Morgunblaðið - 31.12.2021, Page 60

Morgunblaðið - 31.12.2021, Page 60
Strætisvagn og bílar sitja fastir í flóði í New York-borg í september eftir að fellibylurinn Ida skall á með þeim afleiðingum að átta létu lífið, litlu munaði að neðanjarðarlestakerfið lamaðist og fjöldi heimila eyðilagðist í New Jersey. Dakota Santiago/The New York Times 60 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.12. 2021 Loftslagsváin hefur verið að aukast um áratugi en það er ekki fyrr en í byrjun 21. aldarinnar sem hún hefur raunverulega náð athygli ríkari landa á norðurhveli jarðar. Skógareldar í allt frá Kaliforníu til Grikklands og flóð í allt frá New York til Þýska- lands hafa sýnt fólki svart á hvítu að þessi alheimsvá er raunveru- leg og náum við ekki að stöðva þessa þróun núna er hætta á að við munum missa tökin og ekki geta stöðvað hana síðar. Síðasta sumar gáfu helstu vísindamenn á sviði loftslagsbreyt- inga út skýrslu með síðustu niðurstöðum vísindanefndar Samein- uðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og þar kom enn og aftur fram að það verður að bregðast við strax. En í stað þess að finna staðfestu hjá almenningi við að heyra um grafalvarlega stöðu mála skynja ég úrræðaleysi. Margir í hinum vestræna heimi eru ófærir um, eða vilja ekki, tengja hagkerfi okkar sem byggist á stöðugum hagvexti við stighækkandi náttúruhamfarir í kringum okkur. Við búum í löndum sem hafa eytt sínum kolvetniskvóta og vel það fyrir löngu – sérstaklega ef við tökum inn í dæmið kolvetnis- losun frá 1850. Þessi kolvetnislosun hefur mest áhrif á lönd sem eru fjarri okkur, lönd þar sem íbúarnir eru í miklu meiri hættu ef þeir dirfast að gagnrýna þetta óréttlæti. Ég trúi því að okkur, sem erum í aðstöðu til að hafa áhrif, beri skylda til þess að gera það. Ein leið til þess er að taka aktívisma opnum örmum og berj- ast gegn þeim sem menga mest og eru með athæfi sínu að skaða heimsbyggðina. Þannig getum við líka endurgreitt okkar eigin skuld. Í rauninni er getan til að skipuleggja og mótmæla, án þess að búa við ofbeldisfull viðbrögð, hugsanlega öflugasta tákn þeirra forréttinda sem við búum við. Og það er mín reynsla að það að nýta þessi forréttindi sé greiðasta leiðin til að þoka heiminum í átt að öruggari og réttlátari framtíð fyrir allt líf á jörðinni. Fyrir tíu árum skynjaði ég fyrst á eigin skinni gremjuna og úr- ræðaleysið sem mörg okkar upplifa í dag. Ég var nýútskrifuð úr sjávarútvegsháskóla og hafði fengið réttindi til að stýra atvinnu- skipum og í ágúst 2011 sigldi ég þýska ísbrjótnum RV Polarstern til Norðurpólsins. Vísindamenn okkar skáluðu og héldu upp á að vera komnir á áfangastað á frosnu þilfarinu. En nokkrum mín- útum seinna voru allir byrjaðir að vinna aftur og ég sá áhyggju- svip færast yfir andlit þeirra. Við gátum ekki tekið það magn af ísjökum sem við höfðum áætlað að taka frá Norðurpólnum, því það var bara ekki nógu mikið um gamlan klaka. Að lokum urðum við að leita að þokkalega stórum jaka með því að nota þyrlu. Það örlaði á gremju hjá eldri vísindamönnunum sem höfðu skrifað skýrslur áratugum saman um hnatthlýnunina en fengið lítil við- brögð. Í dag kalla flestir mig aktívista eða aðgerðasinna. Ég vinn ekki lengur sem siglingafræðingur, þótt margir þekki mig sem skip- stjóra flóttamannabátsins sem var tekinn af yfirvöldum (og sleppt strax aftur) eftir að við komum í höfn á Ítalíu án leyfis eftir 17 daga bið. Þar nýtti ég forréttindi mín sem hvít millistéttarkona til borgaralegrar óhlýðni (ég gat menntað mig frítt og hafði sjálfstraustið til að gera ráð fyrir að ég yrði ekki dæmd fyrir at- hæfið, ólíkt mörgum farandmönnum í Grikklandi og á Ítalíu) til þess að styðja við fólk sem er á ofbeldisfullan hátt ýtt út á jað- arinn af evrópska samfélaginu. Í ágúst 2021 sneri ég til baka til Þýskalands til rústa þorpsins Lützerath sem er aðeins 200 metra frá risastórri opnu brún- kolanámunni Garzweiler sem sér orkustöðinni Neurath í eigu RWE-orkurisans fyrir orku, en fyrirtækið er eitt af tíu fyr- irtækjum í Evrópu sem menga mest. Bóndinn vill ekki selja land sitt til RWE og gæti fljótlega verið þvingaður að yfirgefa eign sína. Ég var ein þeirra 300 sem hann bauð til þess að mótmæla þessum gjörningi með því að setja upp tjaldbúðir á landi hans. Ég sé fleiri möguleika til að mótmæla á stöðum eins og Lützerath með því að nota beinar aðgerðir og landsetu til þess að hamla frekari námugreftri, sem mun á endanum auka jarðefnislosun sem yrði stórslys í baráttunni gegn loftslagsvánni ef ekkert er að gert. Mengandi stóriðnaður mun ekki breyta aðgerðum sínum ef al- menningur rís ekki upp gegn