Morgunblaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2021 33 JÚNÍ Deildarmyrkvi á sólu sást hinn 10. júní. Í deildarmyrkva fer tunglið fyrir hluta sólarinnar, en ekki varð almyrkvi. Í Reykjavík hófst myrkvinn kl. 09:06 og lauk 11:33. Hann varð mestur kl. 10:17, en þá skyggir tungl á 69% af þvermáli sólar og veldur 61% myrkvun. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sólmyrkvi gleður MAÍ Sinubruni varð í Heiðmörk hinn fjórða maí og náði gróðureldurinn að minnsta kosti yfir fimm hektara svæði. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-EIR, notaðist við slökkviskjólu sem tekur rúma 1.600 lítra af vatni við slökkvi- starfið. Fleiri sinubrunar urðu í maí, meðal annars á Vatnsleysuströnd, við Kúludalsá og við Lundeyri á Akureyri. Miklir þurrkar voru á þessum tíma. Morgunblaðið/Eggert. Sinueldar víða JÚLÍ Viðstaddir fögnuðu ákaft og skáluðu í freyðivíni þegar bjöllu Kauphallarinnar var hringt í um 12 þúsund feta hæð í byrjun júlí. Það var til að fagna skráningu Play á hlutabréfamarkað á Íslandi. Í ræðu sinni við tilefnið sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play, að hann fyndi til ábyrgðar vegna þess trausts sem félaginu var sýnt í nýaf- stöðnu hlutafjárútboði. Lagt var upp með að fjórir milljarðar myndu safnast í útboðinu en áskriftir bárust að andvirði um 33 milljarða króna. Það er því ljóst að Play kemur með látum inn á ís- lenskan hlutabréfamarkað. Birgir segir að rekstrarumhverfi í flug- bransanum sé erfitt og forsvarsmenn Play muni bera virðingu og auðmýkt fyrir því með því að flýta sér hægt í rekstri félagsins. Morgunblaðið/Eggert Skálað í háloftunum þegar Play fór á markað Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýr miðbær á Selfossi JÚLÍ Nýr miðbær var opnaður á Selfossi í júlí og hefur vakið mikla lukku heimamanna sem gesta. Formleg opnun fór fram síðla sumars. „Hjartað í bænum var autt og það var einstakt tækifæri eitt og sér. Það vantaði miðbæ og okkur langaði að nýta tæki- færið. Slagorðið okkar er að brúa gamalt og nýtt. Þetta er djörf hugmynd, nokkuð sem ekki hefur verið gert áður,“ segir frumkvöðullinn Leó Árnason, maðurinn á bak við nýja miðbæinn, sem allur er byggður í gamla stílnum. JANÚAR Guðmundur Felix Grétarsson fékk nýja handleggi í upphafi ársins og sagði að- gerðina, sem framkvæmd var í Frakklandi, hafa gengið vel. „Halló kæru vinir og fjölskylda. Eins og þið kannski vitið er ég ekki handlangari lengur. Ég er orðinn handhafi og þetta gekk allt saman rosalega vel,“ sagði Guðmundur Felix á Face- book stuttu eftir aðgerðina. Aðgerðin er viðburður í sögu læknisfræðinnar þar sem aldrei áður hafa verið græddir tveir heilir handleggir á sjúkling sem hafði enga fyrir. Ég er orðinn handhafi JANÚAR Hinn 21. janúar, um nótt, kom upp stór kaldavatnsleki í lokahúsí vatnsveitu sunnan við aðalbyggingu Háskóla Íslands og lak mikið magn vatns inn í byggingar skólans. Lekinn var um 500 l/s og stóð í 75 mínútur áður en náðist að loka fyrir og runnu því út um 2.250 tonn af vatni. Rektor háskólans, Jón Atli Benediktsson, segir að vatnstjónið hafi verið gríðarlegt áfall fyrir háskólann. Háskólatorg og Gimli urðu verst úti. Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Vatnstjón mikið í Háskóla Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.