Saga - 2018, Page 21
íris ellenberger
Að klæða af sér sveitamennskuna
og þorparasvipinn
Hreyfanleiki og átök menningar í Reykjavík
1890–1920
Tímabilið 1890–1900 einkenndist af umtalsverðum hnattrænum hreyf-
anleika, til að mynda fluttist árlega tæp milljón manns frá Evrópu til
Norður-Ameríku á fyrsta áratug tuttugustu aldar. Þótt Ísland væri á
jaðri þessa flæðis lét hreyfanleiki tímabilsins landið ekki ósnert, sérstak-
lega ekki höfuðborgina Reykjavík sem margfaldaðist að íbúafjölda á ára-
tugunum í kringum aldamótin 1900. Markmið greinarinnar er tvíþætt,
annars vegar að varpa ljósi á skörun ólíkra og misumfangsmikilla fólks-
flutningsstrauma í bænum og hins vegar að sýna fram á að Reykjavík
þjónaði sem snertiflötur (e. contact zone) mismunandi flæðis hugmynda,
varnings og fólks sem hafði mótandi áhrif á bæjarsamfélagið. Sagt er frá
frönskum sjómönnum, dönskum kaupmönnum, prússneskum frúm,
norskum trúboðum og íslenskum hjúum sem fluttu á mölina. kynjaðar
víddir hreyfanleikans fá sérstaka athygli. Leitt er í ljós hvernig miðlun
heldri kvenna á borgaralegum lifnaðarháttum (klæðnaði, húsbúnaði,
siðum og tungutaki) til Íslands var valdatæki sem þjónaði meðal annars
þeim tilgangi að skapa fjarlægð milli hinnar ráðandi stéttar og annarra
bæjarbúa. Þar skipti höfuðmáli að konurnar tilheyrðu þverþjóðlegum
rýmum sem gengu þvert á landamæri þjóðríkja og tengdu Ísland við
Dan mörku og fleiri lönd. Þessi rými veittu þeim nauðsynlegan aðgang
að „framandi“ vöru sem reyndust handhæg aðgreiningartæki því þeirri
vöru höfðu aðrar stéttir, sér í lagi lægri stétt bæjarins, engan aðgang að.
Greinin dregur því ekki aðeins fram hvernig Reykjavík tengdist inn í
fólksflutninga tímabilsins 1880–1920 heldur sýnir einnig fram á að hreyf-
anleikinn sem þá einkenndi Atlantshafið hafði mótandi áhrif á einn
grundvallarþátt reykvísks samfélags, nánar tiltekið stéttaskiptingu þess.
Við lifum á hreyfanlegum tímum. Aldrei fyrr hefur tekið jafnstuttan
tíma að ferðast eða hafa samskipti þvert yfir hnöttinn en um leið
hafa þjóðríki og bandalög þeirra aldrei lagt eins mikið upp úr að
Saga LVI:2 (2018), bls. 19–56.
Íris Ellenberger, irisel@hi.is
G R E I N A R
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 19