Morgunblaðið - 31.12.2021, Síða 35

Morgunblaðið - 31.12.2021, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2021 35 DESEMBER Kórónu- veiran fer ekki í mann- greinarálit og bankaði hressilega upp á á alþingi í desember. Fjölmargir þingmenn, ráðherrar og starfsmenn þings greind- ust með kórónuveiruna og þurftu að sæta ein- angrun yfir jól. Þeirra á meðal voru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Bjarni Benediktsson, Birg- ir Ármannsson, Sigmar Guðmundsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Oddný Harðardóttir og fleiri. Kalla þurfti inn vara- þingmenn til að hægt yrði að klára ýmis mál fyrir áramót.Morgunblaðið/Eggert Veiran á þingi DESEMBER Ekkert lát er á útbreiðslu kórónuveirunnar og sífellt bætist í hóp þeirra sem þurfa á skimun að halda. Miklar raðir mynduðust í desember þegar fólk flykktist í hraðpróf svo hægt yrði að fara á tónleika og aðra viðburði á aðventunni. Eftir því sem smitum fjölgaði gífurlega í desemberlok, mynduðust langar raðir í PCR-próf. Mörg hundruð manns greindust með veiruna á dag þessa síðustu daga ársins. Morgunblaðið/Eggert Raðir í kórónuveiru- próf lengjast sífellt DESEMBER Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum varð Evrópumeistari eftir hnífjafna bar- áttu við landslið Svíþjóðar í úrslitunum á Evrópumeistaramótinu í Guimaraes í Portúgal þann 4. desember. Ísland fékk 57.250 stig í heildareinkunn, nákvæmlega jafnmörg stig og Svíþjóð, en íslenska liðið stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa unnið fleiri greinar. Ísland vann tvær af þremur greinum, gólfæfingar og trampólín, en Svíþjóð vann á dýnu. Seinna sama dag endaði íslenska karlalandsliðið í hópfimleikum í öðru sæti á EM í Portú- gal og tók þar með silfrið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gull og silfur fimleikafólks NÓVEMBER Ný ríkisstjórn tók við hinn 28. nóvember en kosið var 25. september. Katrín Jak- obsdóttir er áfram forsætisráðherra og segist treysta öllum ráðherrum í sinni ríkisstjórn þótt hún neiti því ekki að margir innan flokkanna hefðu viljað færri breytingar. Talsverð uppstokkun varð á ráðuneytum í ríkisstjórninni en Katrín segist hafa verið helsti tals- maður þess að þeim yrði breytt fyrir komandi kjörtímabil. Svandís Svavarsdóttir fór úr ráðuneyti heilbrigðismála og í ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar á meðan Guðmundur Ingi Guðbrandsson fór úr umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og í ráðuneyti félags- og vinnu- mála. Guðlaugur Þór Þórðarson verður ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ný ríkisstjórn tekur við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.