Morgunblaðið - 31.12.2021, Qupperneq 74

Morgunblaðið - 31.12.2021, Qupperneq 74
74 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2021 Frakkar kalla sendiherra í Bandaríkjunum heim í fyrsta sinn Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í september að Bandaríkin myndu deila tækni sinni til að knýja kafbáta með Áströlum. Banda- ríkjamenn hafa haldið þessari tækni vandlega leyndri og var litið á þetta sem hluta af viðleitni þeirra til að stemma stigu við áhrifum Kína í Asíu og á Kyrrahafi. Frakkar mótmæltu harkalega og kvöddu sendiherra sína í Banda- ríkjunum heim í fyrsta skipti í sögu samskipta ríkjanna, sem nær allt aftur til 1778. Ástralar riftu samkomulagi, sem þeir höfðu áður gert um kaup á hefðbundnum frönskum kafbátum, rétt áður en greint var frá samningnum um bandarísku AUKUS-bátana. SÞ segja að sjálf- stýrður dróni hafi drepið fólk Sjálfstýrður dróni gæti hafa á eigin spýtur elt uppi fólk og drepið það í Líbíu, samkvæmt skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Dróni af gerðinni Kargu-2, framleiddur af tyrkneskum hergagnaframleiðanda, var notaður í mars á svæði þar sem bráðabirgðastjórnin, sem SÞ hafa við- urkennt, og hermenn Khalifas Haftars, eiginlegs leið- toga líbíska þjóðarhersins, tókust á. Þótt fjarstýrðir drónar hafi um skeið verið notaðir í stríði er þetta fyrsta skjalfesta dæmið um að gervigreind hafi verið gefinn laus taumur til að finna og taka fólk af lífi. Í fyrsta skipti í tveggja alda sögu Rijksmuseum í Amsterdam hafa þrjú 17. aldar verk eftir konur verið hengd upp til sýnis. Myndir eftir Judith Leyster, Gesinu ter Borch og Rachel Ruysch munu verða til sýnis til frambúðar í þeim hluta safnsins, sem ætl- aður er fyrir ástsælustu hollensku meistaraverkin, þar á meðal Næturvaktina eftir Rembrandt van Rijn. Verk kvenlistamanna til sýnis til frambúð- ar í safni í Hollandi Fyrsti þrívíddarprentaði skóli í heimi var opn- aður í júlí í Malaví. Skólann reisti 14Trees, sem er samstarfsverkefni milli bresks þróun- arfyrirtækis og svissnesks fyrirtækis, sem sérhæfir sig í byggingarefnum. Skipuleggj- endurnir vonast til að með þessari ódýru og hraðvirku tækni megi vinna bug á sárum skorti á skólum í landinu. Fyrsti þrívíddar- prentaði skólinn opnaður í Malaví Nýtt undir sólinni Óvæntir, alvarlegir og stundum kjánalegir viðburðir og straum- ar, sem gerðust eða vart var við í fyrsta skipti 2020. Tricia Tisak 21 HLUTUR SEM GERÐIST FYRSTA SINN ÁRIÐ 2021 Í El Salvador voru sett lög í september um að taka upp bitcoin sem gjaldmiðil ásamt bandaríkjadal. Margir íbúar landsins höfðu efasemdir um þessa ráðstöfun vegna sveiflna í gengi bitcoin. Sérfræð- ingar í efnahagsmálum lýstu yfir áhyggjum af því að dulkóðaði gjaldmiðillinn myndi ýta enn undir efnahagslegan óstöðugleika og peningaþvætti í El Salvador. Kevin Martinez (26 ára til vinstri) og Harold Valle (32 ára) reyna að senda fé í gegnum Chivo-hraðbanka í El Salvador í september eftir að landið varð það fyrsta til að taka upp rafmyntina bitcoin sem þjóðargjaldmiðil. Fred Ramos/The New York Times El Salvador fyrsta landið til að gera bitcoin að þjóðarmynt Ráð tískuhönnuða í