Saga - 2018, Blaðsíða 24
að sýna fram á hvernig hreyfing og hreyfanleiki hafði mótandi áhrif
á samfélög, í þessu tilviki stéttaskiptingu í Reykjavík áranna 1890–
1920.6 Við greininguna verða notuð nokkur lykilhugtök sem sótt eru
til þvermenningarlegrar sögu og hreyfanleikarannsókna, en það eru
hugtökin snertifletir (e. contact zones), aðgreining (f. distinction) og
þverþjóðleg rými (e. transnational social space).
Aðferðir og hugtök
Grein þessi er hluti af stærri rannsókn sem staðsett er innan fræðilegs
ramma þvermenningarlegrar sagnfræði, hreyfanleikarann sókna og
sögu fólksflutninga. Það þýðir að litið er svo á að Reykjavík hafi til-
heyrt tilteknum snertiflötum þar sem ólíkir fólksflutningsstraumar
mættust og hafi auk þess verið hluti af þverþjóðlegum rýmum sem
tengdu bæinn við önnur samfélög erlendis. Hér er því ekki ein-
vörðungu litið á Reykjavík sem höfuðborg Íslands heldur sem stað -
bundið samfélag sem tilheyrði mörgum ólíkum rýmum sem sum
voru landfræðilegs eðlis, til dæmis eyjan Ísland, en önnur ekki. Þessir
ólíku straumar og rými mættust á fyrrgreindum snertiflötum sem
eru, samkvæmt Mary Louise Pratt, vettvangur þar sem hópar fólks
með ólíka menningu komast í snertingu við hver annan með þeim
afleiðingum að menningin blandast saman og tekur á sig nýjar
myndir.7 Pratt leggur áherslu á að snertifletirnir séu vettvangur átaka
„þar sem ólík menning mætist, rekst á og tekst á, gjarna í ójöfnum
valdatengslum sem einkennast af yfirráðum og undirskipun.“8
Markmið rannsóknarinnar er að finna dæmi og sýna fram á
hvernig samskipti og átök innan snertiflata mótuðu reykvískt sam-
íris ellenberger22
Transcultural History?“, Transcultural History. Theories, Methods, Sources. Ritstj.
Madeleine Herren, Alex Michaels og Rudolf G. Wagner (Heidelberg: Springer
2012), bls. 1‒10, einkum bls. 5‒7.
6 Urry, Mobilities, bls. 17.
7 Hugtakið transculturation á rætur að rekja til rannsókna kúbverjans Fernando
Ortiz í kringum 1940 en hefur síðan gengið í endurnýjun lífdaga, fyrst með
skrifum Angel Rama á áttunda áratug tuttugustu aldar og síðar með Mary
Louise Pratt og Silviu Spitta á tíunda áratugnum. Sjá nánar um merkingu og
þróun hugtaksins: Abril Trigo, „On transculturation: Toward a political
economy of culture in the periphery“, Studies in Latin American Popular Culture
15 (1996), bls. 99–117.
8 Mary Louise Pratt, Imperial eyes. Travel writing and transculturation (London:
Routledge 1992), bls. 4.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 22