Saga - 2018, Side 35
heims á árunum 1870–1914.37 Búferlaflutningar ultu þó ekki aðeins
á framboði og eftirspurn heldur einnig á efnum, samböndum, kyni
og stundum heppni. Dagbækur Elku Björnsdóttur eru mjög áhuga-
verðar heimildir um samband sveitakonu, sem tilheyrði lægri stétt
Reykjavíkur, við hreyfanleika. Elka fluttist til bæjarins árið 1906 en
í dagbókunum, sem ritaðar voru á árunum 1915–1923, er þess að -
eins tvisvar getið að hún hafi lagt í langferðir, fyrst árið 1915 á veg-
um kveldúlfs í síldarvinnu á Hjalteyri og svo ári síðar austur á
heimaslóðirnar í Þingvallasveit.38 Dagbækurnar bera þó hreyfan -
leika skýr merki því þótt hún hafi sjálf að mestu verið kyrr var
fólkið í kringum hana á sífelldum faraldsfæti. Hún var í reglulegum
bréfasamskiptum við innflytjendur í kanada og Bandaríkjunum,
þar á meðal ýmis skyldmenni og áðurnefnd David og Inger Öst -
lund. Tveir bræðra hennar dvöldust einnig til lengri og skemmri
tíma erlendis. Þorsteinn lærði „nuddlækningar“ í kaupmannahöfn
og fluttist svo til Bandaríkjanna þar sem hann dvaldi að minnsta
kosti til 1923 þegar Elka hætti að skrá dagbækur sínar. Hjörtur
dvaldi einnig um skamma hríð í kaupmannahöfn við nám í gifs-
steypu. Í samskiptum systkinanna kristallast einnig hversu kynjaður
hreyfanleiki þessara ára gat verið. Þorsteinn og Hjörtur fóru erlendis
til náms í þeirri von að öðlast félagslegan hreyfanleika og einnig
kom til tals að þriðji bróðirinn, Ólafur, flytti til kaupmannahafnar
að áeggjan Þorsteins: „Hann vill endilega að drengirnir [Ólafur og
Hjörtur] komi, segist skuli útvega þeim atvinnu og hjálpa þeim að
öðru leyti eftir þörfum.“39 Hins vegar er hvergi talað um að Elka
sjálf flytjist til útlanda sem er áhugavert í ljósi þess að konur voru um
51% íslenskra vesturfara sem er með hæsta hlutfalli sem þekkist.40
að klæða af sér sveitamennskuna 33
37 Heimildum ber ekki fullkomlega saman um fjölda íslenskra innflytjenda í
Norður- og Suður-Ameríku en almenn sátt ríkir um að þeir hafi verið a.m.k.
15.000. Sjá: Júníus H. kristinsson, Vesturfaraskrá 1870–1914 (Reykjavík:
Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983), bls. xxiv; Ólöf Garðarsdóttir, „Tengsl
þéttbýlismyndunar og Vesturheimsferða frá Íslandi. Lýðfræðileg sérkenni
fólksflutninga frá Seyðisfirði 1870–1910“, Saga XXXVI (1998), bls. 153–184,
einkum bls. 157; Helgi Skúli kjartansson, „Emigrant fares and emigration from
Iceland to North America, 1874–1893“, Scandinavian Economic History Review
28:1 (1980), bls. 53–71, einkum bls. 55.
38 Dagbók Elku, bls. 81–103, 151–154.
39 Sama heimild, bls. 114.
40 Helgi Skúli kjartansson og Steinþór Heiðarsson, Framtíð handan hafs. Vesturfarar
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 33