Saga - 2018, Síða 40
sem hið þverþjóðlega og hnattræna fléttaðist saman við hið stað -
bundna, ríkti skilningur á danskri tungu ásamt siðum og menningu
evrópskrar borgarastéttar. Því krafðist bæjarmenningin þess ekki að
útlendingar samlöguðust einhvers konar innlendri menningu. Öllu
heldur þá ríkti samþætt menning innan hinnar ráðandi stéttar sem
gerði vissum útlendingum, til dæmis kaupmönnum, embættis-
mönnum og sérfræðingum, kleift að aðlagast þeirri blöndu ólíkrar
menningar sem þar var að finna.51 Slíkar aðstæður gátu truflað
mörkin milli „okkar“ og „hinna“ á þann hátt að þeir sem yfirleitt
voru í stöðu „okkar“ í ríkjandi orðræðu öðluðust skyndilega tengsl
við framandleika á meðan dönskumælandi aðkomufólk tilheyrði
„okkur“. Þannig gat innlent sveitafólk vakið athygli fyrir sérkenni-
lega hætti og klæðaburð líkt og fram kemur í endurminningum
þeirra sem fluttust á mölina á fyrstu áratugum tuttugustu aldar.
Guðmundur G. Hagalín flutti til Reykjavíkur árið 1917 til að
nema við Lærða skólann. Eitt sinn þegar hann var á gangi ásamt
vinum sínum í miðbænum varð honum starsýnt á blaðadreng sem
stóð á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis. Drengurinn brást við
athyglinni með því að gefa félögunum „illilegt hornauga“ og kalla
til þeirra: „Isj,’éld [Iss, ég held] mér er sama, þó þið glápið: Þið eruð
sveitamenn!“ Guðmundur spyr blaðsölustrákinn hvernig hann sjái
að þeir félagarnir séu sveitamenn og drengurinn svarar:
Eins og það sé ekki auðséð! Þið henglizt áfram eins og rassbrotnar kerl-
ingar og vaggið eins og beljur eða ólétt ekkja. Svo eruð þið á svipinn
eins og forvitnar kvensur við jarðarför, og fötin lafa og slettast utan á
ykkur. Já, og svo gangið þið austanmannagang.
Aðspurður að einkennum austanmannagangs svarar hann: „Þið
gangið í halarófu — eins og sveitamennirnir að austan.“52 Í frásögn
Guðmundar eru sveitamennirnir settir í stöðu „hinna“ sem gegna
því hlutverki að skerpa á því sem einkennir Reykvíkinga. Þeir síðar-
nefndu henglast ekki áfram eins og rassbrotnar kerlingar, góna ekki
á það sem fyrir ber, kunna að klæða sig á „réttan“ hátt og fara ekki
um bæinn í félagi við aðra líkt og þeir gangi enn eftir kindagötunum
í sinni fæðingarsveit. Háðshróp blaðadrengsins verða til þess að
íris ellenberger38
51 Weiss, „The Danish Gold Coast“, bls. 244; Íris Ellenberger, Danskir innflytjendur
á Íslandi 1900–1970, bls. 108–115.
52 Guðmundur Gíslason Hagalín, Hér er kominn Hoffinn. Séð, heyrt, lesið og lifað
(Reykjavík: Almenna bókafélagið 2. útg. 1978), bls. 104–105.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 38