Morgunblaðið - 31.12.2021, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2021
Morðið á George Floyd átti sér stað rétt eftir
að ég hafði varið nokkrum mánuðum í að
mynda á og í kringum staði þar sem áður voru
plantekrur í Louisiana. Einmitt þá neyddist ég
til að hætta að mynda og fara í sóttkví vegna
kórónuveirunnar. Fyrir mér kallaðist dauði
Floyds fyrir hendi hvíts lögregluþjóns á við
söguna, sem er alls staðar í landslaginu þar
sem ég hafði dvalið þessa mánuði, saga tilefn-
islauss ofbeldis og vanvirðingar á lífi svartra
var dregin aftur fram á sjónarsviðið. En að
þessu sinni brást heimurinn við og var ofboðið.
Það gaf til kynna að vanvirðing gagnvart lífi
svartra og hinar ýmsu endurteknu birtingar-
myndir hennar í samtímanum yrðu hvorki
liðnar né virtar að vettugi. Þegar ég sneri aft-
ur til Louisiana fyrir stuttu styrktist ég í þeirri
trú að við bjóðum hættunni heim ef við gleym-
um sögunni og að kalla hana til vitnis – líkt og
ég geri í verkum mínum – fær okkur til að
halda vöku okkar og geta brugðist við þessum
hræðilegu þáttum úr fortíð, sem getur enn
komið okkur í koll ef ekki er hugað að henni.
2019, árið fyrir faraldurinn, hafði ég varið
þó nokkrum tíma í Louisiana til að undir-
byggja vinnu mína sem listamaður og ljós-
myndari; að reyna að skapa tengsl við afrísk-
ameríska sögu og hvernig innri spenna hennar
og harmleikir leiða okkur ekki bara aftur í for-
tíðina heldureiga skírskotun í samtíma okkar á
þessari stundu. Hið langa ár sjálfssóttkvíar,
sem fylgdi í kjölfarið, gaf mér tíma og pláss til
að fara jafnvel enn dýpra ofan í það hvað þessi
vinna mín gæti þýtt á okkar tímum.
Ég hafði verið að rannsaka og síðan byrjað
að taka myndir á og við plantekrurnar Ever-
green, Destrehan, Laura, Oak Alley og Whit-
ney á vesturbökkum Mississippi. Val mitt á
þessum stöðum – sykurreyrsekrum, kofum,
fenjum og trjám – endurspeglaði vilja minn til
að gera vettvang upphafsins á sambandinu
milli Bandaríkjanna og svartra borgara þeirra
enn fyrirferðarmeiri og þar með sjá til þess að
það þyrnum stráða samband væri til staðar í
samræðu okkar nú um kynþáttamál.
Sagan getur iðulega skýrt samtímann og
það á við um sögur og frásagnir af ofbeldis-
fullu og ómannúðlegu arðráni svartra í þræla-
haldi, vinnuafli, sem var haldi föngnu og launa-
lausu og látið vinna á plantekrum á amerískri
grund. Frá þessu sambandi, þar sem líf
svartra var notað, léttvægt fundið og ekki talið
þess virði að njóta minnstu mannúðar, má
draga beina línu til morðsins á Floyd. Mis-
kunnarlaust morð lögreglumanns í Minneapol-
is á honum er bergmál af hrottaskapnum og
grimmdinni, sem svartir þrælar urðu fyrir af
hendi umsjónarmanna sinna, meðal annars á
plantekrunum, sem ég fór nú um og tók mynd-
ir af.
Eftir að hafa verið í burtu frá umhverfi
plantekranna í Louisiana í rúmt ár átti ég þess
loks kost að snúa aftur og halda vinnu minni
áfram. Eftir allt sem hafði gerst frá því að ég
var þar síðast fannst mér þörfin á að vera
þarna jafnvel enn brýnni. Það fékk mig til að
velta fyrir mér hvort alþjóðlegu viðbrögðin við
morðinu á George Floyd væru til marks um að
rúmu ári síðar værum við á öðrum stað sem
land en áður.
©2021 Dawoud Bey
Hús á Whitney-plantekrunni í Wallace í Lousiana, 2019.
Með leyfi listamannsins.
Fortíðin er hér
Ljósmyndarinn Dawoud Bey komst að því að bergmál fortíðarinnar setur enn mark sitt á samtímann í
flokki ljósmynda, sem hann tók á gömlum plantekrum í Louisiana.
DAWOUD BEY
er við rannsóknir hjá MacArthur-stofnuninni og lista-
maður sem skoðar fortíð svartra í Bandaríkjunum í
ljósi samtímans. Eitt nýjasta verkefni hans er að taka
myndir á plantekrum í Louisiana, „Á þessum stað
hér“, og eru þær til sýnis í Prospect.5 í New Orleans.
Yfirlitssýning á verkum hans verður opnuð í
Museum of Fine Arts í Houston árið 2022.
Frá þessu sambandi, þar sem líf svartra
var notað, léttvægt fundið og ekki talið
þess virði að njóta minnstu mannúðar,
má draga beina línu til morðsins á Floyd.
HORFUR Í HEIMI: ÁRIÐ Í GEGNUM LINSU LISTAMANNSINS
’’