Morgunblaðið - 31.12.2021, Side 10

Morgunblaðið - 31.12.2021, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2021 Nýtt ár, nýtt upphaf. Eða verður kannski boðið upp á þriðja ár kórónuveirunnar með tilheyr- andi leiðindum? Kórónuveiran litaði árið og sitt sýndist hverj- um um ágæti bólusetningar og takmarkana. Mörgum var heitt í hamsi og er enn. Ný ríkis- stjórn tekst á við erfið mál enn á ný. Af náttúr- unni var það að frétta að það skalf allt og hrist- ist og bullsauð í jörð á Reykjanesi svo mánuðum skipti, en á öðrum vettvangi sauð einnig upp úr. Önnur metoo-bylgja reið yfir á árinu og steig fólk fram sem aldrei fyrr og sagði frá kynferðisofbeldi. Kannski verður ársins 2021 minnst ekki einungis fyrir eldgos og veiru, heldur einnig sem árs þolenda, sem nú er loks hlustað á. Veiran lifir og stökkbreytist Auðvitað verður ekki hjá því komist að tala um Covid. Árið 2021 er ár bólusetninga, grímu- skyldu, nýrra afbrigða á borð við Delta og Ómíkron, örvunarskammta, sóttkvíar og enda- lausra hraðprófa. Í lok árs sáum við áður óþekktar tölur smitaðra sem ekki sér fyrir end- ann á. Það má samt segja að árið hafi verið ögn betra en árið á undan og það má þakka vísinda- mönnum sem voru snöggir að mixa saman bóluefni sem við Íslendingar nutum góðs af. Það sama gildir ekki um allan heiminn, því mið- ur. Þar til þriðji heimurinn fær sinn skammt mun veiran lifa og stökkbreytast, hoppa manna á milli og valda veikindum og dauða. Jörð skalf og opnaðist Náttúran minnti hressilega á sig á síðasta ári. Í upphafi árs skalf jörð víða og fannst vel á suð- vesturhorninu, mörgum til ama. Jarðskjálftar voru á tímabili daglegt brauð en ollu engu tjóni. Loks opnaðist jörð í Geldingadölum hinn 19. mars og gos hófst. Eldgosið var sannarlega gleðigjafi á árinu, enda gríðarfallegt og olli ekki miklum usla. Nú skelfur jörð á ný og mögulega gýs aftur fyrr en varir. Ferðamennskan tók kipp á árinu og full- bólusettir og velprófaðir ferðamenn tóku að streyma til landsins á ný með vorinu. Sumarið var nokkuð veirufrítt og landinn spókaði sig í sólinni fyrir austan þar sem einmuna veður- blíða ríkti mánuðum saman, þótt höfuðborgar- búar hafi kvartað sáran yfir sólarleysi. Haustið kom svo með fjórðu bylgju veir- unnar og smitin náðu áður óþekktum hæðum. Þúsundir smituðust í lok árs. Jólum og áramót- um hjá mörgum var eytt í sóttkví og einangrun eftir að Ómíkron fór eins og eldur í sinu um landið. Þeim er nú loks trúað Önnur metoo-bylgja gekk yfir landið með til- heyrandi sársauka og reiði. 2021 var árið sem fórnarlömb kynferðisofbeldis og -áreitis stigu fram sem aldrei fyrr og loks virtist fólk hlusta. Skelfilegar lýsingar á misnotkun og ofbeldi á barnaheimili á Hjalteyri komust í fréttir en fórnarlömbin höfðu talað fyrir daufum eyrum í áraraðir, jafnvel áratugi. Þeim er nú loks trúað. Flestir taka nú afstöðu með þolendum en alls ekki allir. Steinum var velt og dómstólar göt- unnar fóru ekki mjúkum höndum um meinta gerendur, sem margir hverjir sleppa vel við dómstóla landsins þar sem málin eru annað- hvort fyrnd eða sönnunarbyrði erfið. Það var rifist á samfélagsmiðlum og margir menn þar nafngreindir fyrir kynferðisofbeldi af ýmsu tagi. Oft var allt á suðupunkti og reiði og gremja bersýnileg í þjóðfélaginu. Fyrrverandi ráðherra var dreginn fyrir dóm; frægir íslensk- ir fótboltamenn féllu harkalega af stalli sínum og til að bæta gráu ofan á svart komst upp að forysta KSÍ hafði þagað yfir vitneskju sinni um kynferðisofbeldi, sem varð til afsagnar for- manns og stjórnar. Í fyrsta sinn í Evrópu er kona, Vanda Sigurgeirsdóttir, í forystu- hlutverki knattspyrnusambands. Breyttir og vonandi betri tímar, en meint brot eru enn til umfjöllunar. Drullan flýtur upp á yfirborðið Sömuleiðis má lesa um meint kynferðisofbeldi tónlistarmanns, fjölmiðlamanns og fleiri þekktra einstaklinga í þjóðfélaginu. Drullan flýtur nú upp á yfirborðið og fyrirmyndir ung- menna eru því miður engar fyrirmyndir lengur. Vonbrigðin eru mikil en