honum. Ólíkt þeim fjölda fólks, sem býr í þúsund mílna fjarlægð og hefur búið við afleiðingarnar af menguninni miklu lengur en við á norðlægari slóðum, bý ég og margir aðrir á svæðum þar sem stærstu mengunarvaldarnir, eins og Exxon, Royal Dutch Shell, BP, Chevron og Total eru með höfuðstöðvar sínar. Það eru líka forréttindi að vera í þeirri ná- lægð að geta beitt ýmsum aðferðum, þ. á m. borgaralegri óhlýðni til að mótmæla á heimavelli mengunarvaldanna svo þeir geti axl- að ábyrgð á gjörðum sínum og samtímis borgað til baka eitthvað af okkar kolefnisskuld við heiminn. Þessi forréttindi gefa okkur líka beinan aðgang að valdakerfi þessara fyrirtækja, fjármálum þeirra, hagsmunagæsluvaldi þeirra og því félagslega samþykki sem þau hafa til að starfa. Þetta verður ekki auðvelt. En fólk hefur barist fyrir réttindum sínum og frelsi við mun erfiðari aðstæður bæði nú til dags og á ár- um áður. Vinur minn frá Súdan, Abdul Aziz Muhamat, var fang- elsaður í einangrunarbúðum á Manus-eyju við strendur Ástralíu í næstum sex ár. Allan þann tíma voru fangarnir að skipuleggja og ögra áströlskum yfirvöldum með spurningum um stefnu þeirra að geyma flóttamenn í einangrunarbúðunum. Á endanum var flestum þeirra sleppt lausum. Annar vinur frá Kenía, Phyllis Omido, hóf baráttu ásamt íbúum í fátækrahverfinu í Mombasa gegn blýeitrun verksmiðju í hverfinu. Það var ráðist á hana og hún fangelsuð og þurfti síðar að fara huldu höfði eftir að hafa fengið fleiri hótanir eftir að hún höfðaði mál gegn stjórnvöldum. En hún og samfélagið gáfust ekki upp og á endanum var fjöl- mörgum málmbræðsluverksmiðjum lokað. En það getur verið dauðadómur í mörgum löndum að tala upp- hátt um réttindi fólks. Lönd sem hafa alltaf kennt sig við lýðræði virðast vera að færast nær þeim veruleika með því að gera mót- mæli og borgaralega óhlýðni glæpsamlega. Eftir mótmælin 2016 vegna olíuleiðslunnar í Norður-Dakóta settu mörg bandarísk ríki lög sem gerðu það saknæmt að fara í óleyfi á svæði nálægt olíu- og gasleiðslum. Í Ástralíu voru sett lög árið 2020 sem bönnuðu notkun lása sem mótmælendur hafa iðulega notað til að festa sig saman eða við járnbrautarteina eða aðra hluti í mótmælaskyni og gerir það erfiðara að ná þeim af vettvangi. Og síðasta sumar handtók þýska lögreglan aðgerðasinna í Lützerath í nafni örygg- islaganna „Lex Hambi“ sem breytt var 2018 í Norður-Rín Vest- falíu. Lögin gera lögreglunni kleift að halda fólki í fangelsi í allt að sjö daga til auðkenningar og voru sett að hluta til sem andsvar gegn aðgerðasinnum sem höfðu forðast að láta bera kennsl á sig með því að hylja fingraför sín. Þetta er hugsanlega í fyrsta skipti sem jafn margir upplifa jafn litla stjórn á lífi sínu og okkar sameiginlegu framtíð. Margir, sér- staklega þeir sem tilheyra hinni hvítu millistétt, eru ekki vanir að berjast þegar við ofurefli er að etja. Mörg okkar hafa enga kennslu fengið í að búa til samfélag og nýta sameinaða krafta okkar þegar leikurinn er ójafn. Það má því segja að verið sé að prófa forréttindi okkar. En sem betur fer geta þau sömu forréttindi gefið okkur bæði tækifærin og ákvörðunina um að standast það próf. Ég hlakka ekki til að standa andspænis lögreglunni og örygg- isgæslu RWE í Lützerath. Í sannleika sagt myndi ég frekar vilja fara aftur til míns gamla lífs og sigla í kringum Suðurskautið í vís- indaferðum. En ég veit að forréttindi mín þýða að ég ber ábyrgð á því að hjálpa samfélögum sem berjast fyrir lífi sínu og eins á al- heimssamfélaginu og öllum lifandi verum. Baráttan um loftslags- öryggi er komin inn að gafli. Til þess að sú barátta nái árangri þarf andspyrnumenningu og skýra sýn á réttlæti og samstöðu. ©The New York Times Syndicate og Carola Rackete. Greenpeace varpaði slagorðinu Engin framtíð í jarðefnaelds- neyti á kæliturn Neurath-orkuveitunnar í Þýskalandi 2017. Wolfgang Rattay/Reuters Merking forréttinda í bar- áttunni gegn loftslagsvánni Nú þegar íbúar norðurhvels jarðar eru farnir að finna fyrir loftslagsvánni á eigin skinni, hafa þeir möguleikann á að leiða baráttuna gegn mengunarvöldunum sem þeir hafa lengst af stutt. CAROLA RACKETE er vistfræðingur í Evrópu og baráttukona fyrir félagslegu réttlæti. Bók hennar „The Time to Act is Now“ var gefin út á ensku í nóvember 2021. En ég veit að forréttindi mín þýða að ég ber ábyrgð á því að hjálpa samfélögum sem berjast fyrir lífi sínu og eins á alheimssamfélaginu og öllum lif- andi verum. Baráttan um loftslags- öryggi er komin inn að gafli. TÍMAMÓT: SÞ SÖGÐU SKÝRSLU UM HLÝNUN SÝNA „GRAFALVARLEGT HÆTTUÁSTAND FYRIR MANNKYN“ ’’

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.