Saga - 2018, Side 34
50 manns á ári, en þegar nær dró aldamótum urðu þau sífellt fleiri
sem settust að í Reykjavík svo að á tímabilinu 1890–1920 fimmfald -
aðist íbúafjöldinn, fór úr 3.700 árið 1890 í 17.500 árið 1920.32 Að -
komufólkið varð hlutfallslega fjölmennast á tímabilinu 1902–1910
þegar um 6% fjölgun varð árlega en heldur dró úr aukningunni á
stríðsárunum.33 Af þessu leiddi að í manntalinu frá 1910 voru aðeins
15% íbúanna fæddir í Reykjavík en 85% voru aðfluttir eða staddir
þar tímabundið.34 Ýmsar ástæður hafa verið nefndar fyrir aðdrátt-
arafli Reykjavíkur og annarra þéttbýlisstaða. Ber þar fyrst að nefna
offjölgun í sveitum sem olli því að sífellt færra fólk átti kost á því að
gerast húsráðendur á eigin búi og varð að láta sér lynda stöðu
vinnuhjús. Á móti var slakað á opinberum búsetuhömlum, fyrst
með því að lausamennska var leyfð árið 1863 og síðar með formlegu
afnámi vistarbandsins árið 1907.35 Þannig varð auðveldara að stofna
heimili í þéttbýli sem gerði bæi á borð við Reykjavík að ákjósanleg-
um heimkynnum. Þar voru einnig hærri laun og talsverð eftirspurn
eftir vinnuafli í ýmiss konar launavinnu sem auðveldaði fólki að sjá
fyrir sér, sérstaklega einhleypum konum og ekkjum eins og nánar
verður vikið að síðar.36
Sveitafólkið átti þess einnig kost að fylgja alþjóðlegum straum -
um sem lágu um Ísland en um 15.000 Íslendingar fluttust til Vestur -
íris ellenberger32
32 Vef. Hagstofa Íslands, Mannfjöldi í einstökum byggðakjörnum og strjálbýli eftir
landsvæðum ár hvert 1889–1990, http://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Ibuar/
Ibuar__mannfjoldi__2_byggdir__Byggdakjarnareldra/MAN00104.px, 18. apríl
2018.
33 Helgi Skúli kjartansson, „Fólksflutningar til Reykjavíkur 1850–1930“, Reykjavík
í 1100 ár. Ritstj. Helgi Þorláksson. Safn til sögu Reykjavíkur (Reykjavík: Sögu -
félag 1974), bls. 255–284, einkum bls. 261; Helgi Skúli kjartansson, „Vöxtur og
myndun þéttbýlis á Íslandi 1890–1915“, Saga 16:1 (1978), bls. 151–174, einkum
bls. 151–152.
34 Guðjón Friðriksson, Saga Reykjavíkur. Bærinn vaknar 1870–1940. Fyrri hluti
(Reykjavík: Iðunn 1991), bls. 70.
35 Vilhelm Vilhelmsson, Sjálfstætt fólk. Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld
(Reykjavík: Sögufélag 2017), bls. 178–179.
36 Helgi Skúli kjartansson, „Vöxtur og myndun þéttbýlis á Íslandi 1890–1915“,
bls. 71–72; Ólöf Garðarsdóttir, „Þáttur kvenna í flutningum til sjávarsíðunnar
við upphaf þéttbýlismyndunar á Íslandi“, Rannsóknir í félagsvísindum II. Erindi
flutt á ráðstefnu í febrúar 1997. Ritstj. Friðrik H. Jónsson (Reykjavík: Félags -
vísindastofnun Háskóla Íslands, Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og Há -
skóla útgáfan 1997), bls. 243–252, einkum bls. 248–249, 252.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 32