Saga - 2018, Side 9
gunnar marel hinriksson
Lífshistoría dúfunnar
í bjargskorunum1
Tveir englar vaka yfir líkkistu. Engillinn vinstra megin heldur á
vínviðargrein, hinn heldur á brauði og á milli þeirra er kaleikur.
Þetta eru tákn kvöldmáltíðarsakramentisins. kistan er hinsti dval-
arstaður Hólmfríðar Sigurðardóttur (1617–1692), prófastsfrúar í
Vatnsfirði.2 Myndin er í handritinu Lbs. 1528 8vo og er varðveitt í
Handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.3 Hand -
ritið er skrifað á árunum 1692–1703 og geymir líkræðu og lífshistoríu,
eða ævisögu, Hólmfríðar Sigurðardóttur eftir sr. Geir Markússon í
Laufási auk erfikvæðis um hana eftir sr. Jón Guðmundsson á Felli.4
Saga LVI:1 (2018), bls. 7–17.
F O R S Í Ð U M y N D I N
1 Höfundur setti árið 2017 upp sýningu í Landsbókasafni Íslands – Háskóla -
bókasafni um Hólmfríði Sigurðardóttur í tilefni af 400 ára afmæli hennar.
2 Að tengja útför Hólmfríðar við kvöldmáltíðarsakramentið gæti haft dýpri merk-
ingu en virðist við fyrstu sýn því að í frumkristni tíðkaðist að neyta þess við
legstaði píslarvotta á ártíð þeirra. Vef. Mario Lessi Ariosto, „Devotion to Martyrs
in the Roman Liturgy“. http://www.vatican.va/jubilee_2000/magazine/docu
ments/ju_mag_01031997_p-68_en.html, 28. júní 2018. Hjalta Hugasyni prófessor
þakka ég ábendinguna.
3 Lbs. (Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, handritasafn) Lbs. 1528 8vo,
36r. Myndin hefur birst einu sinni áður á prenti, í Sigurður Pétursson, „Matróna
Hólmfríður kvödd. In cælos mea te pietas comitatur euntem“, Latína er list mæt.
Um latneskar menntir á Íslandi. Ritstj. Gunnar Marel Hinriksson og Hjalti Snær
Ægisson (Reykjavík: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum
2014), bls. 216. Þegar sú ljósmynd var tekin var vængur engilsins hægra megin
laus frá myndinni og sat fastur við blað 35v. Nú hefur forvörður Lands bóka -
safns Íslands – Háskólabókasafns, Rannver H. Hannesson, gert við myndina og
birtist hún því hér heil á ný. Myndir af handritinu í heild eru aðgengi legar á
vefnum: https://handrit.is/is/manuscript/view/is/Lbs08-1528.
4 Í handritinu er einnig líkræða Guðlaugar Guðmundsdóttur (1645–1703), tengda-
dóttur Hólmfríðar, en þær voru auk þess skyldar í þriðja lið. Páll Eggert Ólason,
Gunnar Marel Hinriksson, gunnarm@landsbokasafn.is
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 7