Morgunblaðið - 31.12.2021, Síða 6

Morgunblaðið - 31.12.2021, Síða 6
Hinn hefðbundni íslenski hefðar- köttur vaknaði oft upp með mar- bletti á árinu sem er að líða. Þetta voru ekki stórir og aumir mar- blettir og ekki áverkar eins og þeir eru skilgreindir. Heldur litlar fjólubláar doppur sem gátu valdið örlitlum eymslum í líkamanum, sér í lagi á baki og mjöðmum og stöku sinnum á rasskinnum. Sökudólgurinn var þráðlaus heyrnartól sem urðu skyldueign þeirra sem hoppuðu upp á hlaðvarps-vagninn 2021. Þetta var árið sem enginn var neitt ef hann var ekki með sitt eigið hlaðvarp. Það gerði það að verkum að það var svo mikið of- framboð að fólk þurfti að nýta næturnar til þess að taka inn upplýsingar í gegnum undir- meðvitundina. Til þess þurfti þráðlaus heyrn- artól ef viðkomandi ætlaði ekki að kafna með heyrnartólssnúru vafða um hálsinn. Þótt Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sé töff með sín snúruheyrnartól þá geta þau skapað mikla slysahættu í svefn- herberginu. Þeir sem áttu erfitt með svefn fött- uðu fljótt að það var miklu ódýrara og betra fyrir heilsuna að kveikja á Illuga Jökulssyni fyrir svefninn en að dæla í sig svefn- lyfjum. Hans svæfandi rödd náði að slökkva á fólki svo fljótt að sumir náðu aldrei nema fyrstu setningunni í Frjálsum höndum. Það versnaði þó í því þegar Stríð og kliður eftir Sverri Norland kom út. Hann benti á að við værum að fara með okkur sjálf í gröfina með hjálp tæknibyltingarinnar. Hvernig Fit bit-úr, þráðlaus heyrnartól og and- leg fjarvera væri mannskemmandi, bæði fyrir okkur sjálf, börnin okk- ar og maka. Hann segir að fólk eigi að lesa bækur, ekki hlusta á þær. Með því að lesa bók áttu þína stund þar sem þú nærð að slaka á og meðtaka nýjar upplýsingar. Þeg- ar og ef þú sofnar yfir bókinni þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að vakna með marbletti á rasskinn- unum. Talandi um heyrnartól. Í sumar varð ekki þverfótað fyrir fólki með þráðlaus heyrnartól á hlaupahjóli. Miðað við mannlega getu er í raun skrýtið að það hafi ekki miklu fleiri en Brynjar Níels- son og nokkrir aðrir slasast á hlaupahjóli. Árið var þó ekki bara ár hlað- MARTA MARÍA JÓNASDÓTTIR er fréttastjóri dægurmála á mbl.is og hefur starf- að hjá Árvakri frá apríl 2011. Hún hóf blaða- mannsferil sinn árið 2001 hjá tímaritaútgáf- unni Fróða, var blaðamaður á Fréttablaðinu 2004-2006, ritstjóri Veggfóðurs 2006, rit- stjóri Sirkuss og Föstudags 2007-2009. Áð- ur en Marta María hóf störf á mbl.is var hún aðstoðarritstjóri Pressunnar. Andlega fjarverandi á hlaupa- hjóli (með erfðamál á heilanum) varpa, marbletta og andlega fjarverandi fólks á hlaupa- hjólum heldur ár berskjöldunar- innar. Fólk var opnara og kom til dyranna eins og það var klætt eða ekki klætt. Það opnaði reikninga á Onlyfans og sagði frá því eins og ekkert væri sjálf- sagðara. Það ljóstraði upp hvað það hefði grætt mikla peninga, sem er framandi fyrir eldri kynslóð þessa lands. Það að tala um peninga er ekki þjóðaríþrótt Ís- lendinga því við erum alin upp við að það sé skammarlegt. Við eigum ekki að tala um laun, skuldir, sparnað og yfirdrátt. Fáir þora heldur að tala um hlutabréfakaup, nema ofursvölu Fortuna Invest-gellurnar, því eng- inn vill verða eins og leigubílstjórinn sem tók lán til að kaupa hlutabréf í FL Group fyrir hrun og er enn að borga af því. Eins mikið og peningar eru feimnismál virðast erfðamál vera hitamál sem brenna á vörum þjóðar- innar. Það er kannski ekki verið að tala um erfðamál í jólaboðum en fólk hugsar stöðugt um þau, eins og lesendur Smart- lands þekkja. Kannski ekki skrýtið því enginn kynnist raunveru- lega annarri mann- eskju fyrr en hún skilur við hana eða skiptir með henni dánarbúi. Lögmenn á Lögfræðistofu Reykjavíkur svara spurningum lesenda Smartlands og er dálkurinn arfavinsæll. Svo vinsæll að lög- mennirnir hafa ekki undan að svara spurn- ingum frá lögfræðiþyrstum landsmönnum. Spurningarnar hafa verið af ýmsum toga en stóru málin eru án efa erfðamál. Hver fær hvað við andlát maka? Þarf fólk að vera í hjónabandi eða er nóg að vera skráð í sam- búð? Erfa stjúpbörn stjúpforeldra? Ef afi þinn giftist Onlyfans-stjörnunni í næstu íbúð, afi þinn deyr skyndilega og í ljós kemur að hann og Onlyfans-stjarnan voru nýgift. Erfir hún þá afa þinn eða færð þú eitthvað? Allt eru þetta lögmætar spurningar sem eiga rétt á sér. En svona til þess að svara þessu með hjónabandið þá eiga hjón og sam- búðarfólk ekki sama rétt. Þótt hjónaband sé ástarhátíð þá hefur hjónabandið ríka þýðingu í íslenskum hjúskaparlögum. Allir sem ætla að verja lífinu saman, eiga eignir saman og jafnvel börn, kött eða hamstur, ættu að ganga í hjónaband, því ástin getur sigrað all- ar heimsins krísur, harmleiki og leyst öll vandamál. Ef hún gerir það ekki getur þú alltaf sett á þig heyrnartól og kveikt á Illuga Jökulssyni. Þá sofnarðu strax og vandamálin hverfa um stund. 2021 var ár áskorana, berskjöldunar, þráðlausra heyrnartóla, hlaðvarpa og opinskárra viðtala. Þess á milli vildi fólk fá að vita allt um erfðamál. Ef afi þinn giftist Onlyfans- stjörnunni í næstu íbúð, afi þinn deyr skyndilega og í ljós kemur að hann og Onlyfans- stjarnan voru nýgift. Erfir hún þá afa þinn eða færð þú eitthvað? TÍMAMÓT: DÆGRADVÖL DÆGURSTJARNA ’’ Katrín Jakobsdóttir ofursvöl með snúruheyrnartól. Edda Lovísa Björgvinsdóttir sló í gegn á Onlyfans. Illugi Jökulsson er betri en svefntafla. Hlaupahjól nutu mikilla vinsælda á árinu. Ef afi þinn giftist Onlyfans- stjörnu og í ljós kemur við andlát hans að þau hafi verið nýgift. Erfir þú afa þinn eða gerir Onlyfans- stjarnan það? Fólk vaknaði oft og tíðum með litla marbletti á líkamanum. 6 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2021
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.