Saga - 2018, Qupperneq 29
og kanada en talið er að um 900.000 manns hafi að meðaltali farið þá
leið árlega á fyrsta áratug tuttugustu aldar.15 Tölur um íbúa á Íslandi
sem fæddir voru erlendis á rannsóknartímabilinu gefa þó til kynna
að sá mikli hreyfanleiki sem einkenndi Norður-Evrópu á þessum
tíma hafi aðeins að takmörkuðu leyti sett mark sitt á bú ferla flutninga
til Íslands. Árið 1890 voru 269 einstaklingar á Íslandi fæddir erlendis
en árið 1901 voru þeir komnir upp í 658 eða 0,8% mannfjöldans (sjá
Töflu 1). Þar af voru 360 fæddir í Noregi og 246 í Danmörku. Þeim
fjölgaði aðeins lítillega milli áratuga, voru 706 árið 1910 og 710 árið
1920, eða 0,8% og 0,7% mannfjöldans. Áratug síðar hafði tala þeirra
rúmlega tvöfaldast og var 1.507 eða 1,4% mannfjöldans. Hlutfallið
var nokkuð hærra í Reykjavík ef marka má mann töl sem fram kvæmd
voru 1910 og 1920. Árið 1910 voru 3,3% íbúanna, 381 einstaklingur,
fædd utanlands en árið 1920 var hlutfallið 2,5% (249 manns).16
Tafla 1. Fjöldi íbúa á Íslandi og í Reykjavík sem fæddir voru erlendis árin
1890–1920
1890 1901 1910 1920
Landsmenn fæddir erlendis 269 658 706 710
% af fjölda landsmanna 0,4 0,8 0,8 0,7
Reykvíkingar fæddir erlendis 381 249
% af fjölda Reykvíkinga 3,3 2,5
Heimildir: Landshagsskýrslur fyrir Ísland 1903, bls. 211; Manntal á Íslandi 1. desember
1910, bls. 129; Manntal á Íslandi 1. desember 1920, bls. 25–27.
Þessar tölur segja þó ekki alla söguna. Þær taka ekki tillit til allra
þeirra sem voru á faraldsfæti eða gefa okkur tilfinningu fyrir því
að klæða af sér sveitamennskuna 27
vísindarannsókna þar sem sagnfræðingum gefst sjaldnast kostur á að fram -
leiða gögn sérstaklega fyrir rannsóknir sínar. Virginia Braun og Victoria Clarke,
„Using thematic analysis in psychology“, Qualitative Research in Psychology 3:2
(2006), bls. 77–101.
15 Carolyn Moehling og Anne Morrison Piehl, „Immigration, Crime, and Incarcer -
ation in Early Twentieth-Century America“, Demography 46:4 (2009), bls. 739–
763, einkum bls. 740.
16 Sambærilegar tölur fyrir árin 1890 og 1901 er ekki að finna í Landshagsskýrslum.
Sjá: Landshagsskýrslur fyrir Ísland 1903 (Reykjavík: [Án útg.] 1904), bls. 211;
Manntal á Íslandi 1. desember 1910 (Reykjavík: Stjórnarráð Íslands 1913), bls. 129;
Manntal á Íslandi 1. desember 1920. Hagskýrslur Íslands 46 a (Reykjavík: Hag -
stofa Íslands 1926–1938), bls. 25–27.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 27