Saga - 2018, Side 30
hversu margir þéttbýlisbúar voru fæddir utanlands, en inn flytjend -
ur settust yfirleitt að í bæjum landsins. Þá segja þær okkur ekkert
um flókin tengsl margra Reykvíkinga við þjóðerni af ýmsum toga,
en rannsóknir á Reykvíkingum af dönskum uppruna benda til þess
að þeir hafi sumir verið svo blandaðir að þjóðerni að það sé gagns-
lítið að skera úr um hvort þeir hafi talist danskir, íslenskir, dansk-
íslenskir eða eitthvað annað.17
Lagalegar hindranir á ferðum útlendinga til Íslands voru fáar,
líkt og víðast hvar annars staðar, fram að fyrri heimsstyrjöld. Fyrstu
íslensku útlendingalögin voru ekki sett fyrr en árið 1920 og því voru
það aðrir þættir eins og lélegar samgöngur og skortur á tengslaneti
sem hömluðu fólksflutningum til landsins á rannsóknartímabilinu.
Þó geta heimildir um sögu bæjarins, svo sem endurminningar, dag-
bækur, bréfasöfn og dagblöð, fjölmargra einstaklinga og hópa sem
lögðu leið sína til Reykjavíkur á fyrstu tveimur áratugum tuttugustu
aldar í afar ólíkum tilgangi. Sumir komu langt að en aðrir mun styttra,
margir til varanlegrar búsetu en einnig átti allstór hópur aðeins leið
hjá. Sumir voru á sífelldum faraldsfæti en aðrir fluttu sig um set
aðeins einu sinni á ævinni. Þetta voru kaupmenn, sérfræð ingar,
skemmtikraftar, túristar, trúboðar, heilbrigðisstarfsfólk, athafnafólk,
ræðismenn, flóttamenn, flakkarar og sjómenn sem komu frá Dan -
mörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Englandi, Rússlandi, Banda ríkj -
un um, Frakklandi, Armeníu/Sýrlandi og fleiri löndum. Það átti allt
sameiginlegt að vera hluti af því menningarlandslagi, þeirri þjóð -
vídd, sem setti mark sitt á bæinn.
kaupmennirnir voru áberandi hreyfanlegir, enda tíð ferðalög
hluti af starfi þeirra. Í Reykjavík voru flestir þeirra danskir eða dansk-
íslenskir en þeir komu einnig frá Englandi, Skotlandi, Svíþjóð,
Norður-Þýskalandi og Frakklandi. Sérfræðingar lögðu leið sína til
bæjarins til að sinna tímabundnum verkefnum við uppbyggingu á
helstu innviðum hans. Danskir, færeyskir, norskir, sænskir og þýskir
iðnaðarmenn voru ráðnir til landsins auk annarra sérfróðra einstak-
linga, svo sem ensks flugmanns, danskra og franskra hjúkrunar-
kvenna, norsks gosdrykkjagerðarmanns, danskra bakara og konfekt -
gerðarfólks, svo dæmi séu nefnd.18 Þá settist athafnafólk frá Norður -
íris ellenberger28
17 Íris Ellenberger, Danskir innflytjendur á Íslandi 1900–1970, bls. 23–25, 51, 187,
264–265.
18 Sjá t.d.: Sigurbjörn Þorkelsson, Himneskt er að lifa. Sjálfsævisaga I (Reykjavík:
Prentsmiðjan Leiftur 1966), bls. 77, 86–91; Dagbók Elku. Alþýðumenning í þéttbýli
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 28