staðan er engu að síður svona og ekki hægt annað en að horfast í augu við sannleikann. Enn má gera miklu betur því eitruð karlmennska og ofbeldi fyrirfinnst enn. Karlmenn landsins, sem langflestir eru góðir menn sem ekki beita ofbeldi, vita margir ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga nú þegar „regl- unum“ hefur verið breytt. Línan á milli daðurs og áreitis er oft fín lína sem oft er stigið yfir. Þeir karlmenn sem beitt hafa ofbeldi skjálfa líklega nú á beinunum af ótta við að upp komist um áreitni, nauðganir og kynferðisofbeldi sem átti sér stað jafnvel fyrir löngu. En það er engin ástæða til að halda hlífiskildi yfir ofbeldis- mönnum; nauðgun er nauðgun þótt hún hafi átt sér stað fyrir áratugum. Fórnarlömbin lifa með afleiðingum ofbeldisins og sárin sitja eftir á sál- inni, oft til eilífðar. Afhjúpun er aldrei þægileg en leiðir vonandi til góðs. Búið að stinga á einhverjum kýlum Ekki er þetta beint upplífgandi nýárspistill en það er nauðsynlegt að segja hlutina eins og þeir eru. Árið 2021 var sérkennilegt ár og kannski er búið að stinga á einhverjum kýlum svo hægt sé að hreinsa sárin og byrja upp á nýtt. Karl- mönnum er líka nauðgað. Einn sá hugrakkasti sem blaðamaður ræddi við á árinu var Óli Björn Pétursson sem varð fyrir grófu kyn- ferðisofbeldi, auk andlegs og líkamlegs ofbeld- is, af hálfu kynferðisglæpamannsins sem geng- ur undir nafninu Siggi hakkari. Steig hann einn fram af hans mörgu fórnarlömbum, en réttar- kerfið brást níu drengjum hrapallega. Sigurður sat inni í níu mánuði fyrir ofbeldi og nauðganir. Eitt fórnarlamba hans svipti sig lífi, ungur drengur í blóma lífsins. Bjartsýni eykur á vellíðan Nú er árið liðið og nýtt ár liggur eins og breiður vegur fyrir framan þjóðina. Enginn veit hvort hann mun reynast holóttur og hlykkjóttur en gerum samt frekar ráð fyrir ekki! Það er alltaf betra að búast við hinu besta en gera ráð fyrir hinu versta. Nú lítur út fyrir að Ómíkron-afbrigðið eigi heldur betur eftir að gera okkur skráveifu í upphafi árs, en þrátt fyrir allt má þakka fyrir hvað Ísland er vel í stakk búið til að takast á við veiruvandamál. Það sama gildir ekki um öll heimsins lönd. Vellíðan manneskjunnar veltur á jákvæðum hugsunum og þar með vellíðan þjóðar. Að hafa áhyggjur af ókominni tíð er vont fyrir sálina og í raun tilgangslaust. Við stjórnum fáu og best að lifa í núinu. Það er helst að við ráðum deg- inum í dag. Popparinn Páll Óskar gaf eitt sinn gott ráð í blaðaviðtali: Að vakna á morgnana, teygja úr sér og segja hátt og snjallt: Þetta verður frábær dagur! Eigum við ekki að heim- færa það upp á árið 2022? Við skulum segja: Þetta verður frábært ár! Og svo spyrjum við að leikslokum. Eldgosið í Geldingadölum gladdi landsmenn með stórkostlegu sjónarspili. Stóð það yfir í hálft ár. Nú lítur út fyrir að það hefjist á ný eftir jarðaskjálftahrinu í lok árs. Morgunblaðið/Ásdís Þjóðin var bólusett í fyrra og flykktust landsmenn í Laugardalshöll til að þiggja sinn skammt. Morgunblaðið/Eggert Óli Björn Pétursson er fórnarlamb kynferðis- ofbeldis. Hann steig fram á árinu og sagði frá, sem og margir aðrir, konur og menn. Árið 2021 er árið sem fórnarlömb stigu fram sem aldrei fyrr. Morgunblaðið/Ásdís Árið þegar upp úr sauð Árið 2021 var ár erfiðra bylgna. Veiran hvarf alls ekki eins og menn höfðu vonað og hélt áfram að hrella okkur í nýjum bylgjum. Metoo-bylgja reið einnig yfir þjóðina og margir landsþekktir menn komust í kastljósið. Fórnarlömbum ofbeldis var nú trúað. ÁSDÍS ÁSGEIRSDÓTTIR hefur verið blaðamaður á Sunnudagsblaði Morgunblaðsins frá 2015. Hún var áður ljósmyndari blaðsins frá 1995-2007 Nú lítur út fyrir að Ómíkron-afbrigðið eigi heldur betur eftir að gera okkur skráveifu í upphafi árs, en þrátt fyrir allt má þakka fyrir hvað Ísland er vel í stakk búið til að takast á við veiru- vandamál. Það sama gildir ekki um öll heimsins lönd. TÍMAMÓT: VEIRAN OG AFHJÚPANIR OFBELDIS LITUÐU ÁRIÐ 2021 ’’

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.