Morgunblaðið - 31.12.2021, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 31.12.2021, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2021 51 „Fólk leitar að fullnægju“ VICKY LAU Undanfarin tvö ár hefur verið hröð þró- un í matar- og drykkjariðnaðinum. Veit- ingastaðir og barir hafa mátt hafa sig alla við til að laga sig að aðstæðum og lifa af fordæmalausar reglur og reglugerðir vegna faraldursins, sem hefur leitt til þess að þúsundir veitingahúsa um allan heim hafa liðið undir lok. Um leið hafa út- göngubönn vegna kórónuveirunnar og ný tækni þrýst á launþega um að skipta um starf eða fara inn á algerlega nýjar brautir. Það hefur verið greinanleg hreyfing frá hefðbundnum starfsferli í veitingageiran- um til þess að fólk kjósi fremur að gegna mörgum störfum í einu eða fara úr einu starfi í annað. Fólk leitar að sannri full- nægju í lífi sínu og starfi og nú þegar auðveldara er að fara út í rafræn viðskipti en nokkurn tímann hafa margir launþegar orðið sínir eigin herrar og jafnvel stofnað eigin fyrirtæki. Höft á að fara út að borða innan dyra hafa búið til nýtt mynstur í því hvernig fólk nálgast mat (enduruppgötvuð ást á að elda heima) og neytir (matar- heimsendingaröppum hefur fjölgað eins og gorkúlum). Í Hong Kong hefur fólk til- einkað sér mun heilbrigðari matarvenjur. Nýr fókus á að hugsa vel um sjálfan sig þýðir að margir vilja vera besta útgáfan af sjálfum sér þegar faraldrinum linnir. Eig- endur fyrirtækja eru líka farnir að leita að- fanga í næsta nágrenni, setja sig í sam- band við nálæga bændur og gera tilraunir með eigin sköpunarverk. Í greininni hafa menn glímt við að vera í fararbroddi með því að laga sig að breytt- um þörfum viðskiptavina um leið og þeir hafa látið hverja bylgjuna af annarri af samkomutakmörkunum yfir sig ganga, svo aðeins tvennt sé nefnt. Í framtíðinni mun samband okkar við mat þurfa að hverfa aftur til upprunans, til góðs hráefnis. Fyrir matreiðslumeistara mun skipta sköpum hvaðan aðföngin koma, hvort sem við erum að elda hefð- bundinn mat eða laga okkur að nýjum matarvenjum. Framtíð greinarinnar veltur á því. Vicky Lau er framkvæmdastjóri og eigandi Tate Dining Room í Hong Kong. BILLY BRAGG Ég hef alltaf verið farandverkamaður. Sumir tónlistarmenn vinna sér inn næga peninga með upptökum sínum, en flest okkar vinna fyrir okkur með tónleika- ferðalögum. Frá því ég gerði þetta að atvinnu minni fyrir 35 árum hef ég stundað mitt fag um allan heim. Þegar faraldurinn skall á 2020 var ég bókaður í Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Þýskalandi, Hollandi og Bandaríkjunum. Þegar ljós- in voru slökkt í klúbbum og tónlistar- sölum og tónleikum mínum var frestað var ég viss um að þessu yrði lokið áður en sumarhátíðirnar gengju í garð. Þegar Glastonbury-hátíðinni í Somerset á Eng- landi var aflýst varð mér hins vegar ljóst hvað staðan var alvarleg. Þegar fyrsta útgöngubannið var til- kynnt á Bretlandi blasti við mér að ég þurfti að læra hratt eins og allir lista- menn, sem ákveða að koma fram í beinni útsendingu á netinu. Þegar ég var ungur maður hafði ég gaman af að horfa á sjálfan mig í svenherbergis- speglinum í rokkstellingum að slá strengi tennisspaða í miklum ham. Þessa dagana á ég erfiðara með að lifa mig jafn ákaft inn í að horfa á speglun af sjálfum mér starandi á mig af skjá snjallsíma og einu merkjanlegu við- brögð áhorfenda eru tjáningartákn, sem líða hljóðlaust upp á meðan ég spila. En ekki aðeins þeir sem koma fram þurfa staðfestingu frá fjöldanum. Tónlist á það til að láta okkur líða eins og við séum ekki ein og gefa okkur til kynna að aðrir eigi í sömu tilfinningaflækjunum og við. Tilfinning samhygðar verður aldrei