Morgunblaðið - 31.12.2021, Síða 36

Morgunblaðið - 31.12.2021, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2021 JANÚAR Joseph Robinette Biden sór embættiseið 20. janúar og varð 46. forseti Bandaríkj- anna. Þetta var fyrsta innsetningarathöfnin í Washington á tímum kórónuveirunnar. Kórónuveirufaraldurinn varð til þess að athöfnin var fámennari en ella og viðstaddir báru grímu fyrir vitum sér. Næstum 33,8 milljónir fylgdust með í sjónvarpi í Bandaríkjunum þegar Kamala Devi Harris komst í sögubækurnar og varð fyrsta konan til að gegna embætti vara- forseta. Leiðarstef athafnarinnar var þjóðareining og skoraði Biden á landa sína að snúa bök- um saman gegn aðsteðjandi vám. „Stjórnmál þurfa ekki að vera stjórnlaus eldur sem eyðir öllu í vegi sér,“ sagði forsetinn í innsetningarræðunni þar sem tekið var á kórónuveirukreppunni og uppþotinu í þinghúsinu í Washington 6. janúar. Andrew Harnik/Pool via The New York Times Embættistaka án fordæma FRÉTTAMYNDIR AF ERLENDUM VETTVANGI JANÚAR Rússneski stjórnarand- stæðingurinn Aleksei A. Navalní er áberandi og hreinskiptinn gagnrýn- andi Vladimírs Pútíns forseta Rúss- lands. Í ágúst 2020 var Navalní hætt kominn þegar honum var byrlað banvænt taugaeitur, sem nefnist Novitsjok. Hann var fluttur með flug- vél á sjúkrahús í Þýskalandi. Hann kenndi Kremlverjum um að hafa eitr- að fyrir sér, en því neituðu rússnesk stjórnvöld. 17. janúar sneri Navalní heim til Moskvu og var samstundis handtekinn. Hann var síðar dæmdur í rúmlega tveggja ára fangelsi. 23. janúar þustu tugþúsundir manna á götur út til að mótmæla handtöku hans. Lögregla handtók í kjölfarið rúmlega 5.000 manns í að minnsta kosti 85 borgum um allt Rússland. Þetta voru mestu mótmæli í Rúss- landi um árabil og sýna óánægjuna sem kraumar undir niðri með stjórn- arhætti Pútíns.Sergey Ponomarev/The New York Times Mótmæli hrista upp í Rússlandi Sima Diab/The New York Times Fast í Súesskurðinum MARS The Ever Given, tæplega 400 metra langt japanskt flutningaskip, festist í Súesskurðinum og varð ekki haggað í tæpa viku. Skipið skorðaðist af í skurð- inum 23. mars í miklum sandstormi. Sjómenn og verkfræðingar unnu látlaust við flóknar björgunaraðgerðir. Notaður var floti dráttarbáta og dæluskipa til að flytja til 31.000 rúmmetra af eðju og sandi og að lyktum tókst að losa skipið 29. mars. Strandið stöðvaði alþjóðlegar skipaferðir og kostaði um 10 milljarða doll- ara (1,3 billjónir króna) í viðskiptum á dag. Atvikið undirstrikaði mikilvægi Súes- skurðarins, sem tengir Miðjarðarhafið við Rauðahafið og er stysta sjóleiðin milli Asíu og Evrópu. Egypsk stjórnvöld tilkynntu síðar að þau myndu láta breikka og dýpka syðri hluta skurðarins þar sem Ever Given strandaði. FEBRÚAR Sprengidagur er síðasti dag- urinn fyrir föstu og er venjulega dagur gleði og taumlausra hátíðarhalda, sér- staklega í New Orleans þar sem notast er við franska heitið Mardi Gras, sem þýðir feitur þriðjudagur. Í ár féll dagurinn á 16. febrúar og voru fagnaðarlætin með öllu hófstilltari hætti vegna kórónuveirufarald- ursins. Þegar opinberu göngunni í New Orleans var aflýst voru lögð á ráðin um hátíðahöld með nálægðartakmörkunum. Þegar fram komu myndir af grímulausu fólki að skemmta sér gripu borgaryfirvöld til sinna ráða og lokuðu vínveitingastöð- um. Árið 2020 fóru sprengidagshátíða- höldin fram án hafta nokkrum vikum áður en fyrsta staðfesta kórónuveirutilfellið greindist í Louisiana. Heilbrigðissérfræð- ingar telja að þessar fjölmennu sam- komur hafi breytt Bourbon-stræti í heitan reit í dreifingu kórónuveirunnar. Emily Kask/The New York Times Öðruvísi grímur á kjötkveðjuhátíð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.