Morgunblaðið - 31.12.2021, Side 34

Morgunblaðið - 31.12.2021, Side 34
OKTÓBER Vanda Sigurgeirsdóttir tók við formannsembætti Knattspyrnusambands Íslands í byrjun október eftir að ný bráðabirgðastjórn var kjörin á aukaþingi sambandsins. Vanda tók við eftir að Guðni Bergsson, fráfarandi formaður, og öll stjórnin sagði af sér í kjölfar ásakana um að hafa ekki brugðist við ásökunum á hendur leikmönnum íslenska landsliðsins. „Ég hef ekki verið mikið í að sækjast eftir frama og völdum og ekkert slíkt hvarflaði að mér þegar Guðni hætti. Síðan fór ég að fá áskoranir frá fjölskyldu og vinum og á samfélags- miðlum,“ segir Vanda, sem tók þá við á róstusömum tímum. Sóttist ekki eftir frama Morgunblaðið/Eggert OKTÓBER Teppasalinn Alan Talib, maður af írönskum upp- runa, hristi heldur betur upp í málunum í haust þegar hann flutti inn þúsundir persneskra teppa og bauð á undirverði. Teppin ruku út en ekki voru allir jafn hrifnir og hlaut hann sekt vegna þess að auglýsingar hans voru að mati Neytendastofu villandi og var honum bannað að auglýsa áfram með sama hætti. „Við fengum einhverja hæstu sekt eða jafnvel hæstu sekt í sögu landsins og það kemur mér verulega á óvart,“ segir Alan en fyrirtæki hans, Cromwell Rugs ehf., var gert að greiða þrjár milljónir í stjórnvaldssekt. Morgunblaðið/Ásdís. Teppasali veldur usla 34 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2021 Morgunblaðið/Árni Sæberg Varðskip- ið Freyja leysir Tý af NÓVEMBER Þremur fallbyssuskotum var skotið til heiðurs varð- skipinu Freyju sem kom til hafnar á Siglufirði 6. nóvember. Mikil hátíðar- höld voru við höfnina þegar Freyja kom til sinnar heimahafnar en viðstödd voru meðal annars Guðni Th. Jó- hannesson, forseti Ís- lands, og Georg Kr. Lár- usson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Freyja kemur til með að leysa varðskipið Tý af hólmi. NÓVEMBER Þegar ljóst var að ekki hefði verið farið að lög- um við geymslu atkvæða eftir kosningar í Norðvestur- kjördæmi, var farið í vettvangsferðir til Borgarness. Þar var Birgir Ármannsson, formaður undirbúningsnefnar fyrir rann- sókn kjörbréfa, í fararbroddi. Kom í ljós að ákveðin frávik hefðu verið við flokkun kjör- gagna. Niðurstaðan var þó að láta úrslitin standa. Morgunblaðið/Eggert Vettvangsferðir Birgis NÓVEMBER Kaldir vindar blésu um verkalýðsfélagið Eflingu í haust og sagði formaðurinn Sólveig Anna Jónsdóttir af sér og í kjölfarið fylgdi framkvæmdastjórinn, Viðar Þorsteinsson. Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaðurinn, varð því skyndilega orðin formaður Eflingar og Ólöf Helga Adolfs- dóttir, ritari stjórnar, tók að sér varaformennsku. Vonast þær til að lægja öldurnar. Morgunblaðið/Ásdís Ný forysta Eflingar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon SEPTEMBER Formenn flokkana hittust í kappræðum í aðdrag- anda kosninga og ræddu málin í beinni á RÚV. Inga Sæland, for- maður Flokks fólksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, voru þeirra á meðal. Á myndinni mætti ætla að Inga væri að segja Bjarna til syndanna, en enginn veit hvað fór þeirra á milli. Augnablikið er engu að síður skemmtilegt. Tekist á fyrir kosningar FRÉTTIR AF INNLENDUM VETTVANGI SEPTEMBER Víkingar urðu Íslandsmeistarar karla í knattspyrnu 2021 eftir sigur á Leikni úr Reykjavík í lokaumferð úrvalsdeildar- innar á Víkingsvellinum 25. september. Þetta er 6. Íslandsmeist- aratitill Víkinga og sá fyrsti í 30 ár. Þeir urðu líka bikarmeistarar. Morgunblaðið/Eggert Víkingur Ísandsmeistari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.