Saga - 2018, Side 16
Í ævisögunni og víðar er Hólmfríði iðulega gefinn titillinn matróna.37
Í orðabók frá 1683 er matróna skýrt sem „kvenskörungur“,38 1738
„Höfðings frú, höfðings kvinna, mikilsháttar húsfrú“39 og 1819 sem
„heiðurs-dándis-hefðar-kona“.40 Sjálfsmynd fjölskyldunnar var að
þar mætti líta „hóp tiginna manna“ eins og Guðbrandur sonur henn-
ar orti um brúðkaup foreldra sinna,41 í erfikvæðinu segir sr. Jón á
Felli: „Vit þú lesari að víf það sé / veglegu komið af ættsprengi“.42
Jón Ólafsson úr Grunnavík skrifaði um „Vatnsfjarðardrambsemina“
þar sem hann segir frá Hólmfríði og það sem honum þótti greinilega
hégómleg hegðun; hún litaði hár sitt og var umhugað um persónu-
legt hreinlæti43 og ævisagnaritari hennar leit svo á að sjálfur guð
hafi sýnt dánarstund hennar sömu athygli og fráfalli kristjáns IV.
Danakonungi næstum hálfri öld fyrr.44 Einnig eru sagnir um að Jón
bóndi hennar hafi þótt „þóttamikill og sérgóður“ meðan hann var
skólameistari í Skálholti.45
Afkomendur Hólmfríðar gerðu sitt til að tryggja að minning
hennar lifði eftir andlátið. Hér hefur verið rætt um handritið Lbs.
1528 8vo en einnig gerði Ragnheiður, dóttir hennar, altarisklæði fyrir
legstað móður sinnar og gaf kirkjunni í Laufási. Í sama skyni gaf
Ari, sonur hennar, Laufáskirkju altarisdúk. Sonarsonur hennar, Vig -
gunnar marel hinriksson14
37 Sjá t.d. víða í Lbs. 1528 8vo og í annálagrein um andlát Hólmfríðar eftir son
hennar, Sigurð Jónsson prófast í Holti í Önundarfirði: Annálar 1400–1800 III.
bindi. Hannes Þorsteinsson bjó til prentunar (Reykjavík: Hið íslenzka bók-
menntafélag 1933–1938), bls. 173.
38 Guðmundur Andrésson, Lexicon Islandicum. Orðfræðirit fyrri alda IV. bindi.
Gunnlaugur Ingólfsson og Jakob Benediktsson önnuðust útgáfuna (Reykjavík:
Orðabók Háskólans 1999), bls. 105.
39 Nucleus latinitatis. Orðfræðirit fyrri alda III. bindi. [Þýðing og aðlögun Jóns
Árnasonar á latnesk-danskri orðabók Hans Gram.] Ritstj. Guðrún kvaran og
Friðrik Magnússon sáu um útgáfuna (Reykjavík: Orðabók Háskólans 1994),
bls. 158.
40 Gunnlaugur Oddsson, Orðabók sem inniheldur flest fágæt, framandi og vandskilin
orð er verða fyrir í dönskum bókum. Ný útgáfa með orðaskrá. Orðfræðirit fyrri alda
I. bindi. Ritstj. Jón Hilmar Jónsson og Þórdís Úlfarsdóttir (Reykjavík: Orðabók
Háskólans 1991), bls. 55.
41 Þórunn Sigurðardóttir, Heiður og huggun, bls. 157, 235–238.
42 Lbs. Lbs. 1528 8vo, 34v–35r.
43 Jón Ólafsson, „Um þá lærðu Vídalína“, Merkir Íslendingar IV. bindi. Þorkell
Jóhannesson bjó til prentunar (Reykjavík: Bókfellsútgáfan 1950), bls. 147.
44 Lbs. Lbs. 1528 8vo, 16v.
45 Jón Halldórsson, Skólameistarasögur, bls. 125.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 14