Morgunblaðið - 31.12.2021, Side 70

Morgunblaðið - 31.12.2021, Side 70
70 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2021 Áður en við horfum fram til ársins 2022 skul- um við eitt augnablik velta fyrir okkur árinu 2021 þegar við áttum að ná okkur aftur á strik eftir 2020. (Þau renna einhvers staðar saman, er það ekki?) Að minnsta kosti einum skammti af bóluefni við kórónuveirunni var komið til um 4,02 milljarða manna um allan heim, en hið bráðsmitandi Delta-afbrigði varð til þess að smittíðni snarjókst og kveikti efasemdir um skynsemi þess að halda stórar samkomur þar sem fólk kom saman í raunheimum. Þeir sem halda alþjóðlega viðburði létu það ekki stöðva sig og gerðust frumlegir. Þegar Bretar bættu Tyrklandi á „rauða listann“ þremur vikum fyrir úrslitaleik Meist- aradeildarinnar í Istanbul færði stjórn Knatt- spyrnusambands Evrópu, UEFA, leikinn til Porto í Portúgal. Þrátt fyrir uppsveiflu í smit- um í Írak fór Frans páfi í fyrstu páfaheimsókn sögunnar þangað og hafði viðkomu í fyrrver- andi vígjum Ríkis íslams í Norður-Írak þar sem vígasveitir hafa skilið eftir sig sviðna jörð. Í Tókýó fjölgaði smitum hratt í aðdraganda sumarólympíuleikanna og áhorfendum var að mestu bannað að vera viðstaddir viðburði sem leiddi til best skipulögðu og um leið skrýtnustu leika sögunnar. Um leið var allt bolmagn netsins nýtt. Sam- kvæmt könnun rannsóknarstofnunarinnar Pew tók 81% Bandaríkjamanna þátt í netsíma- fundum í mynd eftir að faraldurinn skall á. 43% þeirra notuðu þessar netsamkundur fyrir brúðkaup, jarðarfarir, kirkjufundi, stefnumót og tíma hjá lækni. Þegar Facebook datt út 4. október — öll smáforrit fyrirtækisins, þar á meðal Instagram, WhatsApp, Messenger og Facebook sjálf, lágu niðri í fimm klukkustund- ir — fór stór hluti af 3,5 milljörðum notenda Facebook yfir á aðra félagsmiðla á borð við Twitter. Atvikið sýndi hvað við treystum mikið á félagsmiðla, sérstaklega í heimi kórónuveir- unnar, og hvað vettvangur samskipta okkar getur verið brothættur. Þetta veldur Mark Zuckerberg þó ekki áhyggjum. Hann er upptekinn af því að undir- búa sig fyrir næsta ár þegar Facebook verður steypt út í sýndarheima, stafræna eftirlíkingu af raunveruleikanum, sem á ensku heitir „meta- verse“ og hann segir að notendur geti „farið inn í frekar en að horfa bara á“. Lesið áfram til að fræðast meira um þetta og alla aðra viðburði sem munu skekja eða hrista mjúklega okkar raunverulegu og stafrænu heima árið 2022. Janúar Bandaríkin, 1. janúar: Langar einhvern í reykt beikon? Í Kaliforníu á að bæta meðferð ræktaðra dýra með því að banna sölu á kjöti af gyltum, sem eru á básum undir 2,2 metrum að flatarmáli á meðgöngu. Tillaga 12 um vistun dýra, sem samþykkt var í Kaliforníu gæti haft tvennar afleiðingar. Annars vegar gæti hún orðið til þess að verulega dragi úr framboði á beikoni í ríkinu þar sem aðeins 4% banda- rískra svínabænda fylgja fyrirmælum nýju laganna eins og er. Hins vegar gæti sú stað- reynd að íbúar Kaliforníu neyta 15% alls þess svínakjöts, sem borðað er í Bandaríkjunum, orðið til þess að bændur á verksmiðjubýlum landsins stækki meðgöngubásana sína. Indland, 14. janúar: Frá dögun til sólarlags verða flugdrekar á himni yfir Ahmedabad á al- þjóðlegu indversku flugdrekahátíðinni Uttara- yan. Á hátíðinni verður boðið upp á flugdreka- slag þar sem keppendur reyna að láta flugdreka andstæðinga sinna hrapa til jarðar með því að klippa á spottana í þeim. Þegar það tekst heyrist hrópað „kai po tsje!“ eða „ég hef klippt!