öflugri en á staðnum á tónleikum. Að eiga lag, sem hefur styrkt þig í þeim ásetningi að hefja þig yfir vanda- mál þín, og vera svo í návist listamanns- ins, sem veitti þennan innblástur, getur verið reynsla, sem veitir kraft. Þegar hann eða þeir syngja lagið þitt og hundruð – eða jafnvel þúsundir – radda taka undir með þér getur það veitt þér staðfestingu sem er eins og sæluvíma. Þetta er augnablik blessunarlegrar sam- vistar þar sem efa og óyndi er feykt í burtu. Þú yfirgefur tónleikastaðinn með endurnært þol og þrautseigju. Þótt faraldurinn kunni að breyta því hvernig við sjáum heiminn og leiða til langvarandi breytinga á því hvernig sumt fólk vinnur er ég sannfærður um að í minni atvinnugrein munu hlutirnir að mestu áfram verða eins og þeir hafa alltaf verið. Hin tilfinningalega samstaða lifandi viðburða er nokkuð, sem ekki verður svo auðveldlega líkt eftir á net- inu. Billy Bragg er breskur söngvari, lagahöfundur, aðgerðasinni og félagsgreinandi. Jill Furmanovsky „Staðfesting fjöldans“ TINU BROWN Eftir því sem vírusinn þráast lengur við að hverfa hljóðlega út í nóttina verður ljósara að heimur eftir kórónuveiru er einfaldlega tálsýn. Vinnustaðurinn er síður staður en síbreyti- legur vettvangur fyrir faglegan sjálfsefa sem erfitt er að festa á hendur; jafnvel meiri tálsýn fyrir yfirmennina en almenna starfsmenn. Yfir- maðurinn gæti haldið að hún sé með starfs- lið, en það sem hún hefur í höndunum eru draugaliðar — ýttu örlítið við þeim og þeir gufa upp. Fyrir vikið eru stjórnendur ráða- lausir gagnvart kröfunni um blendings- skrifstofu, fyrirbæri, sem aðeins virkar ef starfsmenn mæta til vinnu á sama tíma. Ef þeir gera það ekki er ógerningur að halda fund án þess að það verði afgerandi eyður við fundarborðið. Það þýðir smáskammt af mála- myndaþátttakendum, sem logga sig inn og gleymast, og einn eða tveir fjarverandi, sem síðar afsaka sig: „Leitt að ég missti af þessum fundi — netið í Vermont er verulega slæmt.“ Og gleymum ekki að sýndarveruleikatækni Facebook, þar sem fjarverandi starfsfélagar birtast eins og manngervingar, neyðir aðra til að setja á sig klunnalega hjálma bara til þess að aðstoðarmarkaðsstjórinn birtist þeim (kannski með viðeigandi hætti) í formi teikni- myndapersónu, sem kinkar kolli. Ein rangsnúin niðurstaða „hins nýja vinnu- staðar“ er að margir starfsmenn kjósi að vera heima vegna þess að þeir framleiði meira. Öö, nei. Fólk hafði fundið fyrir djúpstæðri staf- rænni kulnun löngu fyrir kórónuveiruna. Ef það er einn samnefnari fyrir hina viðsjálu stemmningu eftir kórónuveiruna er það að flest geðheilbrigt fólk vilji alls ekki vinna mik- ið. Það kjósi að gera akkúrat það sem þarf til að bægja úlfinum fra útidyrunum og halda ögn af sínu faglega vægi. Gamaldags mannauðsdeildir heyra fortíð- inni til. Draugaliðar vilja ekki deila vinnu- vandamálum sínum með manni í jakkafötum, sem hefur það hlutverk að róa þig fyrir hönd stjórnenda. Mörk vinnu og einkalífs hafa máðst út í Zoom-heiminum. Ég spái aukinni notkun umönnunarstofnana með sveitalífs- skírskotun á borð við Solas Mind, sem Sarah McCaffrey stofnaði og veitir þeim sem eru sjálfstætt starfandi í hinum skapandi greinum andlegan stuðning. Líf við útgöngubann og samkomutakmark- anir sýndi hvað við erum öll brothætt — og hvað okkur langar mikið til að tala um það. Svarið við skrifstofuvinnu í framtíðinni er ljóst: Starfsmenn ættu að fara á skrifstofuna sömu þrjá dagana í viku hverri og hverfa síðan til sinna mikilsmetnu leyndarheima. Tina Brown er blaðamaður og rithöfundur og fyrrverandi ristjóri tímaritanna Vanity Fair og The New Yorker. Brigitte Lacombe „Fólk hafði fundið fyrir djúp- stæðri stafrænni