Saga - 2018, Side 13
beidd ist þess að fá að halda staðinn fram að næstu fardögum og
gekk Jón að því.19
Hinn 25. júní 1636 var svo komið að skiptunum. Jón fékk Vatns -
fjörð og sr. Gísli Stað á Reykjanesi, hvar hann þjónaði í 24 ár, til and-
láts síns 1660. Þá var hann um nírætt.20 Gísli biskup vígði Jón 10. júlí
sem fluttist að staðnum 29. ágúst. Sex dögum síðar kvæntist Jón
Hólm fríði Sigurðardóttur; sr. Gísli Einarsson var afabróðir hennar.
En sögunni var ekki lokið, því að um haustið skrifaði sr. Gísli til
Gísla biskups, frænda síns, og taldi sig hafa verið illa leikinn af Jóni.
Hinn 18. október 1636 svaraði biskup og segir að
þér skrifið um bágindi yðar flutninga, ég hef og svo vikið á það við
sr. Jón Arason í þessu mínu bréfi að hann vilji vera vægðarsamur í því
sem honum viðvíkur … þér hafið ratað svo mikinn baga og skaða á
flutn ingunum, en með ákefð vinnst ekki neitt.21
Hinn 5. desember skrifar biskup aftur til sr. Gísla og segir að málið
sé komið í hershendur, „en hvað þau hjón ásetja sér framar að gera
þar úr verður að sporna með lögum og rétti … ég veit og meðkenni
að þér eruð enn nú í nokkuð vondum sessi … ekki líður yfirvaldið
lengi með guðs hjálp neinn yfirgang slíkan sem þér skrifið um“.22
Bréfinu lýkur biskup á að segja að hann „geti ekki meira að gert um
baga yðar flutnings, þá vil ég gera svo mikið að minna sr. Jón
Arason á það og biðja hann að gæta að sínum góðyrðum“.23 Virðist
málinu hafa lokið þar með.
Stöldrum við orðalagið „hvað þau hjón ásetja sér“ — Hólmfríður
birtist hér sem gerandi, líklega af því að mægðir þessara ætta var
beggja hagur. Sama skýring liggur að baki því að biskup tók ekki
skýrari afstöðu með föðurbróður sínum í átökum við þennan uppi -
vöðslusama unga mann. Embætti sr. Gísla Einarssonar var gjaldið
fyrir giftingu bróðurdóttur biskups inn í Svalbarðsætt, helstu valda-
ætt landsins á sautjándu öld.24 Eða með orðum Páls Eggerts Óla -
lífshistoría dúfunnar í bjargskorunum 11
19 Hannes Þorsteinsson, „Annáll séra Jóns prófasts Arasonar í Vatnsfirði“, bls. 2–4.
20 Páll Eggert Ólason, Íslenskar æviskrár II, bls. 46.
21 Lbs. Lbs. 1645 4to, bls. 526–527.
22 Lbs. Lbs. 1645 4to, bls. 503–504.
23 Lbs. Lbs. 1645 4to, bls. 505.
24 Um miðja sautjándu öld voru báðir lögmennirnir, annar biskupinn og 14 af 23
sýslumönnum af Svalbarðsætt. Jakob Benediktsson, Gísli Magnússon (Vísi-
Gísli). Ævisaga, ritgerðir, bréf. Safn Fræðafélagsins XI. bindi (Reykjavík: Hið
íslenzka fræðafélag 1939), bls. 5.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 11