Saga - 2018, Qupperneq 31
löndunum að í Reykjavík og setti á stofn ýmiss konar fyrirtæki,
meðal annars sápugerð, reiðhjólaverkstæði, sláturhús og rakarastof-
ur.19
Þá er enn ótalið fólk sem tengdist trúfélögum og annars konar
trúarlegri starfsemi. Á Landakoti bjuggu prestar, nunnur og annað
fólk frá Danmörku, Þýskalandi og Belgíu en einnig gerði Hjálp -
ræðis herinn sig gildandi í bænum í kringum aldamótin 1900 undir
forystu Dana. Östlund-fjölskyldan, David frá Svíþjóð og Inger frá
Noregi, kom til Íslands árið 1895 og stofnaði Aðventistakirkjuna í
Reykjavík árið 1906 en fluttist síðan vestur um haf árið 1915. Fjöl -
skyldan er gott dæmi um hvernig fólksflutningsstraumar sem lágu
frá meginlandi Evrópu og til Bandaríkjanna fléttuðust inn í stað -
bundið samfélag Reykjavíkur.20 Þá má nefna allmargar erlendar
konur sem fluttust með íslenskum eða erlendum eiginmönnum til
landsins. Þær voru flestar danskar en einnig lágþýskar, prússneskar
og skoskar.21 Einnig eru ótaldir ræðismenn og annars konar sendi-
fólk, meðal annarra þeir Eric Cable frá Bretlandi og André Cour -
mont frá Frakklandi sem dvöldu á Íslandi í fyrri heimsstyrjöldinni.22
að klæða af sér sveitamennskuna 29
á árunum 1915–1923 í frásögn Elku Björnsdóttur verkakonu. Útg. Hilma Gunnars -
dóttir og Sigurður Gylfi Magnússon. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 15.
Ritstj. Davíð Ólafsson, Már Jónsson og Sigurður Gylfi Magnússon (Reykjavík:
Háskólaútgáfan 2012), bls. 260; Íris Ellenberger, Danskir innflytjendur á Íslandi
1900–1970, bls. 78–101; Elín Pálmadóttir, Fransí biskví - Franskir fiskimenn við
Íslandsstrendur. Þriggja alda baráttusaga (Reykjavík: Opna 2009), bls. 223–227.
19 Morgunblaðið 23. október 1955, bls. 4; Morgunblaðið 30. júlí 1986, bls. 34; Þor grím -
ur Gestsson, Mannlíf við Sund. Býlið, byggðin og borgin (Reykjavík: Íslenska bóka -
útgáfan ehf. 1998), bls. 258–261; Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, Við sem byggð um
þessa borg II. Endurminningar átta Reykvíkinga (Reykjavík: Setberg 1957), bls. 78.
20 Hilma Gunnarsdóttir hefur fjallað um Östlund-fjölskylduna og samskipti
hennar við Elku Björnsdóttur verkakonu. Sjá: Hilma Gunnarsdóttir, „Elka
Björns dóttir — Æviágrip og dagbók“, Dagbók Elku. Alþýðumenning í þéttbýli á
árun um 1915–1923 í frásögn Elku Björnsdóttur verkakonu, bls. 13–23, einkum bls.
19–20; Dagbók Elku, bls. 129.
21 Morgunblaðið 7. febrúar 1932, bls. 6; Hendrik Ottósson, Frá Hlíðarhúsum til
Bjarma lands (Akureyri: Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar 1948), bls. 14, 61–62;
Halldór Laxness, Grikklandsárið (Reykjavík: Vaka-Helgafell 2. útg. 1993), bls.
152–153.
22 Courmont hafði reyndar dvalið á Íslandi á árunum fyrir styrjöldina við
frönskukennslu við Háskóla Íslands. Sjá: André Courmont og Finnbogi Guð-
mundsson, „Bréf til Guðmundar Finnbogasonar. Í minningu fimmtugustu
ártíðar André Courmonts 11. desember 1973“, Andvari 98:1 (1973), bls. 126–134.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 29