Morgunblaðið - 31.12.2021, Síða 66

Morgunblaðið - 31.12.2021, Síða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2021 18. febrúar 2021 lenti eins tonns könnunarfar með ýmiss konar tæknileg tæki og tól á yfir- borði Mars. Nafn farsins er Perseverance, eða Þrautseigja. Markmiðið var skýrt: Að rannsaka jarð- fræðilega þróun Jezero-gígsins, svæðis sem eitt sinn var fyllt af árfarvegum og stöðuvatni á stærð við Tahoe-vatnið í Norður-Kaliforníu fyr- ir meira en 3,6 milljörðum ára; leita vísbendinga um líf örvera sem gætu hafa lifað í áður votum jarðvegi plánetunnar og að safna sýnishornum af steinum og jarðvegi. Fyrstu myndirnar, sem sendar voru frá Þrautseigju frá lendingar- staðnum á Mars sem kenndur hefur verið við vísindaskáldsöguhöfundinn Octaviu E. Butler, sýndu víðmyndir af mikilli víðáttu og rykstr- ókum sem þyrluðust upp og var landslag sem minnti mig á vísindaskáldsögurnar sem ég las sem barn. Eins og allir góðir landkönnuðir var Þraut- seigja með förunaut með sér. Drónaþyrlan Hugvit (Ingenuity) flaug um yfirborð Mars, en dróninn er fyrsta rafknúna tækið sem hefur hafið sig til flugs á annarri plánetu. Ég er verkfræðingur og hef notið þeirra for- réttinda að geta tekið þátt í rannsóknum NASA á rauðu plánetunni. Þrautseigja og Hugvit eru afrakstur vinnu teymis okkar hjá Jet Propul- sion-rannsóknarstofunni í Kaliforníu. Við höfum unnið dag og nótt undanfarin sjö ár til að geta farið í þennan leiðangur og þurfti að leysa ýmis tæknileg mál og einnig persónuleg og jafnvel að glíma við alþjóðlegar áskoranir til þess að hafa tækifæri til að skrifa þennan nýja kafla í könn- unarleiðöngrum mannkyns. Það var samspil margra leiða og ákvarðana sem gerðu þennan tímamótaleiðangur mann- kyns mögulegan, en það skiptir líka máli að hafa í huga að öll eigum við okkar eigin sögur um leiðangra. Á þessu ári gafst mér tækifæri til að rifja upp sögur mínar og fjölskyldu minnar. Þótt ég væri fædd í Los Angeles, komu for- eldrar mínir og afar og ömmur til Bandaríkj- anna frá Mexíkó í lok sjöunda áratugarins og í byrjun þess áttunda. Afar mínir og ömmur unnu verkamannavinnu og í verksmiðjum og þau voru staðráðin í að börn þeirra fengju góða menntun. Fyrir mörgum árum fór ég með ömmu mína, Antoniu, eða ömmu Toñitu, eins og ég kalla hana í heimsókn í Jet Propulsion- rannsóknarstofuna þegar þar var opið hús fyrir almenning. Amma hafði alltaf áhuga á námi og sérstaklega að læra um alheiminn og andlit hennar ljómaði þegar hún horfði á þjarkana okkar á ferð utandyra og eins inni í samskiptum við gestina á meðan við kynntum starfsemina. Eftir heimsóknina var hún gráti nær og sagði mér sögu sem ég hef aldrei gleymt. Stuttu eftir að þau afi komu til Bandaríkj- anna frá Mexíkó unnu þau bæði í hinu svokall- aða „fatahverfi“ í miðborg Los Angeles þar sem mikið er af fataverksmiðjum fyrir tískuiðnað- inn. Þar sem þau voru ólöglegir innflytjendur þurftu þau að láta enda ná saman og hræðslan við að verða send úr landi vofði yfir þeim. Einn daginn voru þau tekin af innflytjenda- yfirvöldum sem settu þau í varðhald þar sem mál þeirra voru skoðuð. Amma sagði mér að á leiðinni mundi