Saga - 2018, Page 33
heimildir um að Bandaríkjamenn hafi dvalið í Reykja víkurhöfn en
þeir voru við veiðar í kringum Ísland við lok nítjándu aldar og um
aldamótin 1900.29
Fleira erlent fólk var á faraldsfæti í kringum landið á skipum
sem lágu tíðum í Reykjavíkurhöfn. Tiltölulega algengt var að skip-
stjórar, stýrimenn, vélstjórar og brytar væru frá Danmörku eða
Noregi. Einnig voru fjölmörg erlend skip í siglingum við landið og
í heimildum sem lýsa lífinu í Reykjavík á árunum 1890–1920 er
minnst á farskip, flutningaskip, varðskip, strandsiglingaskip, björg-
unarskip og skemmtiferðaskip frá Danmörku, Noregi, Englandi,
Skotlandi og Þýskalandi. Einnig má nefna norsk selveiðiskip ásamt
frönskum her- og spítalaskipum sem gættu franska flotans sem
veiddi við Íslandsstrendur.30 Þá nefnir Hendrik Ottósson að hann
hafi eitt sinn á æskuárunum verið sannfærður um að Tyrkja ræn -
ingjar hefðu siglt inn í Reykjavíkurhöfn en þá reyndist um að ræða
svokallað Græn landsfar í siglingum milli Grænlands og Danmerk -
ur.31
Þessir ólíku fólksflutningsstraumar flæktust saman og mynduðu,
þrátt fyrir smæð samfélagsins og eiginlegra lítinn fjölda innflytj -
enda, snertifleti ólíkrar menningar í Reykjavík. Þar komst fólk í
kynni við framandleika sem tók á sig ýmsar myndir eins og síðar
verður fjallað um. Hér hefur þó ekki enn verið minnst á stærsta hóp
þeirra sem fluttist til Reykjavíkur á árunum 1890–1920 en það var
sveitafólk sem var uppistaðan í reykvískri lægri stétt.
Hreyfanleiki og heimafólk
Þegar hugað er að hreyfanleika aldamótanna 1900 ber að gefa þétt -
býlismyndun í Reykjavík gaum en allt frá miðri nítjándu öld hafði
nokkurrar íbúafjölgunar gætt í bænum. Í fyrstu var hún hófl eg, um
að klæða af sér sveitamennskuna 31
„Vinnuaflsskortur og erlent verkafólk á Íslandi 1896–1906“, Saga XXXVII:1
(1999), bls. 141–177, einkum bls. 164; Snorri G. Bergsson, Erlendur landshorna -
lýður?, bls. 59.
29 Árni Gíslason, „Skýrsla br. Árna Gíslasonar leturgrafara um bindindisút-
breiðsluferðir hans til Ísafjarðar 1894“, Good-Templar 1:3 (1897), bls. 43–47, eink-
um bls. 44; Hendrik Ottósson, Frá Hlíðarhúsum til Bjarmalands, bls. 9, 87.
30 Hendrik Ottósson, Frá Hlíðarhúsum til Bjarmalands, bls. 310; Elín Pálmadóttir,
Fransí Biskví, bls. 192–210.
31 Hendrik Ottósson, Frá Hlíðarhúsum til Bjarmalands, bls. 77.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 31