Bandaríkjunum tilkynnti í september að Daniel Day, sem iðulega er kallaður Dapper Dan, myndi hljóta heiðurs- viðurkenningu ársins 2021 fyrir framlag sitt til tískuhönnunar. Dapper Dan er þekktur fyrir að hafa innleitt lúxustísku í hipphopp- heiminn í tískuverslun sinni í Harlem á níunda áratug 20. aldar. Hann er fyrsti svarti hönnuðurinn sem fær viðurkenninguna og sömuleiðis sá fyrsti sem ekki hefur haldið stóra tískusýningu undir eigin nafni eða „solo runway show“ eins og það heitir á ensku. Dapper Dan, fyrsti svarti hönnuðurinn til að fá Geoffrey Beene- viðurkenninguna fyrir ævistarf sitt hjá Ráði tískuhönnuða í Bandaríkj- unum, gengur út af Mark-hótelinu á leið á Met Gala, helstu hátíð bandarísks tískuheims, á Metropolitan-safninu í New York í maí 2019. Benjamin Norman fyrir The New York Times Dapper Dan fyrsti svarti tískuhönnuðurinn til að fá æðstu viðurkenningu Mörgæsir stökkva á bráðnandi ísjaka undan strönd Suðurskautslandsins í hafinu, sem kortagerðarmenn National Geographics ákváðu í júní að skyldi heita Suður-Íshafið. Daniel Berehulak/The New York Times Kortagerðarmenn National Geo- graphic viðurkenna fimmta úthafið Á degi heimshafanna lýsti National Geographic Society opinberlega yfir því að skilgreina bæri strauminn umhverfis Suðurskautslandið sem Suður-Íshaf. Samtökin hafa gefið út kort og kortabækur frá árinu 1915. Nú hafa þau dregið nýtt kort þar sem þetta úthaf er merkt inn til viðbótar við Atlantshaf, Indlandshaf, Kyrrahaf og Norður-Íshaf. Vísinda- og fræðimenn hafa árum saman viljað skilgreina þennan hraðskreiða straum sérstaklega. Rafknúin lest, sem kostaði 5,6 milljarða dollara (735 milljarða króna), var gangsett í júní á milli höfuðborgarinnar Lhasa og borgarinnar Nyingchi. Leiðin er um 400 km og liggur í gegnum 47 göng og yfir 121 brú. Leiðin er að mestum hluta í um 3.000 metra hæð yfir sjávarmáli og fyrir vikið er lestin búin sjálfvirku kerfi, sem gætir að súrefnis- stigi inni í vögnunum. Fyrsta ofurhrað- lestin í Tíbet Verið getur að ljós geti ekki sloppið út úr svartholi, en í fyrsta sinn sáu stjörnufræðingar ljós bogna fyrir aftan svarthol í 800 ljósára fjarlægð frá jörðu. Greint var frá því að þetta hefði sést í grein í tímarit- inu Nature og er það til enn frekari staðfestingar á afstæðiskenningu Alberts Einsteins. Stjörnufræðingar sjá ljós handan svarthols Pandora tilkynnti að hætt yrði að nota demanta úr námum í skart- gripi og kynnti til sögunnar fyrstu gervisteinana úr smiðju sinni. Skartgripalínan var kynnt undir heitinu Pandora Brilliance og hef- ur þegar verið sett í verslanir á Bretlandi. Verður hún sett víðar á markað 2022. Framleiðandinn sagði ástæðuna fyrir breytingunni að skartið yrði hagstæðara í verði og viðskiptavinir gerðu siðferð- iskröfur um uppruna og ábyrgð gagnvart umhverfinu. Pandora kynnti í maí fyrstu skartgripalínuna með gervidemöntum. Fyrirtækið hyggst hætta að nota demanta úr námum og setja í stað- inn gervisteina í skartgripi sem það framleiðir. Ints Kalnins/Reuters Stærsti skartgripafram- leiðandi heims kynnir fyrstu vörurnar fram- leiddar á tilraunastofu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.