Saga - 2018, Blaðsíða 37
Elku Björnsdóttur. Þótt hún hafi mestmegnis haldið kyrru fyrir í
Reykjavík þá má víða lesa úr skrifum hennar um áhrif þess þver -
þjóðlega hreyfanleika sem einkenndi bæjarsamfélagið á árunum
1915–1923, jafnvel þótt hún hefði ekki sömu tækifæri og bræður
hennar til að nýta sér þá möguleika sem hann bauð upp á.
Dagbækur Elku eru jafnframt áhugaverð heimild um snertifleti
og átök lægri stéttarinnar við hina hreyfanlegu og þverþjóðlegu
ráðandi stétt. Borgarstjórinn sem Elka minnist á í dagbókarfærslu
sinni hér að framan, knud Zimsen, er gott dæmi um þverþjóðlegan
einstakling enda kemur greinilega fram í dagbókunum að hann er
oft á faraldsfæti og eyðir stórum hluta ársins erlendis.44 knud fædd-
ist í Hafnarfirði árið 1875, átti danska foreldra, Önnu Cathincu og
Christian Zimsen sem var hluti af hinni þverþjóðlegu starfsstétt
kaupmanna. Danska var töluð á æskuheimilinu og hvorki foreldr-
arnir né sum hinna sjö systkina lærðu íslensku að ráði. Þrjú þeirra
settust að í Danmörku til frambúðar en knud nam verkfræði í
kaupmannahöfn og naut þess umfram flesta stúdenta frá Íslandi að
eiga nána ættingja í Danmörku sem gátu greitt leið hans í námi og
starfi. Þannig auðvelduðu ættartengslin honum að öðlast aðgang að
hinni ráðandi stétt í Reykjavík þegar hann fluttist þangað búferlum
að loknu námi.45
Lífsferill knuds Zimsen ber greinileg þverþjóðleg einkenni en
hann var langt í frá einsdæmi innan hinnar ráðandi stéttar í Reykja -
vík sem einkenndist af talsverðum landfræðilegum hreyfanleika.
Sem dæmi má nefna Þóru Pétursdóttur Thoroddsen sem fæddist
inn í eina valdamestu fjölskyldu landsins árið 1847. Faðir hennar var
Pétur Pétursson biskup en móðir Sigríður Bogadóttir. Þóra var sjálf
sem ung kona talsvert á faraldsfæti, að minnsta kosti miðað við það
sem tíðkaðist meðal íslenskra kvenna á þessum tíma, aðallega milli
Reykjavíkur, Englands, Skotlands og kaupmannahafnar þar sem
hún settist loks að til frambúðar árið 1895. Systir hennar, Elínborg
Thorberg landshöfðingjafrú, bjó þar fyrir og naut sín innan um
„kammerherra, generala, etatsráð“ og þeirra frúr.46 Sigrún Pálsdóttir
ritaði ævisögu Þóru sem kom út árið 2010 og í henni kemur berlega
að klæða af sér sveitamennskuna 35
44 Dagbók Elku, bls. 262, 308.
45 Sjá nánar um knud Zimsen í þverþjóðlegu tilliti: Íris Ellenberger, Danskir inn-
flytjendur á Íslandi 1900–1970, bls. 94–96.
46 Sigrún Pálsdóttir, Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar 1847–
1917 (Reykjavík: JPV útgáfa 2010), bls. 158.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 35