Saga - 2018, Page 10
Handritið er eiginhandarrit höfundanna og var gert fyrir dóttur
Hólmfríðar, Ragnheiði Jónsdóttur að Gröf.5
Erfikvæði sr. Jóns, en myndin fylgir því, ber heitið „Um dúfuna
í bjargskorunum, eður grafarskrift ágætrar og aðaldyggðakærrar
Matronæ Hólmfríðar Sigurðardóttur“.6 Upphaf kvæðisins er á þessa
leið:
Nú spyr Salómon hver sú sé,
sæt ilmandi með reykelsi,
kvinna sú eyðifoldu7 frá
flytur sig himnaslotið á;
silfurvængjuð ein dúfa dýr,
drottins það er fegurðar skír,
hans öðrum dúfum af sem ber,
aftur til svar það gefum þér:
Hólmfríður nefndist heilögum,
hellusteins falin bjargskorum,
með hreyfing sálar vængja vann,
veginn afreisa beinstæðan,
í himnaríkis hásæti,
heilögu ilmandi í reykelsi,
gullvefjar pell um brjóst sem bar,
blómguð gimsteinum kvendyggðar.8
yfirskrift ljóðsins er tilvísun í ljóðaljóðin í Biblíunni, eða Lofkvæði
Salomonis eins og þau heita í Guðbrandsbiblíu:
Mín dúfa í steinholunum og bjargskorunum
sýn mér þitt andlit
lát mig heyra þína raust
því þín rödd er sæt
og þitt auglit er prýðilegt.9
gunnar marel hinriksson8
Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins II. bindi (Reykjavík: Landsbókasafn
Íslands 1927), bls. 300.
5 Þórunn Sigurðardóttir, Heiður og huggun. Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17.
öld (Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 2015), bls. 178.
6 Lbs. Lbs. 1528 8vo, 33v. Stafsetning í beinum tilvitnunum hér og eftirleiðis hefur
verið færð til nútímahorfs.
7 „Eide folldu“ í handritinu. Það má lesa sem eiðifoldu, land kennt við sandrif eða
eyðifoldu, land í eyði.
8 Lbs. Lbs. 1528 8vo, 34v.
9 Biblía. Útg. Guðbrandur Þorláksson [Hólum, 1584, bls. 598]. Í nútímaútgáfum
má finna sama vers í Ljóðaljóðunum 2:14.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 8