Morgunblaðið - 31.12.2021, Síða 37

Morgunblaðið - 31.12.2021, Síða 37
MARS Átta manns, þar af sex konur af asískum uppruna, létu lífið í skot- árásum í þremur heilsulindum í Atl- anta í Georgíu í Bandaríkjunum 16. mars. 21 árs karlmaður var handtek- inn og ákærður fyrir morðin. Saksókn- arinn í Fulton County sagði að skot- árásin hefði verið hatursglæpur. Ráðist hefði verið á fórnarlömbin vegna uppruna þeirra, kynþáttar og kyns og yrði farið fram á dauðarefs- ingu. Frá því að kórónuveirufarald- urinn hófst hafa margir Bandaríkja- menn af asískum uppruna sagt að þeir hafi orðið fyrir árásum vegna kyn- þáttar síns og ótti þeirra magnaðist eftir morðin. Í skýrslu rannsóknar- stofnunar um hatur og öfgar við Ríkis- háskóla Kaliforníu voru bornar saman tölur frá fyrri hluta árs 2020 og 2021 og kom í ljós að hatursglæpum á hendur Bandaríkjamönnum af asísk- um uppruna fjölgaði um 169%.Chang W. Lee/The New York Times Asíumenn í Bandaríkjun- um verða fyrir auknu aðkasti MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2021 37 The New York Times Valdarán hersins í Búrma MARS Herinn í Búrma eða Mjanmar hrifsaði stjórnartaumana í valdaráni 1. febrúar og lýsti yf- ir neyðarástandi í eitt ár. Herinn, sem innfæddir kalla Tatmadaw, virti að vettugi niðurstöður almennra kosninga þar sem Daw Aung San Suu Kiy og Þjóðarbandalag hennar fyrir lýðræði unnu stórsigur. Eftir nokkurra vikna að mestu friðsamleg mótmæli gegn valdaráninu tók að hitna í kolunum og fyrstu almennu borgararnir létu lífið 19. febrúar. Þá dóu tveir óvopnaðir mótmælendur, annar sextán ára gamall drengur. Aung San Suu Kyi var ákærð fyrir glæpi sem gætu kostað hana margra ára fangelsisdóm. APRÍL Filippus prins, maður Elísabetar II. Bretadrottningar, lést 9. apríl 99 ára að aldri. Í til- kynningu frá Buckingham-höll kom fram að hertoginn af Edin- borg hefði kvatt með kyrrð og friði. Hann hafði í nokkur skipti verið lagður á sjúkrahús fyrr á árinu. Hann kvæntist Elísabetu árið 1947, áður en hún tók við krúnunni. Þau áttu fjögur börn, Karl, Önnu, Andrés og Játvarð. Hermt hefur verið að Elísabet hafi sagt föður sínum að Filipp- us væri eini maðurinn sem hún myndi nokkru sinni geta elsk- að. Er hann lést höfðu þau ver- ið gift í 73 ár. Filippus lifði sig inn í sitt konunglega hlutverk og var verndari rúmlega 800 góðgerðarsamtaka þegar hann dró sig í hlé frá opinberum skyldustörfum árið 2017. Andrew Testa/The New York Times Filippus prins látinn APRÍL Önnur bylgja kórónuveirunnar hafði skelfilegar afleiðingar á Indlandi. Seint í apríl voru skráð 300 þúsund ný tilfelli á dag í níu daga samfleytt og skömmu síðar fór talan í fyrsta skipti yfir 400 þúsund tilfelli. Sérfræðingar töldu að smitin hefðu verið mun fleiri, en ekki greinst. Faraldurinn var heilbrigðiskerfi landsins ofviða, súrefnisbirgðir voru af skornum skammti á sjúkrahúsum og skortur á bóluefni stóð bólusetningarherferðum fyrir þrifum í mörgum héruðum landsins. Serastofnun Indlands, helsti bóluefnaframleiðandi heims, þurfti nú að bregðast við vaxandi eftirspurn heima fyrir. Landamærin milli Indlands og Nepals eru opin og önnur bylgjan breiddist hratt út til grannríkja landsins. Atul Loke/The New York Times Kórónuveiran skæð á Indlandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.