þinginu niður-
stöðuna næsta vor.
Þetta er þarft mál og ekki
nýtt af nálinni enda er gert ráð
fyrir að við „vinnuna verði mið-
að við að uppfylla að minnsta
kosti markmið stöðuskýrslu
ráðgjafarnefndar um opinber-
ar eftirlitsreglur um einföldun
gildandi regluverks frá sept-
ember 2014“. Málið teygir sig
raunar enn lengra aftur því að,
eins og segir í greinargerðinni,
þá tóku árið 1999 gildi lög um
opinberar eftirlitsreglur sem
áttu meðal annars að verða til
þess að draga úr óþörfu eða
óhóflega íþyngjandi reglu-
verki. Í fyrrnefndri greinar-
gerð er vitnað í greinargerð
þess frumvarps þar sem segir:
„Undanfarin ár hefur komið í
ljós að ofvöxtur er víða hlaup-
inn í reglugerðir og eftirlits-
umfang opinberra aðila í iðn-
væddum ríkjum. Regluverk
eru sums staðar orðin svo flók-
in og viðamikil að fyrirtæki og
einstaklingar eiga erfitt með að
fylgjast með rétt-
arstöðu sinni. Jafn-
framt hafa strang-
ar hömlur af ýmsu
tagi leitt til hægari
nýsköpunar og at-
vinnustarfsemi og þannig haft
neikvæð áhrif á hagvöxt og lífs-
kjör.“
En eins og einnig er bent á í
greinargerð þingsályktunar-
tillögunnar þá hefur reglubyrði
atvinnulífsins og flækjustig
regluverksins í heild aukist
þrátt fyrir setningu laganna
fyrir rúmum tveimur áratug-
um. Þar kemur ennfremur
fram að ekki sé aðeins hægt að
kenna EES-gerðum um, enda
hafi hagsmunaaðilar á vinnu-
markaði á undanförnum árum
verið iðnir við að benda á að
stjórnvöld innleiði þær með
meira íþyngjandi hætti en
nauðsynlegt sé. „Stjórnvöld
nýti ekki það svigrúm sem
bjóðist til að létta reglubyrði
heldur hneigist þvert á móti til
að bæta við séríslenskum
reglum sem íþyngi atvinnulíf-
inu og veiki samkeppnisstöðu
þess á alþjóðamarkaði,“ segir í
greinargerðinni.
Þó að lesa megi út úr grein-
argerð tillögunnar að þing-
menn Miðflokksins hafi ekki
nema hóflegar væntingar til
áhuga ríkisstjórnarinnar á að
taka á þessum málum, þrátt
fyrir að rætt sé um einföldun
regluverks í stjórnarsáttmála,
er ástæða til að binda vonir við
að á bak við þau orð sé vilji til
að láta verkin tala. Víst er að
almenningur og ekki síst þeir
sem þurfa að reka fyrirtæki
hér á landi í sífellt flóknara
regluverki munu fylgjast með
aðgerðum stjórnarmeirihlut-
ans í þessum efnum.
Endurflutt efni
þarf alls ekki
að vera úrelt}
Einföldun regluverks
Í umfjöllun Við-
skiptaráðs um
fjárlagafrum-
varpið fyrir næsta
ár er bent á að
mikill þrýstingur
sé á aukin út-
gjöld. Reynsla áranna sýni að
nánast allar umsagnir vegna
fjárlagafrumvarpa snúist um
aukin útgjöld en nánast eng-
inn leggi til lækkun útgjalda.
Þetta er mikilvægt að hafa
í huga við afgreiðslu fjárlaga
nú. Skattgreiðendur eiga fáa
vini í fjárlagaumræðunni en
fylgjendur aukinna útgjalda,
sem að öðru óbreyttu fela í
sér hærri skatta, eru margir.
Vandinn í þessu efni eykst
eftir því sem umfang ríkisins
eykst og þess vegna er þróun
fjölda starfsmanna á opin-
bera markaðnum og einka-
markaðnum að
undanförnu veru-
legt áhyggjuefni.
Ekki síst þegar
við bætist að laun
opinberra starfs-
manna sem hlut-
fall af landsframleiðslu er
hvergi hærra en hér á landi,
nema í Noregi, og hefur
munurinn á löndunum tveim-
ur minnkað hratt að undan-
förnu svo að hætta er á
heimsmeti Íslands innan tíð-
ar.
