Saga - 2018, Page 39
lykilhlutverki í að skilgreina hver „við“ erum og mörkin þar á milli.
Framandleiki er margslungið fyrirbæri í samfélagi sem einkennist
af hreyfanleika þar sem mót, núningur og blöndun ólíkrar menning-
ar er hluti af samfélagsgerðinni. Hann er því ágætt tæki til að skoða
margvísleg átök innan snertiflata.
Ákveðnir hópar eru líklegri en aðrir til að vera settir í stöðu
„hinna“ en samkvæmt heimildum þessarar rannsóknar áttu erlendir
sjómenn það sérstaklega á hættu. Framandleiki þeirra birtist með
ólíkum hætti í heimildunum en þó aðallega í ótta af ýmsu tagi: ótta
við ofbeldi og morð eða ótta við ýmiss konar siðspillingu og smit-
sjúkdóma. Ber þá sérstaklega að nefna kynsjúkdóma á borð við
„frans ós“, líklega sárasótt, sem var með þessu heiti tengd við franska
sjómenn þótt heitið hafi líklega verið þýtt úr dönsku.49 Hræðslan
við sjómennina er í samræmi við almennan ótta við að þéttbýlis-
myndunin, sem hafði aukist til muna á fyrstu áratugum tuttugustu
aldar, hefði siðspillandi áhrif á íslensku þjóðina og ógnaði jafnvel
þjóðfélagsskipuninni.50 Í tilfelli sjómannanna virðist því óttanum
við grundvallarsamfélagsbreytingar beint í ákveðinn farveg, sem
stillir þeim upp sem „hinum“ sem eiga sök á siðspillingu þjóðarinn-
ar í þéttbýli.
En í samfélagi sem einkenndist af hreyfanleika gátu „hinir“ tekið
á sig ýmsar myndir, allt eftir aðstæðum og málefnum hverju sinni.
Í nýlegum rannsóknum hafa verið færð rök fyrir því að þverþjóðleg
félagsleg rými hafi tengt saman Reykjavík og kaupmannahöfn svo
þeir Danir sem fluttust til Reykjavíkur frá Danmörku hafi í raun
verið að flytja sig um set innan sama rýmis þótt það spannaði hálft
Atlantshafið. Það hafi veitt þeim aðgang að reykvískum heldri stétt-
um sem, vegna þverþjóðleikans, voru dönskumælandi og vel að sér
í borgaralegri menningu meginlandsins. Í slíku flæktu rými, þar
að klæða af sér sveitamennskuna 37
49 Elín Pálmadóttir, Fransí Biskví, bls. 72–73.
50 Ýmsir fræðimenn hafa ritað um tortryggni gagnvart þéttbýlismyndum og upp-
hafningu sveitanna í þjóðernislegu samhengi. Sjá t.d.: Ragnheiður kristjáns -
dóttir, Nýtt fólk. Þjóðerni og íslensk verkalýðsstjórnmál 1901–1944 (Reykjavík: Há -
skólaútgáfan 2008), bls. 40–47; Unnur Birna karlsdóttir, Mannkynbætur. Hug -
myndir um bætta kynstofna hérlendis og erlendis á 19. og 20. öld. Sagnfræði rann -
sóknir 14. Ritstj. Gunnar karlsson (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla
Íslands og Háskólaútgáfan 1998), bls. 53–57; Ólafur Ásgeirsson, Iðnbylting hug-
arfarsins. Átök um atvinnuþróun á Íslandi 1900–1940. Sagnfræðirannsóknir 9.
Ritstj. Bergsteinn Jónsson (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og
Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1988), bls. 24–30.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 37