Morgunblaðið - 31.12.2021, Page 35

Morgunblaðið - 31.12.2021, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2021 35 DESEMBER Kórónu- veiran fer ekki í mann- greinarálit og bankaði hressilega upp á á alþingi í desember. Fjölmargir þingmenn, ráðherrar og starfsmenn þings greind- ust með kórónuveiruna og þurftu að sæta ein- angrun yfir jól. Þeirra á meðal voru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Bjarni Benediktsson, Birg- ir Ármannsson, Sigmar Guðmundsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Oddný Harðardóttir og fleiri. Kalla þurfti inn vara- þingmenn til að hægt yrði að klára ýmis mál fyrir áramót.Morgunblaðið/Eggert Veiran á þingi DESEMBER Ekkert lát er á útbreiðslu kórónuveirunnar og sífellt bætist í hóp þeirra sem þurfa á skimun að halda. Miklar raðir mynduðust í desember þegar fólk flykktist í hraðpróf svo hægt yrði að fara á tónleika og aðra viðburði á aðventunni. Eftir því sem smitum fjölgaði gífurlega í desemberlok, mynduðust langar raðir í PCR-próf. Mörg hundruð manns greindust með veiruna á dag þessa síðustu daga ársins. Morgunblaðið/Eggert Raðir í kórónuveiru- próf lengjast sífellt DESEMBER Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum varð Evrópumeistari eftir hnífjafna bar- áttu við landslið Svíþjóðar í úrslitunum á Evrópumeistaramótinu í Guimaraes í Portúgal þann 4. desember. Ísland fékk 57.250 stig í heildareinkunn, nákvæmlega jafnmörg stig og Svíþjóð, en íslenska liðið stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa unnið fleiri greinar. Ísland vann tvær af þremur greinum, gólfæfingar og trampólín, en Svíþjóð vann á dýnu. Seinna sama dag endaði íslenska karlalandsliðið í hópfimleikum í öðru sæti á EM í Portú- gal og tók þar með silfrið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gull og silfur fimleikafólks NÓVEMBER Ný ríkisstjórn tók við hinn 28. nóvember en kosið var 25. september. Katrín Jak- obsdóttir er áfram forsætisráðherra og segist treysta öllum ráðherrum í sinni ríkisstjórn þótt hún neiti því ekki að margir innan flokkanna hefðu viljað færri breytingar. Talsverð uppstokkun varð á ráðuneytum í ríkisstjórninni en Katrín segist hafa verið helsti tals- maður þess að þeim yrði breytt fyrir komandi kjörtímabil. Svandís Svavarsdóttir fór úr ráðuneyti heilbrigðismála og í ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar á meðan Guðmundur Ingi Guðbrandsson fór úr umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og í ráðuneyti félags- og vinnu- mála. Guðlaugur Þór Þórðarson verður ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ný ríkisstjórn tekur við

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.