Full ástæða er til að hvetja
þingmenn til að minnast þess
við afgreiðslu fjárlaga að
þessu sinni hve hátt boginn
hefur þegar verið spenntur í
opinberum útgjöldum hér á
landi og hve brýnt er þess
vegna að gæta fyllsta aðhalds
við fjárlagagerðina.
Skattgreiðendur eru
vinafáir við fjár-
lagagerð en mega
ekki gleymast}
Þörf er á aðhaldi
F
orfeður okkar áttuðu sig snemma á
mikilvægi þekkingar og hversu
mikilvægt það væri að afla sér
nýrrar þekkingar með því að
ferðast á vit nýrra ævintýra en
svo er kveðið á í Hávamálum:
Vits er þörf
þeim er víða ratar.
Dælt er heima hvað.
Að augabragði verður
sá er ekki kann
og með snotrum situr.
Ég geri ráð fyrir að þessari heimspeki Háva-
mála hafi fremur verið beint til okkar heima-
fólks um að sækja okkur þekkingu ytra en að
Ísland yrði sá staður sem yrði heimsóttur ríku-
lega. Staðreyndin er hins vegar sú að á skömm-
um tíma hefur ferðaþjónustan vaxið í eina af stærstu út-
flutningsgreinum þjóðarinnar.
Ferðaþjónusta skapaði 553 milljarða króna verðmæti
fyrir samfélagið árið 2019 og munar um minna! Sama ár
námu beinar gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum
383 ma.kr. eða 8,6% af vergri landsframleiðslu. Vegna
þessa hefur stöðugleiki gjaldmiðilsins aukist og gjaldeyr-
isforði þjóðarbúsins styrkst verulega. Aukinheldur má
segja að ferðaþjónustan sé ein árangursríkasta byggða-
aðgerð Íslandssögunnar, sjálfsprottin atvinnuupbygging
um allt land. Á árunum 2009-2019 skapaði ferðaþjónusta
að jafnaði 500 ný störf á ári á landsbyggðinni. Það er gríð-
arlega mikilvægt að þessi þróun tapist ekki.
Það hefur engum dulist að áhrif heimsfar-
aldursins hafa komið hlutfallslega verr við
ferðaþjónustuna en ýmsar aðrar atvinnugrein-
ar. Að sama skapi hefur það varpað enn skýr-
ara ljósi á það hversu mikilvæg ferðaþjónustan
er fyrir efnahagslífið. Því hafa stjórnvöld lagt
þunga áherslu á að styðja við greinina til þess
að tryggja að hún lendi á báðum fótum eftir
heimsfaraldur og verði vel undir það búin þeg-
ar fólksflutningar milli landa aukast enn frek-
ar að nýju. Það er augljóst að þeim mun hrað-
ari sem viðspyrna ferðaþjónustunnar verður,
þeim mun minni verður samfélagslegur kostn-
aður af faraldrinum til lengri tíma.
Ferðaþjónustan hefur einnig átt stóran þátt
í að auka lífsgæði okkar með ríkulegra mann-
lífi, nýstárlegu framboði af afþreyingu og góð-
um mat og gefið Íslendingum tækifæri á að
víkka út tengslanet sín svo dæmi séu tekin. Sá aukni áhugi
á Íslandi sem fylgir ferðaþjónustunni hefur einnig aukið
skilning landsmanna á eigin landi og varpað ljósi á hversu
sérstakt það er fyrir margra hluta sakir. Það er ánægju-
legt að geta tekið á móti fjölda gesta og deilt með þeim
náttúru okkar, sögu og menningu. Til að styðja enn frekar
við það munu stjórnvöld meðal annars halda áfram að
styðja við markaðssetningu Íslands sem áfangastaðar.
Þannig tryggjum við áframhaldandi sókn fyrir ferðaþjón-
ustuna til að skapa ný ævintýri og þekkingu, þar sem
speki Hávamála er höfð að leiðarljósi.
Lilja
Alfreðsdóttir
Pistill
Ferðumst á vit nýrra ævintýra
Höfundur er ferðamálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
A
lmannavarnir greindu í gær
frá því að ríkislög-
reglustjóri hefði, að við-
höfðu samráði við net-
öryggissveit CERT-IS og
Fjarskiptastofu, lýst yfir óvissustigi
almannavarna vegna Log4j-
veikleikans svonefnda í samræmi við
viðbragðsáætlun almannavarna og
CERT-IS um verndun ómissandi
upplýsingainnviða. Með því fetuðu ís-
lensk stjórnvöld í fótspor velflestra
annarra ríkja af ótta við að óvinveitt
ríki, glæpahringir, hakkarar eða aðrir
notfærðu sér þennan veikleika til
þess að valda víðtæku tjóni, eignatapi
eða verra.
