Morgunblaðið - 31.12.2021, Síða 41

Morgunblaðið - 31.12.2021, Síða 41
Kieran Dodds/The New York Times Aðgerða krafist á lofts- lagsfundi í Glasgow NÓVEMBER 26. loftslags- ráðstefna Sameinuðu þjóð- anna var haldin í Glasgow í Skotlandi 31. október til 13. nóvember. Fundinn sátu yfir 130 þjóðarleiðtogar og mörg þúsund embættismenn og aðrir fulltrúar hvaðanæva úr heiminum til að fjalla um ógn loftslagsbreytinga. Fundinn átti upphaflega að halda í nóv- ember 2020 en var frestað um ár vegna kórónuveiru- faraldursins. Á fundinum var meðal annars gert alþjóðlegt samkomulag um að takmarka notkun jarðefnaeldsneytis og var því gefið heitið Glasgow- sáttmálinn. Ákveðið var að 6. nóvember yrði alþjóðlegur dagur loftslagsréttlætis. Rúm- lega 100 þúsund manns fylktu liði á götum Glasgow til að efla stuðning við loftslagsaðgerðir og kröfðust þess að leiðtogar heims létu til skarar skríða. MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.12. 2021 41 Alex Ingram/The New York Times Kórónuveiran raskar enn alþjóðlegum flutningum DESEMBER Ferðalangar þurftu að glíma við síbreytilegar ferðatakmark- anir og aðstæður vegna kórónuveiru- faraldursins. Farið var fram á bólusetn- ingarvottorð og kröfur um grímuburð ollu spennu. Um leið hækkuðu flug- miðar, bílaleigubílar og eldsneyti í verði. 8. nóvember var bólusettum er- lendum ferðamönnum frá yfir 30 lönd- um leyft að ferðast til Bandaríkjanna og flugfélög bundu vonir við bylgju al- þjóðlegra flugfarþega yfir hátíðirnar. 26. nóvember lýsti Alþjóðaheilbrigðis- stofnun Sameinuðu þjóðanna hins vegar yfir því að hið nýja Ómíkron- afbrigði kórónuveirunnar væri áhyggjuefni. Ótti greip um sig og Joe Biden Bandaríkjaforseti bannaði ferðamönnum öðrum en Bandaríkja- mönnum frá átta Afríkuríkjum að koma til Bandaríkjanna. Þau voru Bótsvana, Esvatíní, Lesótó, Malaví, Mósambík, Namibía, Simbabve og Suður-Afríka, sem fyrst greindi afbrigðið. Önnur lönd, þar á meðal Ísrael, Japan og Marokkó, bönnuðu komu allra er- lendra gesta inn fyrir landamæri sín. NÓVEMBER Seint í nóvember voru erindrekar frá Bandaríkjunum og Afríkubandalaginu enn að reyna að semja um vopnahlé til að binda enda á átökin milli uppreisnarsveita úr norður- hluta Eþíópíu, sem kallast Þjóðfrelsisfylking Tigray eða TPLF, og stjórnvalda í Eþíópíu. Átök- in höfðu borist út fyrir Tigray-svæðið og breiðst út til héraðanna Amhara og Afar. Fyrr í mán- uðinum hafði stjórnin lýst yfir neyðarástandi af ótta við að TPLF hæfi umsátur um höfuð- borgina, Addis Ababa. Sameinuðu þjóðirnar og mannréttindasamtökin Amnesty Inter- national sögðu í skýrslum að mannréttindi hefðu verið brotin á báða bóga í átökunum. Þúsundir manna hafa látið lífið og hungursneyð blasir við rúmlega 400 þúsund manns vegna þess að Tigray hefur verið sett í herkví. Næstum tvær milljónir manna hafa neyðst til að yfir- gefa heimili sín og eru á vergangi. Eþíópía er næstfjölmennasta land Afríku og í stríðshrjáðri álfu hefur landið verið stöðugur lykilbandamaður Vesturlanda um árabil. Eduardo Soteras/AFP Átökin um Tigray í Eþíópíu DESEMBER Í desember voru flutningaskip, hafnir og geymslur í Bandaríkjunum full af vörum sem ekki höfðu náð inn á hillur verslana fyrir jólagjafavertíðina. Tveimur mánuð- um fyrr hafði stjórn Joes Bidens Bandaríkjaforseta greint frá fyrirætlunum um að láta vinna fram eftir í höfninni í Los Angeles til að opna flöskuhálsinn. Aðeins 21 fyrirtæki af 125 þúsund, sem flytja vörur inn í landið í gegnum Los Angeles, skráði sig til að sækja vörur utan venjulegs vinnutíma. Stærri smásalar á borð við Walmart, Macy’s og Target fundu leiðir til að koma vörum í verslanir í Bandaríkjunum, en sérfræðingar sögðu að smærri fyrirtæki, sem ekki hafa jafn mikið bolmagn og handbært fé, hefðu orðið fyrir þungu höggi. Í skýrslu frá rannsóknarfyrirtækinu Oxford Economics sagði að raskanir í birgðakeðjunni hefðu náð hámarki eða myndu gera það á síðasta ársfjórðungi 2021. Reuters/Brendan McDermid Stífluð birgðakeðja fyrir hátíðirnar David Amess stunginn til bana Peter Nicholls/Reuters OKTÓBER Breski þingmaðurinn David Amess, sem var aðlaður 2015, var stunginn til bana 15. október. Hann var 69 ára. Amess var á fundi með kjósendum í kyrrlátu sjávarþorpi austur af London þegar ráðist var á hann. Þetta er í annað skipti á fimm árum sem breskur stjórn- málamaður bíður bana í árás á opinberum viðburði. Lögregla sagði að árásin hefði verið hryðjuverk og Ali Harbi Ali, breskur ríkisborgari af sómölskum uppruna, sem talið væri að hefði tengsl við Ríki íslams, hefði framið morðið. Árásin varð til þess að fram komu kröfur um aðgerðir til að tryggja öryggi embættismanna og kjörinna fulltrúa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.