“ En strengirnir, sem eru notaðir í þessu sjónarspili, eiga sér skuggalega fortíð. Þeir eru húðaðir með málmi eða muldu gleri til að auðvelda að skera á aðra flugdreka. Manja kallast þeir og hafa fengið viðurnefnið „streng- ir dauðans“ því að þeir geta farið utan í fólk og skorið það á háls með skelfilegum afleiðingum. Fyrir hátíðina gerir lögregla upptækar mörg þúsund rúllur af hinum bannaða flugdreka- streng hjá sölumönnum um alla borgina. Febrúar Bangladess, Bútan, Indland, Indónesía, Kambódía, Kína, Laos, Malasía, Mjanmar, Nepal, Rússland, Taíland og Víetnam, 1. febrúar: Upphaf hins kínverska árs tígursins markar stundina Tx2, þá stund sem 13 lönd höfðu skuldbundið sig til að tvöfalda fjölda tígrisdýra innan marka sinna. Um er að ræða eitt metn- aðarfyllsta verkefni, sem nokkru sinni hefur verið ráðist í til að auka veg einnar tegundar. Blásið var til þess árið 2010. Þá voru svo vitað var 3.200 tígrisdýr til í heiminum. Síðan þá hafa Indland, þar sem heimkynni 60% af stofn- inum eru, samþykkt 14 ný verndarsvæði fyrir tígrisdýr og Rússar þrefaldað fjölda tígrisdýra í þjóðgarðinum Landi hlébarðans. Kína, 4.-20. febrúar: Peking verður fyrsta borgin í heimi til að halda bæði sumar- og vetr- arólympíuleika. Sumarleikarnir voru haldnir þar 2008. Þá hyggst Banki alþýðunnar í Kína prófa nýja stafræna mynt, sem nefnd er „e- CNY“ og á að vera rafrænt reiðufé, hjá íþrótta- mönnum og gestum. Eina spurningin er hvað margir muni mæta. Mörg hundruð mannrétt- indasamtök hafa hvatt til þess að „þjóðar- morðsleikarnir“ verði sniðgengnir og vísa þar til ofsókna Kínverja á hendur múslimskum úigúrum í Xinjiang. Mars Argentína, 31. mars: Argentína býður upp í fjármálatangó við hina ýmsu lánardrottna sína. Fyrstur í röðinni er Parísarklúbburinn, óform- legur hópur 22 þjóða, sem hafa lánað Argent- ínu. Hann á í vændum 2,4 milljarða dollara (312,8 milljarða króna) greiðslu eftir að hafa með naumindum afstýrt því í fyrra að Argent- ína færi í vanskil. Næstur er Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn, sem veitti landinu hæsta lánið í sögu sinni, 57 milljarða dollara (7,4 billjónir króna), og eru samningar um endurgreiðslu þess í stöðugri endurskoðun. Apríl Frakkland, 10. apríl: Frakkar ganga að kjör- borðinu til að kjósa sér forseta og það væri bráðræði að bóka að slagurinn muni aftur standa milli dansfélaganna frá því síðast, Emmanuels Macrons, sitjandi forseta, og Mar- ine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar. Sósí- alistinn Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, og Michel Barnier, sem var helsti samningamaður Evrópusambandsins um Brexit, hafa einnig Kona í gervi Evu Peron biðst skuldavægðar fyrr hönd Argentínu við höfuðstöðvar AGS. Mandel Ngan/Agence France-Presse VÍTT OG BREITT UM HEIMINN Áhugamenn um flugdreka bregða á leik á fyrsta degi alþjóðlegu átta daga flugdrekahátíðar- innar í Ahmedabad á Indlandi í janúar 2020. Þar verður haldinn hinn æsilegi flugdrekaslagur. Amit Dave/Reuters Tígur í dýragarði í Kolkata á Indlandi. Þar hafa sett á fót 14 ný verndarsvæði tígra frá 2010. Dibyangshu Sarkar/Agence France-Presse Mótmælendur í Indónesíu skora grímuklæddir á ríki og íþróttamenn að sniðganga vetrarólympíuleikana í Peking vegna ofsókna kínverskra stjórnvalda á hendur múslimskum Úigúrum í Xinjiang héraði í Kína. Peking er fyrsta borg heims til að halda bæði vetrar- og sumarólympíuleika. Ajeng Dinar Ulfiana/Reuters MASHA GONCHAROVA Viðburðir sem munu skekja eða hrista heiminn mjúklega 2022

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.