Þar vakti kannski helst furðu að til
slíkra ráðstafana skyldi ekki hafa ver-
ið gripið fyrr, því einstök fyrirtæki,
öryggisfyrirtæki, njósnastofnanir og
ríkisstjórnir um allan heim hafa
keppst við það frá því fyrir helgi að
bægja netárásum frá einstökum
þjónustum og viðkvæmum innviðum
á netinu. Þar er gríðarlega mikið í
húfi, enda þarf vart að tíunda hve
ákaflega háð hvers kyns starfsemi
fólks, fyrirtækja og ríkja er orðin net-
inu.
Úbreiddur galli
Umræddur veikleiki er galli á ákaf-
lega útbreiddum nethugbúnaði, sem
notaður er til þess að halda atburða-
skrá á netþjónum, en gallinn gefur
tölvuþrjótum greiða leið til þess að
komast inn á einstök net, hirða þaðan
upplýsingar, vinna skemmdarverk
eða ná valdi á þeim. Þetta er án vafa
alvarlegasti og útbreiddasti galli sem
uppgötvast hefur á netinu um langa
hríð. Og munurinn sá, að nú er miklu
meira í húfi en áður vegna þess hve
netið hefur náð gríðarlegri út-
breiðslu, sárafá tölvukerfi ótengd því
og netið komið í hvers manns vasa.
Til allrar hamingju kom öryggis-
uppfærsla fyrir hugbúnaðinn skjótt
fram og um allan heim kepptust kerf-
isstjórar við að setja hana inn og
stoppa í götin. Hins vegar er alls
óljóst hversu mikið tjón hefur orðið
vegna gallans og netöryggissérfræð-
ingar telja það geta tekið margar vik-
ur að ganga úr skugga um það. Verra
er þó að hakkarar kunna þegar að
hafa notfært sér gallann til þess að
koma fyrir nýjum „bakdyrum“ svo
lítið beri á, sem þeir geta svo valsað
inn um í góðu tómi seinna meir, en
fyrrnefnd uppfærsla á upphaflega
gallanum mun ekki hafa áhrif á þær.
Árvekni frekar en ótti
Það er ástæðulaust að fyllast ofsa-
hræðslu við að tölvuþrjótar hafi náð
netinu á sitt vald. Hættan af alls kyns
tölvuþrjótum á undanförnum árum –
netárásir eru svo að segja daglegt
brauð – gera það að verkum að árvök-
ulir netstjórar hafa fleiri en eina vörn
til þess að stemma stigu við þeim. En
það er full ástæða til þess að sýna
fyllstu aðgæslu, líkt og viðvaranir frá
netrisum eins og Microsoft, Cisco,
Apple, IBM, Oracle, Red Hat og
Amazon bera með sér.
Atburðaskrár netþjóna eru sjaldn-
ast spennandi lesning, en þær geta
innihaldið viðkvæmar upplýsingar.
Ef tölvuþrjótar geta notfært sér gall-
ann til þess að láta atburðaskrána
hlaða inn forritum er voðinn vís, enda
eru þær jafnan nærri miðverkinu í
hverju neti.
Netöryggisfyrirtæki hafa undan-
farna sólarhringa séð hundruð þús-
unda tilrauna til þess að nota gallann.
Talið er að þar beri tölvuþrjótar
ábyrgð á helftinni en öryggissérfræð-
ingar afganginn í forvitni eða til þess
að kortleggja vandann. Þar er mikið
starf fyrir höndum.
Lítill en útbreiddur
galli ógnar netinu
Apache log4j Galli í hugbúnaði opnar ótal tölvukerfi fyrir netárásum.
Veikleikinn sem kenndur er við
hugbúnaðinn Log4j (eða Log4-
Shell) er mjög útbreiddur, enda
í opnum hugbúnaði, sem dreift
er ókeypis af Apache-stofnun-
inni, en hún býr til vinsælasta
vefþjón heims. Venjulega eru at-
burðaskrár (loggar) einfaldar
skrár með textaupplýsingum
um hvað átt hefur sér stað í
kerfinu, en veikleikinn gerir
auðvelt að setja þar inn skipanir
og forrit, sem síðan má nota til
alls kyns óskunda.
LOG4J
Opinn, ókeypis
og út um allt