Saga - 2018, Síða 19
ars lækningabók úr þýsku, guðsorðarit sem voru prentuð og Dyggða -
spegil.51 Þessar bækur voru kallaðar Libri Vatnsfiordenses, eða Vatns -
fjarðarbækur.52 Hann samdi Vatns fjarðar annál, var skáld og hélt
skrifara.53 Guðbrandur, sonur þeirra, orti erfikvæði um föður sinn
þar um glittir í áhuga fjölskyldunnar á því að halda minningu sinni
á lofti í fjórða erindi kvæðisins: „Ætla ég öngvan banna / að yrkja
satt um sína“.54
Hólmfríður Sigurðardóttir var ein ríkasta kona landsins á sinni
tíð, átti jarðir og bækur,55 gætti þess að börn sín eignuðust bækur56
og á heimili hennar urðu til kvæði, textíllistaverk, þýðingar og
annálar. Hún yfirgaf þennan heim 25. apríl 1692 — tveir englar vaka
yfir kistunni; engillinn vinstra megin heldur á vínviðargrein, hinn
heldur á brauði og á milli þeirra er kaleikur.
Háblessuð þrenning heilög þá,
holdinu skildi andann frá,
(sætlega í drottni sem til bar)
sællrar Matronæ Hólmfríðar,
himneskur allur herskari,
heimför þeirri samfagnaði,
allt fólkið þó fékk andvarpað,
eftir þurfa þann viðskilnað.57
lífshistoría dúfunnar í bjargskorunum 17
51 Dyggðaspegill er til í fjörum handritum frá sautjándu öld, þar af tvö í handrita-
safni Landsbókasafns. Þórunn Valdimarsdóttir, „Dyggðaspegill eður ein kristi-
leg undirvísan og nytsamleg, fyrir allar guðhræddar meyjar og kvenpersónur,
sýnandi hvílíkum dyggðum þeim hæfi begáfuðum að vera“, Sagnir 7. árg.
(1986), bls. 43 og 50; Lbs. Lbs. 364 8vo og Lbs. ÍB. 246 8vo.
52 Jón Ólafsson úr Grunnavík, Safn til íslenskrar bókmenntasögu. Ritstj. Guðrún
Ingólfsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir (Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar
í íslenskum fræðum 2018), bls. 82.
53 Annálar 1400–1800 III. bindi, bls. 1–80. Frumrit hans er varðveitt í handrita -
safni. Lbs. Lbs. 347 4to; Þórunn Sigurðardóttir, „Vestfirskur „aðall“. Mótun
sjálfs myndar í bókmennt um á 17. öld“, Ársrit Sögufélags Ísfirðinga (2003), bls.
204–213; Hannes Þorsteinsson, „Annáll séra Jóns prófasts Arasonar í Vatns -
firði“, bls. 6 o.áfr; Guðrún Ása Grímsdóttir, Vatnsfjörður í Ísafirði, bls. 310–329.
54 Þórunn Sigurðardóttir, Heiður og huggun, bls. 154–162.
55 Guðrún Ingólfsdóttir, Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar. Bókmenning
íslenskra kvenna frá miðöldum fram á 18. öld. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenn-
ingar 20. Ritstj. Davíð Ólafsson, Már Jónsson og Sigurður Gylfi Magnússon
(Reykjavík: Háskólaútgáfan 2016), bls. 162.
56 Guðrún Ingólfsdóttir, Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar, bls. 111.
57 Lbs. Lbs. 1528 8vo, 36r .
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 17