Saga - 2018, Qupperneq 14
sonar: „munu hafa stuðlað að þessu fyrirhuguð mægðabönd með
honum [Jóni] og Skálhyltingum“.25
Eftir fjögurra ára hjúskap veiktist Jón svo „mæðusamar hús-
stjórnarinnar sýslanir“ urðu á forsjá Hólmfríðar, bæði innanstokks
og utan í 23 ár, allt til andláts hans 1673.26 Í kjölfarið flutti Hólm -
fríður og fjögur börn hennar að Hólum þar sem Ragnheiður dóttir
hennar var biskupsfrú — Vatnsfjarðarfjölskyldan hafði lagt undir
sig Hólastað.27 Síðar flutti hún til sonar síns Ara í Sökku í Svarf -
aðardal28 og loks til Helgu dóttur sinnar í Laufási, þar sem hún bjó
til dánardags, 25. apríl 1692.29
Lífshistorían
Ævisaga Hólmfríðar eftir sr. Geir Markússon ber mörg einkenni evr-
ópskra trúarlegra ævisagna frá sautjándu öld.30 Markmið þeirra var
ekki að gefa vitnisburð um líf og starf viðkomandi á sama hátt og
ævisagan er skilin nú um stundir, heldur að vera fyrirmynd um hið
sannkristna líf; andlega lífið er umfjöllunarefnið og í sögunum er
yfirleitt lögð áhersla á seinni hluta ævinnar, oft síðustu dagana eða
klukkustundirnar.31 Sömuleiðis er það einkenni á ævisögum kvenna
á sautjándu öld að þær fylgja gjarnan líkræðum og höfundurinn
hefur verkið á rökstuðningi fyrir tilvist þess með því að tína til
biblíuleg og önnur kristin fordæmi þess að ævisögur einstaklinga af
því kyni hafi verið skrifaðar áður.32 Upphaf lífshistoríu Hólmfríðar
er á þessa leið:
gunnar marel hinriksson12
25 Páll Eggert Ólason, Seytjánda öld. Höfuðþættir. Saga Íslendinga V. bindi (Reykja -
vík: Menntamálaráð og Þjóðvinafélag 1942), bls. 340.
26 Lbs. Lbs. 1528 8vo, 14r.
27 Sigurjón Páll Ísaksson, „Legsteinn kristínar Torfadóttur“, Skagfirðingabók 33
(2011), bls. 97.
28 Sakka hafði áður verið eignarjörð Hólmfríðar sjálfrar. Alþingisbækur Íslands
I–XVII (Reykjavík: Sögufélag 1912–1990), hér VI, bls. 251.
29 Guðrún Ása Grímsdóttir, Vatnsfjörður í Ísafirði, bls. 320.
30 Trúarlega ævisagan varð útbreidd bókmenntagrein í löndum mótmælenda á
sautjándu öld og segja má að hún hafi tekið við hlutverki dýrlingasagna. Allan
Pritchard, English Biography in the Seventeenth Century. A Critical Survey (Toronto:
University of Toronto Press 2005), bls. 10.
31 Pritchard, English Biography in the Seventeenth Century, bls. 53 o.á.
32 Pritchard, English Biography in the Seventeenth Century, bls. 25–26..
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 12