hún eftir að hafa hlustað á út- varpið þar sem fjallað var um tunglför Apollo- ferjunnar og geimfarana og hún hafði hrifist og undrast yfir hversu ótrúlegt það væri að maður- inn væri að rannsaka tunglið. Ég ímynda mér að öllum þessum árum seinna hafi henni fundist jafn magnað að heimsækja rannsóknarstofuna okkar. Mér hefur alltaf þótt vænt um þessa sögu. Í febrúar þegar Þrautseigja smaug inn í gufu- hvolf Mars aðeins nokkrum sekúndum áður en hún lenti leit ég framan í fjölskyldu mína sem var með mér að fylgjast með á Zoom. Ég vissi að án þeirra hefði ég ekki haft þetta tækfæri. Á meðan þau fögnuðu táraðist ég. „Við komumst til Mars. Við erum heimskönnuðir,“ sagði amma Toñita. Mér varð hugsað til sögunnar sem hún sagði mér um Apollo-tunglfarið og allt small saman. Svo mörg okkar eru afkomendur innflytjenda, eins og ömmu, sem trúðu að lífið gæti orðið betra. Hvort sem þeir komu til Bandaríkjanna vegna aukinna tækifæra, menntunar eða örygg- is, þurftu þeir allir að stíga djarfir inn í framandi og ógnvekjandi veröld. Þeir lögðu allt að veði og þurftu að kljást við margar áskoranir sem fyrsta kynslóðin. En það er vegna baráttu þeirra og sigra, sem næsta kynslóð hafði grunn og leiðarvísi áfram sem við gátum byggt á. Amma var minn Brautryðjandi (vísun í geim- þjarkann Pathfinder) og ég hennar Þrautseigja. Ég hef komist að því að mannkynið er meira eins og manngerðu könnunarförin en við gerum okkur grein fyrir. Eins og við eru þau nýjasta afbrigðið af kynslóðum könnuða. Könnunarleið- angrar okkar til Mars byggjast á grunni geim- jeppanna Forvitni, Tækifæri og Djörfung (Curiosity, Opportunity og Spirit). Núna eru Þrautseigja og Hugvit að víkka mörk hins mögulega. Á meðan munum við halda áfram að vefa saman arfleifð okkar, hugmyndir og ímynd- unarafl. Við munum hanna og búa til nýja tækni sem gerir okkur kleift að kynnast betur hinum stóra heimi og stöðugt feta áfram í átt til betri framtíðar. ©New York Times Syndicate og Christina Díaz Hernández. Mynd af þjarkanum Hugviti, sem verkfræðingar við Jet Propulsion-rannsóknarstofu Bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA, hannaði. Geimjeppinn Þrautseigja tók myndina á Mars í júní. Hugvit er ferðafélagi Þrautseigju, sem send var til mars til að kanna hvort þar hefði einhvern tímann geta þrifist líf. Agence France-Press via Caltech/AFP via Getty Images Vísindamenn á bak við geimþjarkann Hugvit í Jet Propulsion-rannsóknastofunni í Pasadena í Kaliforníu fagna upplýsingum um að hann hafi lokið sínu fyrsta flugi á mars 19. apríl 2021. JPL-Caltech via Reuters Þrautseigja var nafn hennar Sókn mannkyns til Mars er viðurkenning og vitnisburður um þá sem hafa erfiðað, fórnað og unnið sleitulaust til að skapa betri framtíð fyrir næstu kynslóð. CHRISTINA DÍAZ HERNÁNDEZ er hleðsluverkfræðingur hjá NASA. Ég hef komist að því að mannkynið er meira eins og manngerðu könnunarförin en við gerum okkur grein fyrir. Eins og við eru þau nýjasta afbrigðið af kynslóðum könnuða. TÍMAMÓT: NASA GERIR DJARFA TILRAUN TIL AÐ FINNA SANNANIR FYRIR AÐ LÍF HAFI FUNDIST Á MARS ’’
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.