Saga - 2018, Blaðsíða 18
fús Guðbrandsson, orti erfikvæði um hana á latínu og lét prenta í
kaupmannahöfn46 að ógleymdri minningartöflunni, epitaphium,
með mynd af Hólmfríði og erfikvæði á latínu eftir áðurnefndan Jón
Guðmundsson á Felli sem líklegt er að dóttir Hólmfríðar, Helga Jóns -
dóttir í Laufási, hafi pantað. Hún er varðveitt á Þjóðminjasafni Ís -
lands.47
Í lífi Hólmfríðar Sigurðardóttur, prófastsfrúar í Vatnsfirði, spegl-
ast stóru drættirnir í sögu sautjándu aldar. Hún fæddist þegar öldin
var ung og dó um það bil sem henni var að ljúka. Hægt er að rekja í
gegnum Hólmfríði tengsl við nær alla helstu valdsmenn aldarinnar;
afi hennar og föðurbróðir voru Skálholtsbiskupar, annar föðurbróðir
var lögmaður og undirritaði einveldisskuldbindinguna á kópavogs -
fund inum.48 Dóttir hennar giftist tvisvar — Hólabiskup um í bæði
skiptin. Sonur hennar var tengdasonur frænda síns, sr. Páls Björns -
sonar prófasts í Selárdal (sem var svili Brynjólfs biskups). Annar
sonur hennar skrifaði og lét skrifa fjölmörg handrit og var tengda-
faðir Páls Vídalíns, samstarfsmanns Árna Magnússonar. Önn ur börn
hennar urðu tengdabörn sýslumanna, lögréttumanna, presta og pró-
fasta.49 Jón, eiginmaður hennar, var af Svalbarðsætt, mestu valdaætt
sautjándu aldar og tengdafaðir hennar var höfðingi Vest fjarða. Jón
var jafnframt barnabarn Hólabiskups, þremenningur við Brynjólf
Sveinsson Skálholtsbiskup og hann tilkynnti danska fornfræðingn-
um Ole Worm andlát Arngríms Jónssonar lærða. Jón var „lærður
lista vel“ og „andagift skálda skrýddur“.50 Hann þýddi meðal ann-
gunnar marel hinriksson16
46 kvæðið er gefið út, þýtt og skýrt í: Sigurður Pétursson, „Matróna Hólmfríður
kvödd“, bls. 206–212.
47 Sigurður Pétursson, „Matróna Hólmfríður kvödd“, bls. 216–218; Þóra krist -
jáns dóttir, Mynd á þili. Íslenskir myndlistarmenn á 16., 17. og 18. öld (Reykjavík:
Þjóðminjasafn Íslands 2005), bls. 70–71.
48 Fyrst einveldishyllingin í kópavogi 28. júlí 1662 er nefnd, má benda á að efstu
fjórir embættismennirnir sem skrifuðu undir sjálft hyllingarskjalið, Brynjólfur
Sveinsson biskup, Gísli Þorláksson biskup, Árni Oddsson lögmaður og Þor -
leifur kortsson lögmaður voru í sömu röð: þremenningur við mann Hólm -
fríðar, tilvonandi tengdasonur hennar, föðurbróðir og frændi að öðrum og
þriðja lið. Sjá: Ríkisskjalasafn Danmerkur í kaupmannahöfn. kongehuset,
Arvesuccessionen og suveræniteten Enevoldsarveregeringsakter, Norge, Is -
land og Færøerne (1661–1662) 8: 15.“
49 Umfjöllun um hvernig auður Jóns og Hólmfríðar dreifðist meðal barna þeirra
má finna í: Bragi Guðmundsson, Efnamenn og eignir þeirra, bls. 59–62.
50 Þórunn Sigurðardóttir, Heiður og huggun, bls. 161.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 16