Saga - 2018, Síða 25
félag. Af ýmsu er að taka og verður öðrum hliðum snertiflatanna
gerð nánari skil annars staðar. Í þessari grein er aftur á móti lögð
áhersla á að skoða hvernig mót og átök menningar mótuðu stétta-
skiptingu bæjarins og því verður sjónum beint sérstaklega að tveim-
ur hópum fólks sem teljast í daglegu tali staðbundnir (e. local) eða
heimamenn: Annars vegar sveitafólkinu sem flutti á mölina og var
uppistaðan í þeim verkalýð sem þar myndaðist og þótti ljóður á
íslenskri bæjarmenningu. Hins vegar „hinni ráðandi stétt“ í Reykja -
vík á árunum 1890–1920.
Til að skoða og skilja betur samspilið milli menningarátaka og
stéttaskiptingar bæjarins eru kenningar félagsfræðingsins Pierres
Bourdieu um aðgreiningu (f. distinction) og hlutverk hennar í mótun
og viðhaldi stéttaskiptingar lagðar til grundvallar, auk kenninga um
þverþjóðleika. Bourdieu lagði í rannsóknum sínum áherslu á að
kanna hvernig félagslegir hópar greina sig hver frá öðrum, meðal
annars hvernig hin svokallaða ráðandi stétt leitast við að draga
mörk og skapa fjarlægð milli sín og annarra hópa í gegnum ferli
sem hann kallar aðgreiningu. Samkvæmt Bourdieu er svokölluð
ráðandi stétt (f. classe dominante) í raun tvískipt. Annars vegar sá
hópur fólks sem býr yfir mestum efnahagsauði (f. capital econo -
mique), en þar er átt við fjármagn og eigur sem meta má til fjár,
innan þess sviðs sem er til skoðunar, og hins vegar sá hópur sem býr
yfir mestum menningarauði (f. capital culturel). Menningarauður er
í stuttu máli menningarbundin „hæfni“ sem veitir völd, viðurkenn-
ingu og möguleika í ákveðnum félagslegum aðstæðum. Menningar -
auður getur verið stofnanabundinn (f. institutionalizé), til dæmis í
formi prófgráða, hlutbundinn (f. objectivé), svo sem lestur bóka eða
færni í klassískri tónlist, og líkamnaður (f. incorporé) en þar er vísað
til málfars, líkamsstöðu, klæðaburðar, fágunar eða færni til að skilja
og nota þá „kóða“ sem notaðir eru í samskiptum menningar- eða
fagstétta. Þessar tveir angar hinnar ráðandi stéttar leitast síðan í
sífellu við að aðgreina sig hvor frá öðrum og einnig frá öðrum stétt-
um.9 Erfitt er að henda reiður á þessum hópi í Reykjavík á árunum
1890–1920, enda leggur Bourdieu áherslu á að vald og stétt séu
að klæða af sér sveitamennskuna 23
9 Pierre Bourdieu og Loïc J. D. Waquant, „The Purpose of Reflexive Sociology
(The Chicago Workshop)“, An Invitation to Reflexive Sociology (Cambridge: Polity
Press 1992), bls. 61–215, einkum bls. 94–120; Pierre Bourdieu, „The Forms of
Capital“, Handbook of Theory and Research for the Sociology of Education. Ritstj. John
G. Richardson (New york: Greenwood Press 1985), bls. 241–258.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 23