Morgunblaðið - 31.12.2021, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 31.12.2021, Qupperneq 40
Diego Ibarra Sanchez/The New York Times Efnahagshrun í Líbanon ÁGÚST Efnahagur Líbanons hefur haldið áfram að versna eftir sprenginguna í höfninni í Beirút í ágúst í fyrra. Upp úr sauð þegar þess var minnst að ár var frá harmleiknum, en talið er að þetta sé ein öflugasta sprenging sem orðið hefur án þess að kjarnorka kæmi við sögu. Mótmælendur fjölmenntu úti á götum og óeirðir blossuðu upp. Alþjóðabankinn lýsti því svo að kreppan í landinu væri ein sú mesta í heiminum í eina og hálfa öld. Ugg- vænlega hátt hlutfall heimila var án helstu nauðþurfta og er skortur á mat, lyfjum og eldsneyti. Átakalínur í stjórnmálum í landinu liggja á milli trúarbragða og flokkadrættir eru miklir. Stjórnvöld reyndu að semja við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunaráætlun. Í október kom til banvænna götubardaga milli vígasveita kristinna og sjía-múslíma, sem minntu á borgarastyrjöldina í landinu fyrir rúmum þremur áratugum. 40 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.12. 2021 ÁGÚST Samhliða því að bandarískir hermenn voru kvaddir á braut frá Afg- anistan féllu höfuðborgir héraða í landinu eins og spilakubbar undan sókn Talíbana, sem yfirbuguðu þjóð- arher landsins eins og hendi væri veif- að. Kabúl, höfuðborg landsins, féll 15. ágúst. Ashraf Ghani, forseti Afganist- ans, flúði og stjórn landsins féll áður en Bandaríkjamenn höfðu náð að kalla alla sína hermenn og óbreytta borgara heim. Þúsundir manna reyndu í örvæntingu að flýja og skap- aðist mikil ringulreið við flugvöllinn í Kabúl. 26. ágúst sprengdi vígamaður frá Ríki íslams sig í loft upp við hlið flugvallarins með þeim afleiðingum að yfir 170 óbreyttir borgarar og 13 bandarískir hermenn létu lífið. Talíbanar snúa aftur til valda í Afganistan FRÉTTAMYNDIR AF ERLENDUM VETTVANGI Jim Huylebroek/The New York Times Kosið í Þýskalandi SEPTEMBER Þjóðverjar gengu til almennra þingkosninga 26. september þar sem skorið var úr um hver myndi taka við af Angelu Merkel kanslara eftir næst- um 16 ár við völd í fjögur kjörtímabil. Merkel, sem er kristilegur demókrati, hafði tilkynnt að hún myndi ekki sækjast eftir að sitja áfram og ríkti mikil spenna um hver yrði arftaki hennar. Sósíaldemókratar bættu við sig fylgi á lokametrum kosningabaráttunnar og þegar talið hafði verið upp úr kjörkössunum blasti við að Olaf Scholz, leiðtogi þeirra, væri líklegastur til að leiða næstu stjórn Þýska- lands. Eftir langar og strangar stjórnarmyndunarviðræður Sósíaldemókrata, Frjálsra demókrata og Græningja tók Scholz við embætti kanslara 8. desember. Fabian Bimmer/Reuters Luis Acosta/Agence France-Presse Getty Images Pandóru-skjölunum lekið OKTÓBER Yfirgripsmikið yfirlit yfir eignir og fjármál fólks á borð við Abdullah II. Jórdaníukonung, Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, söngvarann Shakiru og menn í innsta hring hjá Vladimír Pút- ín Rússlandsforseta var meðal upplýsinga sem komu upp á yfirborðið í gríðarlegu gagnahafi sem var lekið og nefndust Pandóru-skjölin. Þar var meint notkun hinna ríku á aflandsfyrirtækjum til að hlaða undir sig auði og leyna honum, komast undan skatti og eiga í leynilegum fjár- málagjörningum afhjúpuð. Lekið var tugmilljónum leyndarskjala frá 14 aflandsfyrirtækjum. Samtökin International Consortium of Investigative Journalists, sem hafa aðsetur í Washington, birtu skjölin í samvinnu við ákveðna fjölmiðla, þar á meðal Guardian og Washington Post. Þar var að finna rúmlega 330 opinbera embættismenn frá yfir níutíu löndum og 35 núverandi og fyrrverandi þjóðarleiðtoga.Kenny Holston/The New York Times Hæstiréttur stöðvar ekki gildistöku fóstur- eyðingalaga í Texas SEPTEMBER Hæstiréttur Banda- ríkjanna dæmdi að ekki bæri að koma í veg fyrir að ný löggjöf um fóstureyðingar tæki gildi í Texas. Fimm dómarar komust að þessari niðurstöðu, en fjórir voru andvígir. Með lögunum taka gildi mestu tak- markanir á fóstureyðingum í Banda- ríkjunum. Þau banna fóstureyðingar eftir sex vikna meðgöngu. Sam- kvæmt lögunum kemur það ekki í hlut ríkisvaldsins í Texas að fram- fylgja þeim, heldur almennra borg- ara, sem hafa rétt til að stefna hverj- um þeim sem eyðir fóstri. Hafi þeir betur eiga þeir rétt á minnst 10.000 dollurum (1,3 milljónum króna) til að borga lögmannskostnað. Gagnrýn- endur hafa lýst yfir áhyggjum af lög- unum og harma að nokkurs konar hausaveiðurum verði gefið vald til að framfylgja þeim. Hæstiréttur hlýddi á sjónarmið stjórnar Bidens og heilsugæslustöðva sem gera fóstureyðingar gegn lögunum 1. nóvember og gaf til kynna að heilsu- gæslustöðvunum yrði gefinn kostur á að halda málflutningi sínum áfram.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.