Saga - 2018, Side 11
Hólmfríður og hennar fólk
Hólmfríður Sigurðardóttir tilheyrði efsta lagi samfélagsins. Hún
fæddist í Hróarsholti í Flóa 9. janúar 1617, dóttir Sigurðar yngra
Odds sonar og Þórunnar ríku Jónsdóttur.10 Sigurður var sonur Odds
Einarssonar Skálholtsbiskups en hann drukknaði í Hvítá við Odd -
geirshóla þegar Hólmfríður var hvítvoðungur. Þá flutti móðir hennar
í Skálholt til tengdaforeldra sinna.11
Þórunn átti tvær systur sem báðar létust úr bólusóttinni árið
1616, Hólmfríði og Helgu Jónsdætur. Þær voru báðar barnlausar en
ekklar eftir þær voru Sigurður eldri og Árni Oddssynir, Einarssonar
Skálholtsbiskups. Þrjár systur giftust því þremur bræðrum. Faðir
þeirra systra var Jón Vigfússon sýslumaður, „auðmaður mikill“.
Hann lést 1610 í örmum móður sinnar Önnu Eyjólfsdóttur.12 Þórunn
fékk viðurnefnið „ríka“ vegna arfs eftir föður sinn og systur tvær en
þær áttu samtals 38 jarðir og gnótt lausafjár.13
Þórunn giftist aftur árið 1620, Magnúsi Arasyni sýslumanni að
Reykhólum. Hann lést 1635. Magnús var sonur Ara Magnússonar í
Ögri, sýslumanns, og kristínar Guðbrandsdóttur. Ári eftir andlát
Magnúsar kvæntist Jón bróðir hans, þrítugur að aldri, 19 ára stjúpdótt-
ur Magnúsar, Hólmfríði Sigurðardóttur.14 Um eiginmann Hólm fríðar
segir í lífshistoríu hennar að föður hans „þóknaðist þvílíkan kvenkost
að útvelja sínum elskulega syni“ sem „í sína föðurætt afkominn var
göfugasta fólki, nefnilega hirðstjóra og höfuðsmanni þessa lands,
Eggert Hannessyni, en í móðurættina því fegursta Íslendinga ljósi,
herra Guðbrandi Þorlákssyni“.15 Jón hafði lokið prófi frá kaup manna -
hafnarháskóla 1628 og 1632 varð hann skólameistari í Skálholti.16
lífshistoría dúfunnar í bjargskorunum 9
10 Ævisaga Þórunnar er einnig til í handriti, Lbs. Lbs. 1298 4to.
11 Sigríður Thorlacius, „Af þessu fólki er nefnd Vatnsfjarðardrambsemin. Nokkrir
drættir úr sögu Hólmfríðar Sigurðardóttur frá Vatnsfirði“, Tíminn 21. janúar
1962, bls. 9.
12 Einar Jónsson, Ættir Austfirðinga 1. bindi. Ritstj. Einar Bjarnason og Benedikt
Gíslason (Reykjavík: Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953), bls. 341.
13 Jón Halldórsson, Skólameistarasögur (Reykjavík: Sögufélag 1916–1918), bls. 97.
14 Hólmfríður og Jón voru fjórmenningar. Guðrún Ása Grímsdóttir, Vatnsfjörður
í Ísafirði. Þættir úr sögu höfuðbóls og kirkjustaðar (Brekka í Dýrafirði: Vestfirska
for lagið 2012), bls. 303.
15 Lbs. Lbs. 1528 8vo, 13r.
16 Páll Eggert Ólason, Íslenskar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940 I.–VI.
(Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag 1948–1976), hér III, bls. 41–42.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 9