Saga - 2018, Blaðsíða 27
scapes). Þjóðvíddir eru ein tegund hnattræns menningarlegs flæðis,
nánar tiltekið það „landslag fólks sem myndar þann hreyfanlega
heim sem við búum í: túristar, innflytjendur, flóttamenn, útlagar,
gestaverkamenn, og aðrir hópar og einstaklingar sem móta þetta
einkenni heimsins“.11 Hér verður skoðað hvernig þetta síbreytilega
landslag leit út frá sjónarhóli Reykjavíkur á fyrstu tveimur ára -
tugum tuttugustu aldar. Þá er ekki síst lögð áhersla á að straumarnir
voru ekki skýrt afmarkaðir heldur tvinnuðust og flæktust saman
svo erfitt er að greina hvar einn byrjar og annar endar. Þvert á móti
er þessi flækja (e. entanglement) einn útgangspunktur rannsóknar-
innar en það er jafnframt grundvallarhugtak í þvermenningarlegri
sögu þar sem hún beinir sjónum að sögulegri þróun tengslaneta yfir
landamæri.12 Rannsóknir Holgeirs Weiss hafa til að mynda leitt í ljós
að Christiansborg á Gullströndinni í Ghana var flækt rými (e. en -
tangled space) þar sem þverþjóðlegar og hnattrænar hugmyndir og
manngerðir hlutir voru settir fram, endurmótaðir og fléttaðir saman
við staðbundna þætti í hafnarbæ þar sem fólk af margvíslegum
uppruna kom saman.13 Hér verður á svipaðan hátt leitast við að
að klæða af sér sveitamennskuna 25
11 Appadurai, Modernity at Large, bls. 33. Þótt Appadurai viðurkenni að mikill
hreyfanleiki hafi einnig einkennt eldri samfélög þá eru hugmyndir hans um ólík-
ar víddir hins hnattræna flæðis byggðar á þeirri sannfæringu að flæði samtímans
sé einstakt að hraða og umfangi. Aðrir fræðimenn hafa aftur á móti bent á að
þrátt fyrir að nútímahnattvæðing sé að vissu leyti einstök þá megi einnig segja
það sama um öll tímabil í sögunni. Að sambandið á milli hins staðbundna og
hins hreyfanlega hafi oftsinnis tekið breytingum í tímans rás, rétt eins og tækni -
nýjungar síðustu áratuga hafa valdið breytingum á hnattrænum samskiptum og
fólksflutningum. Sjá: Arjun Appadurai, „Disjuncture and Difference in the
Global Cultural Economy“, The Anthropology of Globalization. Ritstj. Jonathan
Xavier Inda og Renato Rosaldo (Malden: Blackwell 2. útg. 2008), bls. 47–65, eink-
um bls. 47‒50; kristín Loftsdóttir, „„This Time It’s Different“: Globalization,
Power and Modernity“, Topographies of Globalization. Politics, Culture, Language.
Ritstj. Valur Ingimundarson, kristín Loftsdóttir og Irma Erlingsdóttir (Reykjavík:
Háskóli Íslands 2004), bls. 149–162, einkum bls. 151‒152; Frederik Cooper, „What
is the Concept of Globalization Good for? An African Historian’s Perspective“,
African Affairs 100:399 (2001), bls. 189–213, einkum bls. 192‒197.
12 Herren, Michaels og Wagner, „Introduction“, bls. 5–6.
13 Holger Weiss, „The Danish Gold Coast as a Multinational and Entangled
Space, c. 1700–1850“, Scandinavian Colonialism and the Rise of Modernity. Small
Time Agents in a Global Arena. Ritstj. Magdalena Naum og Jonas M. Nordin.
Contributions to Global Historical Archaeology 37. Ritstj. Charles E. Orser Jr.
(New york: Springer 2013), bls. 243–260, einkum bls. 253–256.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 25