kulnun löngu fyrir kórónuveiruna“ ROSABETH MOSS KANTER Uppnámið vegna kórónuveirunnar gætu verið tímamót til að innleiða — loksins — til- lögur, sem fyrst komu fram fyrir áratugum, um gæðafyrirkomulag lífsins í vinnunni og utan hennar. Sveigjanlegur vinnutími, jöfn tækifæri fyrir konur og minnihlutahópa, gott jafnvægi milli vinnu og fjölskyldu og félags- lega ábyrg fyrirtæki hafa lengi verið úti við sjónarrönd sem fjarlægar vonir. Einn hvatinn er tæknin. Tæknin leggur sitt af mörkum til breytinga með því að gera kleift að vinna hvar sem er. Hún breytir stofn- unum og gerir þjónustu aðgengilegri, hvort sem það er menntun á netinu eða heilbrigð- isþjónusta með fjarlækningum, þjarka- skurðlækningum eða heilsufarslegt eftirlit heima fyrir. Skortur á vinnuafli í illa launuð störf, sem byggja á endurtekningu, skapa pláss fyrir þjarka eins og þjarkavædda veit- ingastaðinn í hverfinu mínu. Launaþrælk- unin kvödd. En tæknin mun ekki skapa paradís launa- mannsins án umfangsmeiri umbóta. Að geta átt í samskiptum augliti til auglitis með hjálp tækninnar er hvað sem öðru líður til bóta fyrir launþega sem komast á vinnu- stað, en það þýðir hins vegar að þeir þurfa aðgengilega barnaumönnun og flutning, sem enn er ekki til staðar í stórum stíl. Og heimur undirlagður af tækni felur í sér truflandi möguleika á að stjórna með eftirlitstækni, sem verður stöðugt fágaðri, nema sjálfstæði hins vinnandi manns verði verndað. Annar aflvaki breytinga er aðgerðir hins vinnandi fólks með ungt hæfileikafólk í for- ystu. Samkeppnin um hæfileika þess eflir því kjark og sömuleiðis vantraust í garð stofnana þannig að það mótmælir óæskilegum við- skiptavinum, vörum, sem eru skaðlegar um- hverfinu, ósveigjanlegum starfskröfum, mis- munun og þeim sem áreita aftur og aftur. Þetta fólk vill taka meiri þátt í ákvörðunum, skipuleggja sig sjálft til að grípa til aðgerða frekar en að bíða eftir leyfi. Það eflir utan- aðkomandi þrýstihópa til að setja fyrirtækjum sífellt strangari kröfur. Með þeim hætti hjálpar það til við að efla félagslega ábyrgð fyrirtækja og búa til almennar væntingar um að frammi- staða fyrirtækja í umverfis-, félags- og stjórn- unarmálum verði tekin út. Það er ekki nóg. Ef vinnustaðir gera ekki meira til að hjálpa fólki að veita fjölskyldunni og persónulegum gildum sínum þann for- gang sem það vill mun starfið hætta að vera meginþáttur í því hvernig fólk skilgreinir sjálft sig. Uppsagnirnar miklu gætu haldið áfram, sérstaklega ef fumkvöðulsleiðin verður væn- leg fyrir konur og minnihlutahópa — þegar þau geta losað um heljartak hvíta karlmanns- ins á áhættufé. Án gerbreytinga á vinnu- staðnum verður launavinna ekkert annað en viðskipti, hollustulaus nauðsyn til að lifa af með lausum tengslum í ætt við íhlaupavinnu. Jafnvel vel launuð störf verða hliðarspor, sem reynt er að ljúka af sem fyrst, til þess að lífið geti haldið áfram. Góðgerðakapphlaupið mun leysa rottukapphlaupið af hólmi. Bestu vinnuskilyrðin munu bjóða upp á tækifæri til að inna af hendi félagsþjónustu. Vinnan mun ekki umbreytast úr launaþrælk- un í verkamannaparadís án menningar og op- inberrar stefnu, sem gerir kröfu til leikskóla fyrir alla, sveigjanlegs vinnutíma, að eiga þátt í ákvörðunum og félagslegrar ábyrgðar. Tækn- in gerir kleift, en maðurinn býr til reglurnar. Rosabeth Moss Kanter er prófessor í viðskiptum við Harvard Business School og sérhæfir sig í breytingastjórnun og nýsköpun. Nýjasta bók henn- ar nefnist „Think Outside the Building: How Ad- vanced Leaders Can Change the World One Smart Innovation at a Time.“ „Tæknin gerir kleift, en maðurinn býr til reglurnar“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.