Saga - 2018, Blaðsíða 15
Að ekki einungis sé leyfilegt, heldur einnig loflegt, framliðinna guðs
barna lífshistoríur að uppteikna, þeirra ætta uppruna, ævi og framfarar,
svo vel sem guðhræðslu, dyggða og dáða, opinberlega fyrir fólki drott-
ins að minnast, það kann af heilagri ritningu með hægu móti að bevís-
ast, með því hún sjálf er oss hér útí ljósasta fyrirmyndin, þar hún getur
ei aðeins uppruna Adams, heldur einnig Móses, hans ættar, afreks verka,
dyggða og trúmennsku, hans dauða og greftrunar … já á sama hátt
guðhræddra kvenna, þeirra dyggða, ævi og útfarar, svo sem af Gamla
og Nýja testamentinu hæglegar er að sjá en hér kunni uppteiknast eður
áminnst verða.33
Geir var 29 ára gamall og hafði haldið staðinn í tvö ár þegar hann
jarðsöng Hólmfríði og skrifaði ævisögu hennar.34 Lífshistoríunni
fylgja aðfaraorð og í þeim má einnig sjá einkenni ævisögunnar á
sautjándu öld:
En yður … til meiri eftirtekta og lærdóms, vil ég þessarar dyggða göfugu
höfðingskvinnu personalia og lífshistoríu einfaldlega og mjög stuttlega
saman teikna (eftir mér þar um gjörðri hennar eftirlátinna ástvina und-
irvísan) fyrir yðar góða kærleika upplesa, svo þar af sjáið um þá náð,
sem henni (yngri og eldri) hefur af guði gefin verið; skoðið hennar trú
(sem af verkunum er augjós) og gætið að hennar endalykt síðustu. Og
er þessi Historia svo látandi fyrir yðar kærleika, sem eftir fylgir.35
Hlýðum Geir og gætum að endalykt Hólmfríðar:
Skeði þá þetta merkilegt um morguninn árdegis, að hún (verandi á
milli svefns og vöku) þóttist sjá einn mann hjá sér standa, sem til
hennar talaði þessum orðum: Hólmfríður mín, þú átt nú ekki að lifa
lengur. Hvað vér (sem nú er komið) maklega ráðum skeð vera af sér-
deilislegum vilja drottins, hver henni um sína dauðastund ávísað hafi
fyrir heilagan engil, svo sem fyrri þeim loflega Danmerkur kóngi
Christian (sællrar minningar). Af þessu er auðséð, hversu guði almátt-
ugum hafi kær verið þessi höfðingskvinna.36
lífshistoría dúfunnar í bjargskorunum 13
33 Lbs. Lbs. 1528 8vo, 9v–10r.
34 Föðurbróðir hans og forveri í embætti, Þorsteinn Geirsson, var tengdasonur
Hólmfríðar, kvæntur Helgu Jónsdóttur. Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár
II, bls. 31; Sigurður Pétursson, „Matróna Hólmfríður kvödd“, bls. 214nm.
35 Lbs. Lbs. 1528 8vo, 9v.
36 Lbs. Lbs. 1528 8vo, 16r–16v. kristján IV. lést 1648, en í millitíðinni hafði Friðrik
III. dáið, árið 1670. Mögulega hefur Geir skrifað þetta undir áhrifum af því að
föstudaginn fyrir andlát hennar, 22. apríl, var kóngsbænadagur (föstudagurinn
í fjórðu viku eftir páska, sem voru sunnudaginn 27. mars 1692 í gamla stíl).
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 13